„Ég held að þetta séu nú slæmar fréttir fyrir borgarbúa. Því þarna er verið að reyna að reisa við þennan meirihluta sem að borgarbúar höfnuðu eftirminnilega. Ákalli um breytingar verður ekki svarað með því að endurtaka sömu samsetningu og var áður hafnað,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um fregnir af formlegum meirihlutaviðræðum Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna sem hefjast eiga á morgun.
Sjá einnig: Formlegar viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG hefjast
Eyþór segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi rætt við aðra flokka, og þar á meðal Viðreisn.
„Það lá alveg í spilunum að niðurstaða í kosningunum er endurnýjun, breyting. Þetta er ekki í anda þess sem að fólkið kaus í kosningunum en sjáum hvernig þetta fer.“
Samfylkingin, viðreisn, Píratar og Vinstri græn geta myndað meirihluta með tólf borgarfulltrúa, sem er minnsti mögulegi meirihlutinn. Samfylkingin fékk sjö fulltrúa, Vinstri græn einn, Píratar tvo og viðreisn tvo.
„Slæmar fréttir fyrir borgarbúa“

Tengdar fréttir

Telur að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að leiða meirihlutaviðræður
Aðspurð um draumameirihluta sinn í Reykjavík sagði Vigdís: „Það er meirihluti Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins.“

Flestir strikuðu yfir Eyþór
Yfirkjörstjórn hefur lokið yfirferð sinni.

Eyþór vonar að línur skýrist fyrir helgi
Engir formlegir fundir hafa verið um myndun meirihluta í Reykjavík með fráfarandi meirihlutaflokkum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins vonar að línur verði farnar að skýrast fyrir helgi.

Hlusta verði á kröfur kjósenda um breytingar í borgarstjórn
Viðreisn á fullt erindi í meirihlutasamstarf og þarf að hlusta á kröfur kjósenda um breytingar, segir félagsmaður í flokknum. Oddvitar borgarstjórnarflokkanna halda spilum þétt að sér eftir kosningarnar um helgina.