Innlent

Sanna segist ekki vilja gerast húsþræll

Jakob Bjarnar skrifar
Sanna birtir allegórískan pistil sem svar við gagnrýni á að Sósíalistaflokkurinn ætli ekki að taka þátt í neinum meirihlutaviðræðum eftir borgarstjórnarkosningar.l
Sanna birtir allegórískan pistil sem svar við gagnrýni á að Sósíalistaflokkurinn ætli ekki að taka þátt í neinum meirihlutaviðræðum eftir borgarstjórnarkosningar.l visir/vilhelm
„Ég sé að ég geti gert meira út á akrinum með kúgaða fólkinu en með því að horfa á það út um glugga á húsi hvíta mannsins. Mig langar að nota þau völd og áhrif sem þið gáfuð mér með því að vinna með ykkur út á akrinum, syngja söngvana með ykkur og skipuleggja hvernig við getum hrakið þrælahaldarann út úr húsinu, burt úr lífi okkar.“

Svo segir í nýjum pistli sem Sanna Magdalena Mörtudóttir, birti nú fyrir nokkrum mínútum, á vef Sósíalistaflokksins.

Umdeild og óvænt ákvörðun

Eftir fund í gærkvöldi gaf Sanna, oddviti flokksins í Reykjavík, það út að hún myndi ekki taka þátt í neinum meirihlutaviðræðum. Þrátt fyrir að Sósíalistaflokkurinn megi heita einn sigurvegarinn í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum en þau náðu inn manni í borgarstjórn. Þetta kom mörgum á óvart og hefur víða verið gagnrýnt harðlega á samfélagsmiðlum.

Pistill Sönnu skáldlegur, allegóría, og augljós viðbrögð við þeim röddum sem telja til lítils að bjóða sig fram án þess að sækjast eftir því að vera í stjórn. En, í pistlinum leggur Sanna út af réttindabaráttu plantekruþræla; segir að þar hafi verið tvær tegundir: Húsþrælar og svo þeir sem voru á akrinum. Húsþrælar höfðu það að sönnu betra en þeir „sungu ekki. Aldrei hef ég vitað til þess að neinn sálmur hafi verið saminn af húsþræl. Húsþrælarnir reyndu að tala og hegða sér eins og húsbændurnir,“ skrifar Sanna.

Vill heldur vera á akrinum en vera húsþræll

Undir lok pistilsins segist hún hlakka til að vinna að uppbyggingu öflugrar fjöldahreyfingar hinna valdalausu:

„Til að sinna því mun ég dvelja í baráttu ykkar hvar sem hún er háð. Þaðan mun ég sækja erindi ykkar og gera það erindi að mínu inn í borgarstjórn. Með því að hafna dýnunni í kjallaranum í hvíta húsinu er ég ekki að hafna völdum. Með því að hafna dýnunni er ég tryggja að ég geti sótt mér vald og afl í baráttu ykkar. Það er bara ein leið til valdaleysis fyrir okkur þrælana á akrinum, það er að yfirgefa hópinn og gerast húsþræll.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×