Áratugur breytinga: Er vinnan að drepa þig? Hallur Hallsson og Signý Lind Heimisdóttir og Vala Jónsdóttir skrifa 30. maí 2018 07:00 Umræðan um aukið vinnuálag hefur verið nokkuð áberandi að undanförnu og er vaxandi álag oft sett í samhengi við tæknibyltingu undanfarinna ára. Margir eru stöðugt „á vakt“ með vinnuna í snjallsímanum og mörkin milli vinnu- og einkalífs eru stöðugt óskýrari. Til að bregðast við þessum tæknibreytingum hafa Frakkar til að mynda sett bann við tölvupóstssendingum utan vinnutíma hjá fyrirtækjum með fleiri en 50 starfsmenn. Nýlega fór einnig fram umræða í Danmörku um að setja svipað bann í vinnulöggjöfina. Þessi umræða er ekki að ástæðulausu því vinnustreita hefur verið nefnd sem eitt af helstu heilsufarsvandamálum 21. aldarinnar.Signý Lind HeimisdóttirNiðurstöður rannsókna benda til að streita geti haft áhrif á þróun bæði andlegrar og líkamlegrar vanheilsu, t.d. kulnunar, sem getur valdið langvarandi fjarveru frá vinnumarkaði. Því er mikilvægt að vinnustaðir og stjórnendur séu meðvitaðir um vinnuálag og streituvaldandi þætti í starfsumhverfinu.Er vinnuálag að aukast? Gallup á Íslandi hefur gert vinnustaðagreiningar fyrir fyrirtæki og stofnanir í rúma tvo áratugi og býr yfir stórum gagnabanka um líðan starfsfólks, starfsumhverfi og stjórnun vinnustaða. Þó ekki sé hægt að álykta með fullri vissu um vinnumarkaðinn í heild út frá þessum gögnum eru þar vísbendingar um stöðuna meðal fólks á íslenskum vinnumarkaði. Einn af þeim þáttum sem Gallup metur er vinnuálag, en spurt er hvort það sé of mikið, hæfilegt eða of lítið. Þegar gögn þeirra 65.000 einstaklinga sem svara þessari spurningu í gagnabankanum eru skoðuð síðastliðinn áratug kemur í ljós að fólk upplifði marktækt meira vinnuálag árið 2017, þar sem 43% svöruðu að vinnuálag væri of mikið, samanborið við 32% árið 2008. Hlutfall þeirra sem sögðu of mikið hækkaði í 37% árið 2009.Vala JónsdóttirFleiri vísbendingar eru um vaxandi álag og afleiðingar þess. Samkvæmt könnunum sem Gallup gerði fyrir Eflingu stéttarfélag hefur hlutfall þeirra sem sögðust hafa verið frá vinnu vegna eigin veikinda á síðustu þremur mánuðum hækkað úr 26% árið 2010 í 50% árið 2017, en vinnutengt álag er ein orsök veikindafjarveru, þó fleiri þættir geti skýrt þessa aukningu. Kulnun (e. burnout) eða starfsþrot er alvarlegt ástand sem einkennist af andlegri og líkamlegri örmögnun, neikvæðu viðhorfi til vinnunnar og minnkaðri starfsgetu. Auknar kröfur í vinnuumhverfinu í bland við skort á björgum geta leitt til kulnunar. Reglulega eru lagðar spurningar fyrir Viðhorfahóp Gallup um nokkur einkenni kulnunar. Viðhorfahópurinn er valinn með tilviljunaraðferð úr þjóðskrá og þess gætt að svarendur endurspegli íslensku þjóðina. Meðal annars er spurt um örmögnun (þreytu), áhugaleysi á að mæta til vinnu, áhyggjur af vandamálum í vinnunni og neikvæð áhrif vinnu á frítíma og einkalíf. Það vekur athygli að upplifun á örmögnun var meiri árið 2017 samanborið við árið 2009, en fólk upplifði í auknum mæli í lok vinnudags að vera of þreytt til að gera nokkurn skapaðan hlut. Einnig dró úr vinnulöngun, en fleiri sögðust ekki langa í vinnuna næsta dag árið 2017 en 2009. Ekki gefa þó niðurstöður allra spurninga vísbendingar um aukin kulnunareinkenni. Þegar niðurstöður spurninga um tilfinningalegt álag eru skoðaðar voru færri árið 2017 sem höfðu áhyggjur af því að í vinnunni kæmu upp vandamál sem ekki væru auðleyst samanborið við árið 2009. Einnig voru færri árið 2017 sem áttu erfitt með að hætta að hugsa um vinnuna þannig að það hefði neikvæð áhrif á frítíma en árið 2009. Þetta er í takt við tölur úr gagnabanka Gallup þar sem jafnvægi milli vinnu og einkalífs er marktækt betra árið 2017 en það var árið 2009. Í ljósi þess að Ísland var í miðju efnahagshruni árið 2009 kemur ekki á óvart að fólk hafði meiri áhyggjur af vandamálum í vinnunni og hafi átt erfitt með að hætta að hugsa um vinnuna þá en í efnahagsuppsveiflunni árið 2017, enda reru margir vinnustaðir lífróður á þessum tíma.