Innlent

Meirihlutaviðræður í Marshall-húsinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, og Pawel Bartoszek, sem skipaði 2. sætið á lista Viðreisnar, mættu hjólandi til fundarins í Marshall-húsinu í morgun.
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, og Pawel Bartoszek, sem skipaði 2. sætið á lista Viðreisnar, mættu hjólandi til fundarins í Marshall-húsinu í morgun. vísir/vilhelm
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna hittust á fyrsta formlega fundi sínum vegna myndunar meirihluta í Reykjavík núna upp úr klukkan 11 í Marshall-húsinu.

Tveir fulltrúar frá hverjum flokki taka þátt í viðræðunum en saman eru flokkarnir með 12 borgarfulltrúa sem er eins manns meirihluti.

Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, að málefnin yrðu rædd fyrst áður en farið yrði að ræða stóla og verkaskiptingu.

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, mætir til fundarins í Marshall-húsinu í dag.vísir/vilhelm
Hann sagði enga kröfu hafa verið setta fram um einhvern annan en hann í borgarstjóra í þeim óformlegu sem fráfarandi meirihlutaflokkar hafa átt í við Viðreisn. Þá sagði Dagur að hann hefði ekki farið leynt með það að hann vilji helst sitja áfram í stóli borgarstjóra.

Flokkarnir hafi náð það langt að þeir telji fullvíst að þeir nái málefnalega landi í formlegum viðræðum sem hefjast í dag. Hins vegar sé ljóst að breytingar verði með aðkomu Viðreisnar og ekki sé verið að endurnýja fráfarandi meirihluta.

Viðreisn, Samfylkingin, Píratar og Vinstri græn ákváðu seinnipartinn í gær að ganga til formlegra viðræðna um myndu nýs meirihluta í borgarstjórn. Dagur sagði flokkana hafa notað tímann vel í óformlegum viðræðum frá kosningum og traust hafi myndast milli fólks og þessara fjögurra flokka.

Kjörtímabil nýrrar borgarstjórnar hefst hinn 19. júní. Ætla flokkarnir fjórir að nýta tímann vel til mótunar málefnasáttmála fyrir þann tíma.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, mætir á fundinn í morgun.vísir/vilhelm

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×