Tengdasonur gullsmiðsins vill fá innbrotsþjófana til sín Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2018 10:21 Tjónið er umtalsvert. Fyrir utan þá gripisem var stolið eru skemmdir miklar á öðrum gripum sem þjófarnir tóku ekki. Vísir/Vilhelm Sævar Örn Hilmarsson, tengdasonur Óla Jóhanns Daníelssonar gullsmiðs, virðist allt annað en sáttur við fólkið sem braust inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í Kópavogi í fyrrinótt. Sævar Örn birtir myndband á Facebook-síðu sinni og býður fundarlaun fyrir þá sem geta komið með innbrotsþjófana til sín. Það var rétt rúmlega fjögur í fyrri nótt sem Óli Jóhann fékk símtal frá Securitas þar sem honum var tilkynnt um innbrotið. Þegar hann mætti á vettvang skömmu síðar mættu honum brotnar rúður, skápar, turnar og afgreiðsluborð. „Það var allt í rúst. Glerbrot og blóð úti um allt. Annar þeirra hefur greinilega skorið sig mjög illa,“ sagði Óli í samtali við Vísi í gær. Um er að ræða sjötta innbrotið í verslunina á þeim 25 árum sem Óli hefur rekið verslunina.Óli ásamt dætrum sínum Unni Kristínu og Hönnu Rún á vettvangi í gær.Vísir/Vilhelm„Þó þetta sé alltaf ömurlegt þá þakkar maður guði fyrir að þetta er fyrirtæki en ekki heimili,“ segir Óli. Hann telur tjónið nema nokkrum milljónum. Sævar Örn, tengdasonur Óla Jóhanns, birtir myndband á Facebook-síðu sinni sem sýnir meinta innbrotsþjófa mæta á vettvang klukkan 4:04 aðfaranótt miðvikudags. „Það var brotist inni gullsmiðju ola hjá tengda pabba minum í nott goð fundarlaun í boði og ennþá betri fyrir þá sem geta komið með þau til min endilega deilið þessu fyrir mig þau voru á toyota rav4 bilnum fyrir aftan hvíta,“ segir Sævar Örn á Facebook. Hann er unnusti Eyglóar Mjallar, dóttur Óla gullsmiðs. Athygli vekur að Sævar hvetur fólk ekki til að hafa samband við lögreglu heldur við sig. Og hvetur fólk til að koma hreinlega með fólkið til sín. Vinir og vandamenn Sævars Arnar hafa deilt myndbandinu hátt í 500 sinnum. Þá upplýsir Sævar að þau muni líka skoða upptökur innan úr versluninni. Sævar Örn á nokkurn sakaferil að baki. Hann fékk síðast dóm án refsingar árið 2016 fyrir hótanir á Facebook. Tók dómarinn þó fram að augljóst væri að Sævar og faðir hans, Hilmar Leifsson, hefðu haft ástæðu til að óttast aðilann sem Sævar Örn deildi við. Þá hefur Sævar hlotið dóma fyrir brot á vopnalögum, fíkniefnalögum og umferðarlögum.Þeir sem hafa upplýsingar um innbrotið geta haft samband við lögregluna í Kópavogi í síma 444-1000. Lögreglumál Tengdar fréttir Glerbrot og blóð út um allt: „Ömurleg aðkoma“ Brotist var inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í nótt þar sem annar innbrotsþjófurinn skar sig illa. 30. maí 2018 15:05 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Sævar Örn Hilmarsson, tengdasonur Óla Jóhanns Daníelssonar gullsmiðs, virðist allt annað en sáttur við fólkið sem braust inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í Kópavogi í fyrrinótt. Sævar Örn birtir myndband á Facebook-síðu sinni og býður fundarlaun fyrir þá sem geta komið með innbrotsþjófana til sín. Það var rétt rúmlega fjögur í fyrri nótt sem Óli Jóhann fékk símtal frá Securitas þar sem honum var tilkynnt um innbrotið. Þegar hann mætti á vettvang skömmu síðar mættu honum brotnar rúður, skápar, turnar og afgreiðsluborð. „Það var allt í rúst. Glerbrot og blóð úti um allt. Annar þeirra hefur greinilega skorið sig mjög illa,“ sagði Óli í samtali við Vísi í gær. Um er að ræða sjötta innbrotið í verslunina á þeim 25 árum sem Óli hefur rekið verslunina.Óli ásamt dætrum sínum Unni Kristínu og Hönnu Rún á vettvangi í gær.Vísir/Vilhelm„Þó þetta sé alltaf ömurlegt þá þakkar maður guði fyrir að þetta er fyrirtæki en ekki heimili,“ segir Óli. Hann telur tjónið nema nokkrum milljónum. Sævar Örn, tengdasonur Óla Jóhanns, birtir myndband á Facebook-síðu sinni sem sýnir meinta innbrotsþjófa mæta á vettvang klukkan 4:04 aðfaranótt miðvikudags. „Það var brotist inni gullsmiðju ola hjá tengda pabba minum í nott goð fundarlaun í boði og ennþá betri fyrir þá sem geta komið með þau til min endilega deilið þessu fyrir mig þau voru á toyota rav4 bilnum fyrir aftan hvíta,“ segir Sævar Örn á Facebook. Hann er unnusti Eyglóar Mjallar, dóttur Óla gullsmiðs. Athygli vekur að Sævar hvetur fólk ekki til að hafa samband við lögreglu heldur við sig. Og hvetur fólk til að koma hreinlega með fólkið til sín. Vinir og vandamenn Sævars Arnar hafa deilt myndbandinu hátt í 500 sinnum. Þá upplýsir Sævar að þau muni líka skoða upptökur innan úr versluninni. Sævar Örn á nokkurn sakaferil að baki. Hann fékk síðast dóm án refsingar árið 2016 fyrir hótanir á Facebook. Tók dómarinn þó fram að augljóst væri að Sævar og faðir hans, Hilmar Leifsson, hefðu haft ástæðu til að óttast aðilann sem Sævar Örn deildi við. Þá hefur Sævar hlotið dóma fyrir brot á vopnalögum, fíkniefnalögum og umferðarlögum.Þeir sem hafa upplýsingar um innbrotið geta haft samband við lögregluna í Kópavogi í síma 444-1000.
Lögreglumál Tengdar fréttir Glerbrot og blóð út um allt: „Ömurleg aðkoma“ Brotist var inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í nótt þar sem annar innbrotsþjófurinn skar sig illa. 30. maí 2018 15:05 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Glerbrot og blóð út um allt: „Ömurleg aðkoma“ Brotist var inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í nótt þar sem annar innbrotsþjófurinn skar sig illa. 30. maí 2018 15:05