Forseti smáliðs á Ítalíu býður Loris Karius aðstoð sína og sérstaka afmælisgjöf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2018 09:00 Loris Karius eftir seinni mistökin sín í úrslitaleiknum. Vísir/Getty Það er erfitt að vera Loris Karius í dag eftir skelfileg mistök hans í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem hann gaf Real Madrid tvö mörk á silfurfati í 3-1 sigri Real á Liverpool. Framtíð Loris Karius í marki Liverpool er ekki björt enda keppast evrópskir fjölmiðar við að segja frá eltingarleik Liverpool við öfluga markverði. Það er þó margir sem hafa talað máli Loris Karius og hann er langt frá því að standa einn í baráttunni. Einn af þeim sem hefur boðið honum aðstoð sína er forseti ítalska smáliðsins Rimini FC. Forseti Rimini FC hefur ekki aðeins boðið Loris Karius að koma í frí til Rimini í tilefni af 25 ára afmælisdegi hans því hann gengur enn lengra. „Ég væri meira en til í það að hitta hann í Rimini og minna hann á það að það þarf hugrekki til að sjá að bestu kennslustundirnar eru vanalega þær erfiðustu og þær sem erfiðast er að komast í gegnum,“ skrifar Giorgio Grassi, forseti Rimini FC, í opnu bréfi til Loris Karius. Forsetinn hefur boðist til að taka við Loris Karius á láni í eitt ár. Afmælisgjöf Loris Karius yrði þessi eins árs lánsamningur. „Hér er staðurinn fyrir hann til að öðlast aftur trú á sjálfum sér, ná hugarró og finna nauðsynlegan andlegan styrk til að elta drauma sína,“ er haft eftir forsetanum í frétt á heimasíðu Rimini FC. Loris Karius á afmæli 22. júní næstkomandi. Rimini FC spilar í C-deildinni á Ítalíu eftir að hafa komist upp úr D-deildinni á síðustu leiktíð. Félagið var endurvakið fyrir aðeins tveimur árum en upphaflega stofnað árið 1912. „Hér mun hann finna stóra fjölskyldu og borg sem er tilbúið að hjálpa honum til að sjá sig aftur sem mann númer eitt í atvinnumennskunni,“ hélt forsetinn áfram. Hvort að full alvara sé að baki þessi tilboði eða hvort forsetinn sé að ná sér í ódýra auglýsingu þá er líklegast í stöðunni að Liverpool láni markvörðinn sinn næsta vetur. Hann þarf að spila sig út úr þessum vonbrigðum og það er afar ólíklegt að hann geti gert slíkt sem markvörður Liverpool. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport Fleiri fréttir Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Sjá meira
Það er erfitt að vera Loris Karius í dag eftir skelfileg mistök hans í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem hann gaf Real Madrid tvö mörk á silfurfati í 3-1 sigri Real á Liverpool. Framtíð Loris Karius í marki Liverpool er ekki björt enda keppast evrópskir fjölmiðar við að segja frá eltingarleik Liverpool við öfluga markverði. Það er þó margir sem hafa talað máli Loris Karius og hann er langt frá því að standa einn í baráttunni. Einn af þeim sem hefur boðið honum aðstoð sína er forseti ítalska smáliðsins Rimini FC. Forseti Rimini FC hefur ekki aðeins boðið Loris Karius að koma í frí til Rimini í tilefni af 25 ára afmælisdegi hans því hann gengur enn lengra. „Ég væri meira en til í það að hitta hann í Rimini og minna hann á það að það þarf hugrekki til að sjá að bestu kennslustundirnar eru vanalega þær erfiðustu og þær sem erfiðast er að komast í gegnum,“ skrifar Giorgio Grassi, forseti Rimini FC, í opnu bréfi til Loris Karius. Forsetinn hefur boðist til að taka við Loris Karius á láni í eitt ár. Afmælisgjöf Loris Karius yrði þessi eins árs lánsamningur. „Hér er staðurinn fyrir hann til að öðlast aftur trú á sjálfum sér, ná hugarró og finna nauðsynlegan andlegan styrk til að elta drauma sína,“ er haft eftir forsetanum í frétt á heimasíðu Rimini FC. Loris Karius á afmæli 22. júní næstkomandi. Rimini FC spilar í C-deildinni á Ítalíu eftir að hafa komist upp úr D-deildinni á síðustu leiktíð. Félagið var endurvakið fyrir aðeins tveimur árum en upphaflega stofnað árið 1912. „Hér mun hann finna stóra fjölskyldu og borg sem er tilbúið að hjálpa honum til að sjá sig aftur sem mann númer eitt í atvinnumennskunni,“ hélt forsetinn áfram. Hvort að full alvara sé að baki þessi tilboði eða hvort forsetinn sé að ná sér í ódýra auglýsingu þá er líklegast í stöðunni að Liverpool láni markvörðinn sinn næsta vetur. Hann þarf að spila sig út úr þessum vonbrigðum og það er afar ólíklegt að hann geti gert slíkt sem markvörður Liverpool.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport Fleiri fréttir Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Sjá meira