Álag, tækni og stjórnun Í könnunum Gallup má sjá vísbendingar um vaxandi vinnuálag, fjölgun veikindadaga og sumpart vaxandi einkenni kulnunar. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að aukið áreiti vegna snjallsímavæðingar kunni að vera ein af orsökunum fyrir þessari þróun. Á móti kemur að í tækninýjungunum geta einnig falist tækifæri fyrir starfsfólk til að stýra vinnutíma sínum betur og ná bættu jafnvægi vinnu og einkalífs, eins og einnig virðist raunin. Þá gleymist oft að snjallsímavæðingin er ekki nema áratugar gömul og að snjallsímaeign óx úr 21% árið 2011 í 86% árið 2017. Á þessum stutta tíma hefur tæknin nú þegar breytt starfsumhverfi okkar, viðskiptaumhverfinu og okkar daglega lífi og eru enn meiri og hraðari breytingar fram undan. Þessa nýju tækni erum við enn að læra að nýta og umgangast. Því er mikilvægt að gleyma því ekki að við eigum að nýta tæknina, en tæknin á ekki að stýra okkur. Stjórnendur eru í lykilhlutverki þegar kemur að því að draga úr streitu starfsfólks og auka helgun á vinnustaðnum. Með því að styðja starfsfólk, gefa því tækifæri til að læra nýja hluti og veita því endurgjöf á frammistöðu, efla stjórnendur mikilvægar bjargir sem draga úr líkum á streitu af völdum langvarandi vinnuálags. Enn fremur skiptir miklu máli að stjórnendur skoði vel með hvaða hætti tæknin nýtist starfsfólki og hjálpar því að ná árangri, bæði heima og í vinnu, og með hvaða hætti tæknin veldur fólki álagi og streitu. Það er áskorun fyrir stjórnendur og vinnustaði að efla þá þætti sem styðja við starfsfólk, greina og meta álag og áreiti sem starfsfólk verður fyrir og sporna við streitu sem hefur slæmar afleiðingar í för með sér fyrir einstaklinga og vinnustaðinn ef ekkert er að gert. Með þeim hætti sköpum við eftirsóknarverðan vinnustað.Höfundar starfa hjá Gallup Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Umræðan um aukið vinnuálag hefur verið nokkuð áberandi að undanförnu og er vaxandi álag oft sett í samhengi við tæknibyltingu undanfarinna ára. Margir eru stöðugt „á vakt“ með vinnuna í snjallsímanum og mörkin milli vinnu- og einkalífs eru stöðugt óskýrari. Til að bregðast við þessum tæknibreytingum hafa Frakkar til að mynda sett bann við tölvupóstssendingum utan vinnutíma hjá fyrirtækjum með fleiri en 50 starfsmenn. Nýlega fór einnig fram umræða í Danmörku um að setja svipað bann í vinnulöggjöfina. Þessi umræða er ekki að ástæðulausu því vinnustreita hefur verið nefnd sem eitt af helstu heilsufarsvandamálum 21. aldarinnar.Signý Lind HeimisdóttirNiðurstöður rannsókna benda til að streita geti haft áhrif á þróun bæði andlegrar og líkamlegrar vanheilsu, t.d. kulnunar, sem getur valdið langvarandi fjarveru frá vinnumarkaði. Því er mikilvægt að vinnustaðir og stjórnendur séu meðvitaðir um vinnuálag og streituvaldandi þætti í starfsumhverfinu.Er vinnuálag að aukast? Gallup á Íslandi hefur gert vinnustaðagreiningar fyrir fyrirtæki og stofnanir í rúma tvo áratugi og býr yfir stórum gagnabanka um líðan starfsfólks, starfsumhverfi og stjórnun vinnustaða. Þó ekki sé hægt að álykta með fullri vissu um vinnumarkaðinn í heild út frá þessum gögnum eru þar vísbendingar um stöðuna meðal fólks á íslenskum vinnumarkaði. Einn af þeim þáttum sem Gallup metur er vinnuálag, en spurt er hvort það sé of mikið, hæfilegt eða of lítið. Þegar gögn þeirra 65.000 einstaklinga sem svara þessari spurningu í gagnabankanum eru skoðuð síðastliðinn áratug kemur í ljós að fólk upplifði marktækt meira vinnuálag árið 2017, þar sem 43% svöruðu að vinnuálag væri of mikið, samanborið við 32% árið 2008. Hlutfall þeirra sem sögðu of mikið hækkaði í 37% árið 2009.Vala JónsdóttirFleiri vísbendingar eru um vaxandi álag og afleiðingar þess. Samkvæmt könnunum sem Gallup