Kjallari einkamálanna Bjarni Karlsson skrifar 30. maí 2018 07:00 Við erum að lifa merkilegt breytingaskeið þegar mál sem áður þóttu blygðunarefni eru dregin fram í almannarýmið. M.a. stafar þetta af því að við skiljum betur nú en áður hvernig allt er innbyrðis tengt og háð. Lífsmáti annarra hefur áhrif á mig og kemur mér við. Ofurlaun eru ekkert einkamál, ofbeldi á heimili eða vinnustað er heldur ekki einkamál, sóðaskapur eins bitnar á öllum og ef einhver sem er að þjást af alvarlegum sjúkdómi vill segja sögu sína opinberlega þá er það líka alveg viðeigandi. Skilin milli opinbers og einka eru orðin að félags-pólitísku samkomulagi og það er heilbrigt. Hafdís Erla Hafsteinsdóttir sagnfræðingur hefur vakið athygli á enn einu óafgreiddu ranglætismálinu sem ekki verður undan vikist að taka til skoðunar í gegnum taugakerfi þjóðarinnar og varðar hinn svonefnda Ungmennadómstól sem fjallaði um samskipti íslenskra kvenna við hernámsliðið í seinni heimsstyrjöldinni. Vitundarvakningin snýst um að losna við grjótið úr vösunum og móta sanngjarnari leikreglur í einkalífi jafnt sem opinberu lífi. Það er hins vegar stór galli hvað þau sem hlaupið hafa á sig eða drýgt glæpi eiga lítinn séns. Þegar við hættum meðvirkninni og byrjuðum að rífa múrinn milli einkarýmisins og opinbera rýmisins er eins og við höfum skilið eftir lítið hólf í kjallara einkamálanna þar sem allar hugmyndir um endurreisn fólks og fyrirgefningu misgjörða eru kyrfilega bannaðar. Fátt er nú álitið meiri dónaskapur en að boða fyrirgefningu synda. Vandinn er sá að samfélag sem tekur ekki mark á iðrun og yfirbót, hæðist að krafti fyrirgefningarinnar og rænir hinn seka möguleikanum á að rísa á fætur, mun aldrei losna við skömmina úr sálinni því það kann bara að lýsa henni en ekki að lækna hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Við erum að lifa merkilegt breytingaskeið þegar mál sem áður þóttu blygðunarefni eru dregin fram í almannarýmið. M.a. stafar þetta af því að við skiljum betur nú en áður hvernig allt er innbyrðis tengt og háð. Lífsmáti annarra hefur áhrif á mig og kemur mér við. Ofurlaun eru ekkert einkamál, ofbeldi á heimili eða vinnustað er heldur ekki einkamál, sóðaskapur eins bitnar á öllum og ef einhver sem er að þjást af alvarlegum sjúkdómi vill segja sögu sína opinberlega þá er það líka alveg viðeigandi. Skilin milli opinbers og einka eru orðin að félags-pólitísku samkomulagi og það er heilbrigt. Hafdís Erla Hafsteinsdóttir sagnfræðingur hefur vakið athygli á enn einu óafgreiddu ranglætismálinu sem ekki verður undan vikist að taka til skoðunar í gegnum taugakerfi þjóðarinnar og varðar hinn svonefnda Ungmennadómstól sem fjallaði um samskipti íslenskra kvenna við hernámsliðið í seinni heimsstyrjöldinni. Vitundarvakningin snýst um að losna við grjótið úr vösunum og móta sanngjarnari leikreglur í einkalífi jafnt sem opinberu lífi. Það er hins vegar stór galli hvað þau sem hlaupið hafa á sig eða drýgt glæpi eiga lítinn séns. Þegar við hættum meðvirkninni og byrjuðum að rífa múrinn milli einkarýmisins og opinbera rýmisins er eins og við höfum skilið eftir lítið hólf í kjallara einkamálanna þar sem allar hugmyndir um endurreisn fólks og fyrirgefningu misgjörða eru kyrfilega bannaðar. Fátt er nú álitið meiri dónaskapur en að boða fyrirgefningu synda. Vandinn er sá að samfélag sem tekur ekki mark á iðrun og yfirbót, hæðist að krafti fyrirgefningarinnar og rænir hinn seka möguleikanum á að rísa á fætur, mun aldrei losna við skömmina úr sálinni því það kann bara að lýsa henni en ekki að lækna hana.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun