„Við vorum ekki í framboði til þess að viðhalda ónýtum vinstri flokkum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. maí 2018 13:59 Það eru skiptar skoðanir á meðal Sósíalista um ágæti ákvörðunar flokksins um að sniðganga viðræður um myndun meirihluta. Vísir/eyþór Skiptar skoðanir eru um ágæti ákvörðunar Sósíalistaflokksins að sniðganga meirihlutaviðræður í Reykjavík. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands og Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi gáfu í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu þar sem þau gerðu grein fyrir ákvörðun sinni, það hafi verið þeirra mat, eftir mikla ígrundun og samráð fyrir félagsmenn, að ekkert myndi ávinnast í samningaviðræðum um myndun meirihluta. Sjá nánar: Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarfUndir ummælaþræði Gunnars Smára Egilssonar, eins af stofnendum Sósíalistaflokks Íslands, hafa skapast líflegar umræður þar sem tekist er á um ágæti ákvörðunarinnar. Ýmsir félagar í Sósíalistaflokknum eru mótfallnir ákvörðuninni. Þeir eru þeirrar skoðunar að rödd Sósíalista yrði sterkari innan meirihluta og að nauðsynlegt hefði verið að taka þátt í viðræðunum til að kanna hvaða möguleikar væru í boði. Einn kjósandi flokksins sagði að það hefði verið æskilegt að vita um þessi áform fyrir kosningar því hann hefði ekki gefið þeim atkvæði sitt, hefði hann vitað að flokkurinn hafnaði viðræðum um meirihlutasamstarf.Í gær gaf forysta Sósíalistaflokks Íslands frá sér yfirlýsingu. Flokkurinn ætlar ekki í viðræður um myndun meirihluta í borginni.Vísir/eyþórAð mati eins netverjans hefði flokkurinn ekki átt að bjóða fram krafta sína til borgarstjórnar ef meginmarkmiðið væri einkum að styrkja hreyfinguna og annar bendir á að eitt útiloki ekki hitt; það gæti hæglega verið í verkahring annarra félagsmanna hreyfingarinnar að styrkja tengsl við undirskipaða þjóðfélagshópa og að styrkja flokkinn á meðan Sanna beitti áhrifum sínum í meirihluta í borginni. Ljóst er að þeir sem eru mótfallnir óttast mjög um það að Sanna Magdalena, fulltrúi þeirra í borgarstjórn, verði dæmd til áhrifaleysis í minnihluta. Þá eru fjölmargir Sósíalistar ánægðir með ákvörðunina en á meðal þeirra eru áhrifamenn í flokknum eins og Gunnar Smári og Arnþór Sigurðsson, oddviti Sósíalistaflokksins í Kópavogi. Þeir sem lýsa sig fylgjandi þessu segja meðal annars að ákvörðunin verði til þess að styrkja hreyfinguna og efla tengslin við þá hópa sem Sósíalistaflokkurinn berst fyrir. Þeir telja ákvörðunina auka veg flokksins til lengri tíma litið - það hefði verið skammsýni að fara í meirihlutasamstarf strax og hefði aðeins orðið til þess að Sósíalistahreyfingin yrði varadekk undir vagn meirihlutans. Gunnar Smári færir auk þess rök fyrir því, á ummælaþræðinum, að fráfarandi meirihluti, auk Viðreisnar, þyrfti ekki á Sósíalistahreyfingunni að halda til að mynda meirihluta. Þá leggur Arnþór Sigurðsson orð í belg: „Ónýt vinstri pólitík vill fá Sósíalista til þess að viðhalda ónýtri vinstri pólitík áfram. Við vorum ekki í framboði til þess að viðhalda ónýtum vinstri flokkum.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01 Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. 30. maí 2018 11:16 Hlusta verði á kröfur kjósenda um breytingar í borgarstjórn Viðreisn á fullt erindi í meirihlutasamstarf og þarf að hlusta á kröfur kjósenda um breytingar, segir félagsmaður í flokknum. Oddvitar borgarstjórnarflokkanna halda spilum þétt að sér eftir kosningarnar um helgina. 30. maí 2018 07:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um ágæti ákvörðunar Sósíalistaflokksins að sniðganga meirihlutaviðræður í Reykjavík. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands og Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi gáfu í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu þar sem þau gerðu grein fyrir ákvörðun sinni, það hafi verið þeirra mat, eftir mikla ígrundun og samráð fyrir félagsmenn, að ekkert myndi ávinnast í samningaviðræðum um myndun meirihluta. Sjá nánar: Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarfUndir ummælaþræði Gunnars Smára Egilssonar, eins af stofnendum Sósíalistaflokks Íslands, hafa skapast líflegar umræður þar sem tekist er á um ágæti ákvörðunarinnar. Ýmsir félagar í Sósíalistaflokknum eru mótfallnir ákvörðuninni. Þeir eru þeirrar skoðunar að rödd Sósíalista yrði sterkari innan meirihluta og að nauðsynlegt hefði verið að taka þátt í viðræðunum til að kanna hvaða möguleikar væru í boði. Einn kjósandi flokksins sagði að það hefði verið æskilegt að vita um þessi áform fyrir kosningar því hann hefði ekki gefið þeim atkvæði sitt, hefði hann vitað að flokkurinn hafnaði viðræðum um meirihlutasamstarf.Í gær gaf forysta Sósíalistaflokks Íslands frá sér yfirlýsingu. Flokkurinn ætlar ekki í viðræður um myndun meirihluta í borginni.Vísir/eyþórAð mati eins netverjans hefði flokkurinn ekki átt að bjóða fram krafta sína til borgarstjórnar ef meginmarkmiðið væri einkum að styrkja hreyfinguna og annar bendir á að eitt útiloki ekki hitt; það gæti hæglega verið í verkahring annarra félagsmanna hreyfingarinnar að styrkja tengsl við undirskipaða þjóðfélagshópa og að styrkja flokkinn á meðan Sanna beitti áhrifum sínum í meirihluta í borginni. Ljóst er að þeir sem eru mótfallnir óttast mjög um það að Sanna Magdalena, fulltrúi þeirra í borgarstjórn, verði dæmd til áhrifaleysis í minnihluta. Þá eru fjölmargir Sósíalistar ánægðir með ákvörðunina en á meðal þeirra eru áhrifamenn í flokknum eins og Gunnar Smári og Arnþór Sigurðsson, oddviti Sósíalistaflokksins í Kópavogi. Þeir sem lýsa sig fylgjandi þessu segja meðal annars að ákvörðunin verði til þess að styrkja hreyfinguna og efla tengslin við þá hópa sem Sósíalistaflokkurinn berst fyrir. Þeir telja ákvörðunina auka veg flokksins til lengri tíma litið - það hefði verið skammsýni að fara í meirihlutasamstarf strax og hefði aðeins orðið til þess að Sósíalistahreyfingin yrði varadekk undir vagn meirihlutans. Gunnar Smári færir auk þess rök fyrir því, á ummælaþræðinum, að fráfarandi meirihluti, auk Viðreisnar, þyrfti ekki á Sósíalistahreyfingunni að halda til að mynda meirihluta. Þá leggur Arnþór Sigurðsson orð í belg: „Ónýt vinstri pólitík vill fá Sósíalista til þess að viðhalda ónýtri vinstri pólitík áfram. Við vorum ekki í framboði til þess að viðhalda ónýtum vinstri flokkum.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01 Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. 30. maí 2018 11:16 Hlusta verði á kröfur kjósenda um breytingar í borgarstjórn Viðreisn á fullt erindi í meirihlutasamstarf og þarf að hlusta á kröfur kjósenda um breytingar, segir félagsmaður í flokknum. Oddvitar borgarstjórnarflokkanna halda spilum þétt að sér eftir kosningarnar um helgina. 30. maí 2018 07:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01
Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. 30. maí 2018 11:16
Hlusta verði á kröfur kjósenda um breytingar í borgarstjórn Viðreisn á fullt erindi í meirihlutasamstarf og þarf að hlusta á kröfur kjósenda um breytingar, segir félagsmaður í flokknum. Oddvitar borgarstjórnarflokkanna halda spilum þétt að sér eftir kosningarnar um helgina. 30. maí 2018 07:00