Íslenski boltinn

Allt undir hjá Stjörnunni í bikarnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna verða leikin um helgina. Sérfræðingar Pepsimarkanna ræddu bikarleikina sem eru fram undan í gærkvöld.

Stærsti leikur umferðarinnar er leikur Íslandsmeistara Þórs/KA og Stjörnunnar á Akureyri. Hann verður leikinn á laugardag og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

„Við fáum eina alvöru viðureign, Þór/KA - Stjarnan, annars býst ég ekki við miklu „cupseti“,“ sagði Máni Pétursson, sérfræðingur Pepsimarkanna.

„Núna er bara allt eða ekkert í Garðabænum. Þetta gæti orðið mjög þungt sumar ef þær detta út úr bikarnum núna.“

Þessi lið mættust í 8-liða úrslitunum síðasta sumar þar sem Stjarnan vann 3-2 á heimavelli sínum. Stjarnan komst alla leið í úrslitaleikinn þar sem Garðbæingar töpuðu fyrir ÍBV í framlengdum leik á Laugardalsvelli.

Leikir 16-liða úrslita Mjólkurbikars kvenna:

Fjarðarbyggð/Höttur/Leiknir - Grindavík

Selfoss - Fjölnir

Fylkir - HK/Víkingur

Afturelding/Fram - ÍR

KR - Breiðablik

Keflavík - ÍBV

Valur - FH

Þór/KA - Stjarnan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×