Okrarar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 31. maí 2018 10:00 Græðgin gengur ljósum logum á leigumarkaði. Hjá of mörgum leigusölum, bæði leigufélögum og einstaklingum sem leigja út íbúðir, ríkir áberandi áhugaleysi á að bjóða upp á sanngjarna leigu, áhuginn beinist að því hversu mikið sé hægt að komast upp með. Ljóst er að hægt er að komast upp með svívirðilegustu hluti á leigumarkaði, vitanlega á kostnað annarra. Þetta freistar margra leigusala, en samt ekki allra. Í umræðunni um okurleigu má ekki gleymast að sómakærir leigusalar finnast víða. Þeir innheimta sanngjarna leigu, en sprengja ekki upp leiguverð, og hækka það síðan með reglulegu millibili, vegna þess eins að þeir geta það. Þeir hafa þroska til að setja sjálfum sér mörk. Á leigumarkaði skortir regluverk og eftirlit. Okrararnir geta því athafnað sig að vild. Sá einstaklingur sem er óviljugur að borga svimandi háa leigu má éta það sem úti frýs. Hann má líka búast við að ekki einungis leigusalar heldur einnig þeir sem trúa í blindni á markaðslögmál muni mæta kvörtunum hans með orðunum: Svona er nú einu sinni markaðurinn og hann verður að fá að ráða! Auðvitað eiga okrarar ekki að stjórna markaðnum. Gjörðum þeirra á ekki að mæta með þögn, hvað þá samþykki, heldur benda á þær. Einmitt það hefur forysta stéttarfélagsins VR gert, en þar á bæ var nýlega safnað saman sögum leigjenda sem lýsa andstyggilegu okri leigusala. Þetta eru sögur af fólki í miklum vanda og þær koma ekki á óvart því svo að segja allir þekkja til einstaklinga sem búa við okurleigu. Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, kallaði hlutina sínum réttu nöfnum þegar hann lét hafa eftir sér að leiguverð væri víða á skjön við allt velsæmi og líkti því við fjárkúgun. Undir forystu hans ætlar VR að beita sér fyrir því að sett verði regluverk til verndar fólki á leigumarkaði. Hinn nýi formaður VR er umdeildur, enda er hann æði herskár, en hann á fyllilega skilið að honum sé hrósað rösklega fyrir að láta sig aðstæður fólks á leigumarkaði miklu varða. Félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, hefur látið í sér heyra vegna málsins, en hann segist hafa fengið fjölda ábendinga um okur á leigumarkaði. Hann hyggst kalla á sinn fund fulltrúa helstu leigufélaga, leita skýringa hjá þeim og meta síðan hvort rétt sé að grípa til aðgerða. Það getur ekki verið annað en gott að fólk hittist og ræði málin. Það er hins vegar erfitt að sjá fyrir sér að fulltrúarnir viðurkenni okur á fundi með ráðherra. Þeir eru mun líklegri til að koma með fjölda skýringa, kenna aðstæðum um og vísa í markaðslögmál. Mikið væri samt gleðilegt ef leigusalar sem okra tækju sinnaskiptum eins og Scrooge gerði svo eftirminnilega í jólasögu Charles Dickens. Fyrir vikið öðlaðist Scrooge virðingu þeirra sem hann hafði áður okrað svo illilega á. Sjálfur stórgræddi hann á sinnaskiptunum, því hann varð að nýjum, betri og hamingjusamari manni. Ekki amalegur gróði þar á ferð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Græðgin gengur ljósum logum á leigumarkaði. Hjá of mörgum leigusölum, bæði leigufélögum og einstaklingum sem leigja út íbúðir, ríkir áberandi áhugaleysi á að bjóða upp á sanngjarna leigu, áhuginn beinist að því hversu mikið sé hægt að komast upp með. Ljóst er að hægt er að komast upp með svívirðilegustu hluti á leigumarkaði, vitanlega á kostnað annarra. Þetta freistar margra leigusala, en samt ekki allra. Í umræðunni um okurleigu má ekki gleymast að sómakærir leigusalar finnast víða. Þeir innheimta sanngjarna leigu, en sprengja ekki upp leiguverð, og hækka það síðan með reglulegu millibili, vegna þess eins að þeir geta það. Þeir hafa þroska til að setja sjálfum sér mörk. Á leigumarkaði skortir regluverk og eftirlit. Okrararnir geta því athafnað sig að vild. Sá einstaklingur sem er óviljugur að borga svimandi háa leigu má éta það sem úti frýs. Hann má líka búast við að ekki einungis leigusalar heldur einnig þeir sem trúa í blindni á markaðslögmál muni mæta kvörtunum hans með orðunum: Svona er nú einu sinni markaðurinn og hann verður að fá að ráða! Auðvitað eiga okrarar ekki að stjórna markaðnum. Gjörðum þeirra á ekki að mæta með þögn, hvað þá samþykki, heldur benda á þær. Einmitt það hefur forysta stéttarfélagsins VR gert, en þar á bæ var nýlega safnað saman sögum leigjenda sem lýsa andstyggilegu okri leigusala. Þetta eru sögur af fólki í miklum vanda og þær koma ekki á óvart því svo að segja allir þekkja til einstaklinga sem búa við okurleigu. Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, kallaði hlutina sínum réttu nöfnum þegar hann lét hafa eftir sér að leiguverð væri víða á skjön við allt velsæmi og líkti því við fjárkúgun. Undir forystu hans ætlar VR að beita sér fyrir því að sett verði regluverk til verndar fólki á leigumarkaði. Hinn nýi formaður VR er umdeildur, enda er hann æði herskár, en hann á fyllilega skilið að honum sé hrósað rösklega fyrir að láta sig aðstæður fólks á leigumarkaði miklu varða. Félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, hefur látið í sér heyra vegna málsins, en hann segist hafa fengið fjölda ábendinga um okur á leigumarkaði. Hann hyggst kalla á sinn fund fulltrúa helstu leigufélaga, leita skýringa hjá þeim og meta síðan hvort rétt sé að grípa til aðgerða. Það getur ekki verið annað en gott að fólk hittist og ræði málin. Það er hins vegar erfitt að sjá fyrir sér að fulltrúarnir viðurkenni okur á fundi með ráðherra. Þeir eru mun líklegri til að koma með fjölda skýringa, kenna aðstæðum um og vísa í markaðslögmál. Mikið væri samt gleðilegt ef leigusalar sem okra tækju sinnaskiptum eins og Scrooge gerði svo eftirminnilega í jólasögu Charles Dickens. Fyrir vikið öðlaðist Scrooge virðingu þeirra sem hann hafði áður okrað svo illilega á. Sjálfur stórgræddi hann á sinnaskiptunum, því hann varð að nýjum, betri og hamingjusamari manni. Ekki amalegur gróði þar á ferð!
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun