Innlent

Sjálfstæðis- og framsóknarfólk í eina sæng í Dalvíkurbyggð

Kjartan Kjartansson skrifar
Oddvitar listanna þau Katrín Sigurjónsdóttir og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson skrifuðu undir samninginn við Dalbæ, heimili aldraðra í dag.
Oddvitar listanna þau Katrín Sigurjónsdóttir og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson skrifuðu undir samninginn við Dalbæ, heimili aldraðra í dag. Katrín Sigurjónsdóttir
Skrifað var undir málefna- og samstarfssamning Framsóknar- og félagshyggjufólks og Sjálfstæðisfélags Dalvíkurbyggðar og óháðra um meirihlutasamstarf í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar í dag.

Í tilkynningu frá framboðunum kemur fram að fjölgun íbúa sé langtímamarkmið og að umhverfismál og málefni Dalbæjar og eldri borgara verði áherslupunktar á kjörtímabilinu.

Forseti sveitarstjórnar verður Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson frá D-lista, formaður byggðarráðs verður Jón Ingi Sveinsson frá B-lista og Katrín Sigurjónsdóttir, oddviti B-lista, verður sveitarstjóri.

Málefnasamningurinn verður birtur eftir fyrsta fund sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar sem er áætlaður þann 11.júní nk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×