Þar sem er reykur, þar er eldur - þegar konur verða brunarústir Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 20. maí 2018 18:47 Réttur til bestu mögulegu heilsu eru mannréttindi. Þegar starf gerir þig veika, þá er brotið á mannréttindum þínum. Fjöldi kvenna sem brenna út í starfi fer vaxandi, sérstaklega fjöldi ungra kvenna. Að missa fólk út af vinnumarkaði til skemmri eða lengri tíma vegna kulnunar í starfi er dýrt, en það er líka siðlaust. Við sem samfélag erum að bregðast fólkinu okkar. Í Noregi, þar sem ég bjó árum saman, er lögð áhersla á að starfið sé heilsueflandi. Ekki bara að starfið sé ekki heilsuletjandi, heldur beinlínis gott fyrir þína heilsu og vellíðan, andlega og líkamlega. Á Íslandi er nánast litið svo á að það sé eðlilegt að vinnan grafi undan heilsu þinni. Eins og við séum verkfæri sem hægt er að nota upp til agna. Hnífur sem er nothæfur þangað til búið er að slípa hann svo oft að blaðið er farið að þynnast um of. Þá er honum hent. En við erum ekki verkfæri. Við erum fólk og við virkum best ef að okkur er hlúð. Samfélagið á að vera byggt upp á þann hátt að okkur líði vel. Vinna er til að skapa tekjur til að lifa af. Við eigum ekki að lifa til að vinna, heldur öfugt. Hérna vantar okkur hugarfarsbreytingu þar sem einstaklingurinn er settur í fyrsta sæti og þar sem samfélagið er skapað í kringum hann. Að vinnan sé dyggð er mantra sem ristir djúpt á Íslandi. Að hlúa að heilsu sinni til að geta verið virkur samfélagsborgari og gefið til samfélagsins með orku og gleði, verið skapandi og komið nýjum hugmyndum á framfæri er líka dyggð. Vinnan á ekki að vera á kostnað þess að við getum lifað góðu lífi. Nýlega var haldin áhugaverð ráðstefna Geðhjálpar og VIRK sem bar nafnið ,,Þegar kona brotnar.” Fyrir nokkrum dögum var sendur út þáttur á Rás 1 um kulnun í starfi. Háskólamenntuðum konum hefur sérstaklega fjölgað mikið meðal þeirra sem leita sér aðstoðar VIRK við starfsendurhæfingu eftir kulnun í starfi og útbrennslu. Algengustu ástæður komu þeirra eru geðræn vandamál og stoðkerfisvandamál. Konur á Íslandi taka mikinn þátt á vinnumarkaði, en enn virðast þær taka aðalábyrgð á heimilinu. Bæði í Noregi og Svíþjóð taka karlar meiri ábyrgð á heimilinu en hér. Því hafa konur enn tvöföldum skyldum að gegna. Kvennastéttir eins og starfsfólk menntastofnana virðast upplifa kulnun meira en aðrar stéttir. Starfsfólk menntastofnana eru í áberandi meirihluta þeirra sem leita eftir starfsendurhæfingu hjá Virk. Ísland er nálægt botninum innan OECD þegar kemur að magni frítíma, tíma til að sinna okkur og okkar áhugamálum. Við eigum met innan OECD þegar kemur að viðveru leikskólabarna. Ég tel þetta ekki vera eitthvað sem við eigum að vera stolt af, heldur sýnir þetta að enn lifum við til að vinna en ekki öfugt. Ekki eykst framleiðnin við þetta. Framleiðni á Íslandi er lægri en í nágrannalöndunum. Prufuverkefni við styttingu vinnuviku hjá Reykjavíkurborg hafa gefist vel og við Píratar viljum styðja við þá þróun og stytta vinnuviku niður í 35 tíma og svo 32 tíma. Það eru ekki bara störfin sem gera konur veikar, heldur virðist ofbeldi gegn konum eiga sinn þátt í því. Það er stórt vandamál hvers ryk hefur rótast upp í kringum #metoo. Þriðjungur kvenna verður fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi einhverntíma á lífsleiðinni. Þolendur ofbeldis eiga í meiri hættu á að upplifa geðraskanir, stoðkerfisvandamál og hjartasjúkdóma. Helstu ástæður örorku í dag eru geðraskanir (37,1%) og stoðkerfisvandamál (29%). Því er ekki fjarri lagi að gera ráð fyrir að ástæður kulnunar í starfi geti verið margþættar. Við þurfum að breyta samfélaginu okkar svo að konur njóti sömu virðingar og karlar og svo að vinnuframlag kvenna sé metið til jafns við karla. En allra helst svo að konur geti átt hér gott líf. Það að konur striti sig til heilsuleysis fyrir lág laun og þurfi alltaf að gefa aðeins meira til að ná sama frama og velgengi og karlar er óboðlegt. Kröfurnar sem samfélagið gerir til íslenskra kvenna eru yfirþyrmandi. Ekki bara eiga þær að vera öflugar í atvinnulífinu, helst svo kröftugar og glöggar að þær nái miklum frama. Heldur eiga þær líka að vera hinar fullkomnu mæður, valkyrjur heimilisins með aðalábyrgð á heimilishaldinu og svo þurfa þær auðvitað að passa upp á línurnar og lúkkið þess á milli. Við hljótum að geta gert betur. Við verðum að gera betur. Slökkvum eldana. Breytum samfélaginu. Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Réttur til bestu mögulegu heilsu eru mannréttindi. Þegar starf gerir þig veika, þá er brotið á mannréttindum þínum. Fjöldi kvenna sem brenna út í starfi fer vaxandi, sérstaklega fjöldi ungra kvenna. Að missa fólk út af vinnumarkaði til skemmri eða lengri tíma vegna kulnunar í starfi er dýrt, en það er líka siðlaust. Við sem samfélag erum að bregðast fólkinu okkar. Í Noregi, þar sem ég bjó árum saman, er lögð áhersla á að starfið sé heilsueflandi. Ekki bara að starfið sé ekki heilsuletjandi, heldur beinlínis gott fyrir þína heilsu og vellíðan, andlega og líkamlega. Á Íslandi er nánast litið svo á að það sé eðlilegt að vinnan grafi undan heilsu þinni. Eins og við séum verkfæri sem hægt er að nota upp til agna. Hnífur sem er nothæfur þangað til búið er að slípa hann svo oft að blaðið er farið að þynnast um of. Þá er honum hent. En við erum ekki verkfæri. Við erum fólk og við virkum best ef að okkur er hlúð. Samfélagið á að vera byggt upp á þann hátt að okkur líði vel. Vinna er til að skapa tekjur til að lifa af. Við eigum ekki að lifa til að vinna, heldur öfugt. Hérna vantar okkur hugarfarsbreytingu þar sem einstaklingurinn er settur í fyrsta sæti og þar sem samfélagið er skapað í kringum hann. Að vinnan sé dyggð er mantra sem ristir djúpt á Íslandi. Að hlúa að heilsu sinni til að geta verið virkur samfélagsborgari og gefið til samfélagsins með orku og gleði, verið skapandi og komið nýjum hugmyndum á framfæri er líka dyggð. Vinnan á ekki að vera á kostnað þess að við getum lifað góðu lífi. Nýlega var haldin áhugaverð ráðstefna Geðhjálpar og VIRK sem bar nafnið ,,Þegar kona brotnar.” Fyrir nokkrum dögum var sendur út þáttur á Rás 1 um kulnun í starfi. Háskólamenntuðum konum hefur sérstaklega fjölgað mikið meðal þeirra sem leita sér aðstoðar VIRK við starfsendurhæfingu eftir kulnun í starfi og útbrennslu. Algengustu ástæður komu þeirra eru geðræn vandamál og stoðkerfisvandamál. Konur á Íslandi taka mikinn þátt á vinnumarkaði, en enn virðast þær taka aðalábyrgð á heimilinu. Bæði í Noregi og Svíþjóð taka karlar meiri ábyrgð á heimilinu en hér. Því hafa konur enn tvöföldum skyldum að gegna. Kvennastéttir eins og starfsfólk menntastofnana virðast upplifa kulnun meira en aðrar stéttir. Starfsfólk menntastofnana eru í áberandi meirihluta þeirra sem leita eftir starfsendurhæfingu hjá Virk. Ísland er nálægt botninum innan OECD þegar kemur að magni frítíma, tíma til að sinna okkur og okkar áhugamálum. Við eigum met innan OECD þegar kemur að viðveru leikskólabarna. Ég tel þetta ekki vera eitthvað sem við eigum að vera stolt af, heldur sýnir þetta að enn lifum við til að vinna en ekki öfugt. Ekki eykst framleiðnin við þetta. Framleiðni á Íslandi er lægri en í nágrannalöndunum. Prufuverkefni við styttingu vinnuviku hjá Reykjavíkurborg hafa gefist vel og við Píratar viljum styðja við þá þróun og stytta vinnuviku niður í 35 tíma og svo 32 tíma. Það eru ekki bara störfin sem gera konur veikar, heldur virðist ofbeldi gegn konum eiga sinn þátt í því. Það er stórt vandamál hvers ryk hefur rótast upp í kringum #metoo. Þriðjungur kvenna verður fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi einhverntíma á lífsleiðinni. Þolendur ofbeldis eiga í meiri hættu á að upplifa geðraskanir, stoðkerfisvandamál og hjartasjúkdóma. Helstu ástæður örorku í dag eru geðraskanir (37,1%) og stoðkerfisvandamál (29%). Því er ekki fjarri lagi að gera ráð fyrir að ástæður kulnunar í starfi geti verið margþættar. Við þurfum að breyta samfélaginu okkar svo að konur njóti sömu virðingar og karlar og svo að vinnuframlag kvenna sé metið til jafns við karla. En allra helst svo að konur geti átt hér gott líf. Það að konur striti sig til heilsuleysis fyrir lág laun og þurfi alltaf að gefa aðeins meira til að ná sama frama og velgengi og karlar er óboðlegt. Kröfurnar sem samfélagið gerir til íslenskra kvenna eru yfirþyrmandi. Ekki bara eiga þær að vera öflugar í atvinnulífinu, helst svo kröftugar og glöggar að þær nái miklum frama. Heldur eiga þær líka að vera hinar fullkomnu mæður, valkyrjur heimilisins með aðalábyrgð á heimilishaldinu og svo þurfa þær auðvitað að passa upp á línurnar og lúkkið þess á milli. Við hljótum að geta gert betur. Við verðum að gera betur. Slökkvum eldana. Breytum samfélaginu. Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun