Slitnað upp úr viðræðum í Grindavík Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. maí 2018 16:24 Framsóknarflokkurinn í Grindavíkur ákvað að draga sig úr viðræðum um myndun meirihluta með Miðflokki, Röddum unga fólksins og Samfylkingu. rödd unga fólksins Framsóknarflokkurinn í Grindavík, með Sigurð Óla Þorleifsson í broddi fylkingar, ákvað að draga sig úr viðræðum um myndun meirihluta en síðustu daga hefur hann átt í viðræðum með Miðflokki, Samfylkingu og Röddum unga fólksins. Flokkurinn hefur nú snúið sér að Sjálfstæðisflokki og ætlar nú að kanna hvort flokkarnir nái saman. „Sama hvernig þetta fer þá munum við alltaf vinna saman,“ segir Helga Dís Jakobsdóttir, oddviti Radda unga fólksins, í samtali við vísi. Rödd unga fólksins hefur talsverða sérstöðu en flokkurinn er að mestu skipaður fólki á tvítugs og þrítugsaldri. Helga Dís er enn að átta sig á niðurstöðum sveitarstjórnarkosninga en þessi nýstofnaði flokkur er næststærsti flokkurinn í Grindavík að loknum kosningum með 19,2% atkvæða.Stóðu á tímamótum Helga Dís segir að hugmyndin um stofnun nýs stjórnmálaafls hafi kviknað þegar nokkrir af gömlu skólafélögunum hittust á haustmánuðum síðasta árs. Hún segir að þau hafi flest staðið á tímamótum í sínu lífi og hafi verið farin að velta fyrir sér hvort þau ætluðu að setjast að í Grindavík eða leita tækifæra annars staðar. „Við vorum flest á þeim stað í lífinu að við vorum að safna fyrir innborgun á íbúð og að stofna fjölskyldu og þess háttar. Við vorum á þeim tímamótum að við vorum að taka ákvörðun um það […] hvort við ætluðum að flytja aftur heim eða hvað við ætluðum að gera. Þá barst talið að ýmsum málefnum varðandi bæinn. Við höfðum bara sterkar skoðanir á því. Við búum í frábæru bæjarfélagi en það er margt sem má gera betur,“ segir Helga Dís sem bendir á að frambjóðendum Radda unga fólksins var boðið að taka sæti á öðrum listum en þeir hafi frekar vilja nýta samtakamátt unga fólksins til áhrifa. Það væri brýnt að raddir þeirra heyrðust við ákvörðunartökuborðið. „Tilfinning okkar er sú að það sem heldur aftur að ungu fólki er að það nennir ekki að vera að svara fyrir rótgróna flokka eða vera skilgreind eftir rótgrónum flokkum,“ segir Helga Dís, því hafi þau ákveðið að skapa vettvang til þess að gera Grindavík að betra bæjarfélagi „þannig að það væri engin spurning að við vildum flytja aftur heim.“ Það sem er efst á blaði hjá Röddum unga fólksins eru daggæslumálin og húsnæðismálin. „Eins og staðan er núna er ég að reyna að flytja að heiman en get það ekki því það vantar framboð á minni íbúðum. Þetta eru mál sem allir eru sammála um að það þurfi að fara í. Við viljum líka helst beita okkur fyrir því að hafa opna stjórnsýslu; opið bókhald og þjónustumiðaða stjórnsýslu“ Kosningar 2018 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
Framsóknarflokkurinn í Grindavík, með Sigurð Óla Þorleifsson í broddi fylkingar, ákvað að draga sig úr viðræðum um myndun meirihluta en síðustu daga hefur hann átt í viðræðum með Miðflokki, Samfylkingu og Röddum unga fólksins. Flokkurinn hefur nú snúið sér að Sjálfstæðisflokki og ætlar nú að kanna hvort flokkarnir nái saman. „Sama hvernig þetta fer þá munum við alltaf vinna saman,“ segir Helga Dís Jakobsdóttir, oddviti Radda unga fólksins, í samtali við vísi. Rödd unga fólksins hefur talsverða sérstöðu en flokkurinn er að mestu skipaður fólki á tvítugs og þrítugsaldri. Helga Dís er enn að átta sig á niðurstöðum sveitarstjórnarkosninga en þessi nýstofnaði flokkur er næststærsti flokkurinn í Grindavík að loknum kosningum með 19,2% atkvæða.Stóðu á tímamótum Helga Dís segir að hugmyndin um stofnun nýs stjórnmálaafls hafi kviknað þegar nokkrir af gömlu skólafélögunum hittust á haustmánuðum síðasta árs. Hún segir að þau hafi flest staðið á tímamótum í sínu lífi og hafi verið farin að velta fyrir sér hvort þau ætluðu að setjast að í Grindavík eða leita tækifæra annars staðar. „Við vorum flest á þeim stað í lífinu að við vorum að safna fyrir innborgun á íbúð og að stofna fjölskyldu og þess háttar. Við vorum á þeim tímamótum að við vorum að taka ákvörðun um það […] hvort við ætluðum að flytja aftur heim eða hvað við ætluðum að gera. Þá barst talið að ýmsum málefnum varðandi bæinn. Við höfðum bara sterkar skoðanir á því. Við búum í frábæru bæjarfélagi en það er margt sem má gera betur,“ segir Helga Dís sem bendir á að frambjóðendum Radda unga fólksins var boðið að taka sæti á öðrum listum en þeir hafi frekar vilja nýta samtakamátt unga fólksins til áhrifa. Það væri brýnt að raddir þeirra heyrðust við ákvörðunartökuborðið. „Tilfinning okkar er sú að það sem heldur aftur að ungu fólki er að það nennir ekki að vera að svara fyrir rótgróna flokka eða vera skilgreind eftir rótgrónum flokkum,“ segir Helga Dís, því hafi þau ákveðið að skapa vettvang til þess að gera Grindavík að betra bæjarfélagi „þannig að það væri engin spurning að við vildum flytja aftur heim.“ Það sem er efst á blaði hjá Röddum unga fólksins eru daggæslumálin og húsnæðismálin. „Eins og staðan er núna er ég að reyna að flytja að heiman en get það ekki því það vantar framboð á minni íbúðum. Þetta eru mál sem allir eru sammála um að það þurfi að fara í. Við viljum líka helst beita okkur fyrir því að hafa opna stjórnsýslu; opið bókhald og þjónustumiðaða stjórnsýslu“
Kosningar 2018 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira