Fótbolti

Glódís hafði betur gegn Önnu Björk og Rakel

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Glódís í landsleik á síðasta ári.
Glódís í landsleik á síðasta ári. vísir/getty
Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Rosengård höfðu betur gegn Limhamn Bunkeflo í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Glódís spilaði allan leikinn í liði Rosengård líkt og Anna Björk Kristjánsdóttir í liði LB07 þar sem Rakel Hönnudóttir var ónotaður varamaður.

Iva Landeka kom gestunum í Rosengård yfir strax á þriðju mínútu úr vítaspyrnu og Fiona Brown tvöfaldaði forystuna á 24. mínútu. Fleiri mörk voru ekki skoruð, lokatölur 2-0 fyrir Rosengård.

Rosengård er í öðru sæti deildarinnar eftir sjö leiki, tveimur stigum á eftir Pitea sem á leik til góða. LB07 er um miðja deild, í sjöunda sæti með átta stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×