Fótbolti

FC Midtjylland meistarar í Danmörku

Einar Sigurvinsson skrifar
Jakob Poulsen og Rilwan Hassan fagna marki fyrr í vetur.
Jakob Poulsen og Rilwan Hassan fagna marki fyrr í vetur. EPA
FC Midtjylland varð í dag danskur meistari eftir 1-0 sigur á Kjartani Henry og félögum í Horsens.

Fyrir leikinn í dag var ljóst að Midtjylland gátu tryggt sér titilinn með sigri sigri á Horsens en Brøndby, sem hefur verið í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar lengst af í vetur, missti toppsætið frá sér í síðustu umferð.

Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Horsens en var tekinn af velli eftir 65. mínútur. Eina mark leiksins skoraði Marc Dal Hende um miðbik síðari hálfleiksins.

Brøndby gerði jafntefli við Aalborg í sínum síðasta leik, 1-1. Hjörtur Hermannsson var allan tímann á varamannabekknum hjá Brøndby.

FC Midtjylland endar deildina með 85 stig á toppnum, fjórum stigum á undan Brøndby. Þetta er annað skipti sem Midtjylland sigrar dönsku úrvalsdeildina, en liðið varð einnig danskur meistari árið 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×