„Sem sagt, ráðuneytið mun líta sérstaklega til þeirra skoðana sem koma fram í umfjölluninni og er því um að ræða verðlaun fyrir að tala vel um spænsku ríkisstjórnina og stefnumál hennar,“ sagði í umfjöllun Katalóníumiðilsins en sá blaðamaður sem hlýtur þessi verðlaun fær í vasann nærri eina og hálfa milljón króna.
El Nacional setur verðlaunin í samhengi við katalónsku sjálfstæðisbaráttuna og heldur því fram að spænska ríkisstjórnin líti svo á að alþjóðapressan hafi ekki verið nægilega gagnrýnin á hreyfinguna.
Graham Keeley, blaðamaður The Times á Spáni, sagði í skoðanagrein í gær að þessi tilraun Spánverja myndi ekki ganga upp.
„Blaðamenn elska að vinna verðlaun, þau bæta okkar viðkvæmu sjálfsmynd. En nú berast fréttir af verðlaunum sem hvorki ég né nokkur annar blaðamaður með vott af sjálfsvirðingu ætti að vilja, hljóta þrátt fyrir verðlaunaféð.“Styr stendur nú um Mariano Rajoy forsætisráðherra og ríkisstjórn hans vegna sakfellingar tuga flokksmanna í spillingarmálum. Atkvæðagreiðsla um vantraust á Rajoy fer fram á morgun. Þó er ólíklegt að vantraust verði samþykkt þar sem Ciudadanos-flokkurinn mun standa með Rajoy.
Ciudadanos-menn hafa þó farið fram á að boðað verði til kosninga sem fyrst. Miðað við kannanir myndi flokkur Rajoys, Partido Popular, fá um 20 prósent atkvæða en fékk 33 prósent í kosningunum 2016.