gerði fyrir Eflingu stéttarfélag hefur hlutfall þeirra sem sögðust hafa verið frá vinnu vegna eigin veikinda á síðustu þremur mánuðum hækkað úr 26% árið 2010 í 50% árið 2017, en vinnutengt álag er ein orsök veikindafjarveru, þó fleiri þættir geti skýrt þessa aukningu. Kulnun (e. burnout) eða starfsþrot er alvarlegt ástand sem einkennist af andlegri og líkamlegri örmögnun, neikvæðu viðhorfi til vinnunnar og minnkaðri starfsgetu. Auknar kröfur í vinnuumhverfinu í bland við skort á björgum geta leitt til kulnunar. Reglulega eru lagðar spurningar fyrir Viðhorfahóp Gallup um nokkur einkenni kulnunar. Viðhorfahópurinn er valinn með tilviljunaraðferð úr þjóðskrá og þess gætt að svarendur endurspegli íslensku þjóðina. Meðal annars er spurt um örmögnun (þreytu), áhugaleysi á að mæta til vinnu, áhyggjur af vandamálum í vinnunni og neikvæð áhrif vinnu á frítíma og einkalíf. Það vekur athygli að upplifun á örmögnun var meiri árið 2017 samanborið við árið 2009, en fólk upplifði í auknum mæli í lok vinnudags að vera of þreytt til að gera nokkurn skapaðan hlut. Einnig dró úr vinnulöngun, en fleiri sögðust ekki langa í vinnuna næsta dag árið 2017 en 2009. Ekki gefa þó niðurstöður allra spurninga vísbendingar um aukin kulnunareinkenni. Þegar niðurstöður spurninga um tilfinningalegt álag eru skoðaðar voru færri árið 2017 sem höfðu áhyggjur af því að í vinnunni kæmu upp vandamál sem ekki væru auðleyst samanborið við árið 2009. Einnig voru færri árið 2017 sem áttu erfitt með að hætta að hugsa um vinnuna þannig að það hefði neikvæð áhrif á frítíma en árið 2009. Þetta er í takt við tölur úr gagnabanka Gallup þar sem jafnvægi milli vinnu og einkalífs er marktækt betra árið 2017 en það var árið 2009. Í ljósi þess að Ísland var í miðju efnahagshruni árið 2009 kemur ekki á óvart að fólk hafði meiri áhyggjur af vandamálum í vinnunni og hafi átt erfitt með að hætta að hugsa um vinnuna þá en í efnahagsuppsveiflunni árið 2017, enda reru margir vinnustaðir lífróður á þessum tíma.Álag, tækni og stjórnun Í könnunum Gallup má sjá vísbendingar um vaxandi vinnuálag, fjölgun veikindadaga og sumpart vaxandi einkenni kulnunar. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að aukið áreiti vegna snjallsímavæðingar kunni að vera ein af orsökunum fyrir þessari þróun. Á móti kemur að í tækninýjungunum geta einnig falist tækifæri fyrir starfsfólk til að stýra vinnutíma sínum betur og ná bættu jafnvægi vinnu og einkalífs, eins og einnig virðist raunin. Þá gleymist oft að snjallsímavæðingin er ekki nema áratugar gömul og að snjallsímaeign óx úr 21% árið 2011 í 86% árið 2017. Á þessum stutta tíma hefur tæknin nú þegar breytt starfsumhverfi okkar, viðskiptaumhverfinu og okkar daglega lífi og eru enn meiri og hraðari breytingar fram undan. Þessa nýju tækni erum við enn að læra að nýta og umgangast. Því er mikilvægt að gleyma því ekki að við eigum að nýta tæknina, en tæknin á ekki að stýra okkur. Stjórnendur eru í lykilhlutverki þegar kemur að því að draga úr streitu starfsfólks og auka helgun á vinnustaðnum. Með því að styðja starfsfólk, gefa því tækifæri til að læra nýja hluti og veita því endurgjöf á frammistöðu, efla stjórnendur mikilvægar bjargir sem draga úr líkum á streitu af völdum langvarandi vinnuálags. Enn fremur skiptir miklu máli að stjórnendur skoði vel með hvaða hætti tæknin nýtist starfsfólki og hjálpar því að ná árangri, bæði heima og í vinnu, og með hvaða hætti tæknin veldur fólki álagi og streitu. Það er áskorun fyrir stjórnendur og vinnustaði að efla þá þætti sem styðja við starfsfólk, greina og meta álag og áreiti sem starfsfólk verður fyrir og sporna við streitu sem hefur slæmar afleiðingar í för með sér fyrir einstaklinga og vinnustaðinn ef ekkert er að gert. Með þeim hætti sköpum við eftirsóknarverðan vinnustað.Höfundar starfa hjá Gallup
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun