Hlusta verði á kröfur kjósenda um breytingar í borgarstjórn Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. maí 2018 07:00 Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal nýkjörin sveitarstjórn taka við störfum 15 dögum eftir kjördag. Þá skal starfsaldursforsetinn boða til fyrsta fundar ekki síðar en 15 dögum eftir að sveitarstjórn tekur við störfum. Vísir/GVA „Úrslitin eru krafa um breytingar og það fer auðvitað svolítið eftir því hversu opnir þeir eru fyrir breytingum. Menn verða að lesa rétt úr niðurstöðum kosninga,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og félagsmaður í Viðreisn, spurður að því hvort hann sjái fyrir sér að Viðreisn semji um meirihlutasamstarf við Samfylkinguna, Pírata og VG. Þrír síðastnefndu flokkarnir mynduðu meirihluta með Bjartri framtíð á síðasta kjörtímabili. Viðreisn fékk 8,16 prósent atkvæða í kosningunum. Þorsteinn segir að með því að ná kjöri sem þriðji stærsti flokkurinn í borgarstjórn sé flokkurinn að styrkja stöðu sína verulega. Samfylkingin tapaði hins vegar um sex prósentustigum, hlaut um 26 prósent atkvæða og er næststærsti flokkurinn í borgarstjórn. VG tapaði 3,75 prósentum, fékk rétt tæp 4,6 prósenta fylgi. Píratar bættu hins vegar við sig einu prósenti og eru með 7,73 prósent.Sjá einnig: Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Það er álit Þorsteins að í ljósi þessara úrslita eigi Viðreisn fullt erindi í meirihlutasamstarf. „Já, til þess bjóða menn sig fram og þegar menn fá svona góða kosningu þá eiga þeir fullt erindi í það,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn Pálsson„Svo verður það bara að koma í ljós hvernig samningar milli flokka verða.“ Nýkjörnir borgarfulltrúar halda flestir spilunum mjög þétt að sér þessa dagana og láta fátt uppi um áform sín í meirihlutaviðræðum. Vitað er að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, hefur bæði átt samtöl við oddvita flokkanna sem voru í meirihluta og við Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðismanna. Þá liggur jafnframt fyrir að í gær vörðu frambjóðendur drjúgum tíma í að ræða við bakland sitt í flokkunum. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, segir að nærtækast væri að Viðreisn myndaði meirihluta með Samfylkingunni, Pírötum og VG. „Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni. Það er bara takmarkað hvaða meirihlutar eru mögulegir,“ sagði Dóra Björt í samtali við fréttavefinn Vísi í gær. Viðreisn er í ákveðinni oddastöðu. Dóra Björt segir að Viðreisn sé komin í þá stöðu vegna þess að Píratar hafi verið opnir og heiðarlegir. Þeir hafi ítrekað þá skoðun sína að ekki væri samstarfsflötur með Sjálfstæðisflokki. „Það gefur augaleið að Píratar væru í sömu oddastöðu ef þeir hefðu haldið því opnu að vinna til hægri.“ Búast má við því að fyrir helgi verði komin mynd á það hvaða flokkar hefja meirihlutaviðræður. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01 „Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni“ Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin. Úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi. 29. maí 2018 15:23 Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
„Úrslitin eru krafa um breytingar og það fer auðvitað svolítið eftir því hversu opnir þeir eru fyrir breytingum. Menn verða að lesa rétt úr niðurstöðum kosninga,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og félagsmaður í Viðreisn, spurður að því hvort hann sjái fyrir sér að Viðreisn semji um meirihlutasamstarf við Samfylkinguna, Pírata og VG. Þrír síðastnefndu flokkarnir mynduðu meirihluta með Bjartri framtíð á síðasta kjörtímabili. Viðreisn fékk 8,16 prósent atkvæða í kosningunum. Þorsteinn segir að með því að ná kjöri sem þriðji stærsti flokkurinn í borgarstjórn sé flokkurinn að styrkja stöðu sína verulega. Samfylkingin tapaði hins vegar um sex prósentustigum, hlaut um 26 prósent atkvæða og er næststærsti flokkurinn í borgarstjórn. VG tapaði 3,75 prósentum, fékk rétt tæp 4,6 prósenta fylgi. Píratar bættu hins vegar við sig einu prósenti og eru með 7,73 prósent.Sjá einnig: Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Það er álit Þorsteins að í ljósi þessara úrslita eigi Viðreisn fullt erindi í meirihlutasamstarf. „Já, til þess bjóða menn sig fram og þegar menn fá svona góða kosningu þá eiga þeir fullt erindi í það,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn Pálsson„Svo verður það bara að koma í ljós hvernig samningar milli flokka verða.“ Nýkjörnir borgarfulltrúar halda flestir spilunum mjög þétt að sér þessa dagana og láta fátt uppi um áform sín í meirihlutaviðræðum. Vitað er að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, hefur bæði átt samtöl við oddvita flokkanna sem voru í meirihluta og við Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðismanna. Þá liggur jafnframt fyrir að í gær vörðu frambjóðendur drjúgum tíma í að ræða við bakland sitt í flokkunum. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, segir að nærtækast væri að Viðreisn myndaði meirihluta með Samfylkingunni, Pírötum og VG. „Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni. Það er bara takmarkað hvaða meirihlutar eru mögulegir,“ sagði Dóra Björt í samtali við fréttavefinn Vísi í gær. Viðreisn er í ákveðinni oddastöðu. Dóra Björt segir að Viðreisn sé komin í þá stöðu vegna þess að Píratar hafi verið opnir og heiðarlegir. Þeir hafi ítrekað þá skoðun sína að ekki væri samstarfsflötur með Sjálfstæðisflokki. „Það gefur augaleið að Píratar væru í sömu oddastöðu ef þeir hefðu haldið því opnu að vinna til hægri.“ Búast má við því að fyrir helgi verði komin mynd á það hvaða flokkar hefja meirihlutaviðræður.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01 „Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni“ Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin. Úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi. 29. maí 2018 15:23 Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01
„Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni“ Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin. Úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi. 29. maí 2018 15:23
Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00