Fjögur gull í Liechtenstein og tveggja áratuga gamalt Íslandsmet slegið Anton Ingi Leifsson skrifar 9. júní 2018 17:41 Kolbeinn Höður nældi í tvö gull. vísir/daníel Íslenska frjálsíþróttafólkið okkar nældi sér í fjögur gull á Smáþjóðameistaramótinu í frjálsum íþróttum en keppt var í Liechtenstein í dag. Kolbeinn Höður Gunnarsson nældi ser í gull í 200 metra hlaupi en hann kom fyrstur í mark á 20,98 sekúndum. Hann var þrettán sekúndubrotum á ndan Paisios Dimitradis frá Kýpur. Ívar Kristinn Jasonarson nældi sér einnig í gull en það var í 400 metra hlaupi. Hann hljóp á 47,76 sekúndum. Næstur kom Vincent Karger frá Lúxemborg á 48,01. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir vann til silfurverðlauna í 200 metra hlaupi kvenna en hún kom í mark á 23,61 sekúndu. Guðbjörg vann ekki bara silfur heldur bætti hún einnig 21 árs gamalt Íslandsmet Guðrúnar Arnardóttur. Guðrún hljóp á 23,81 í Óðinsvé sumarið 1997 en nú bætir Guðbjörg Jóna metið. Guðbjörg er sautján ára gömul og tími hennar er sá besti í Evrópu, í átján ára og yngri, á þessu ári. Magnaður árangur. Guðni Valur Guðnason kastaði lengst í kringlukasti en hann kastaði 60,25 metra. Hann kastaði nokkur lengra en næsti maður, Rafail Antoniou, sem kastaði 58,99 metra. Íslenska sveitin í boðhlaupi kom fyrst í mark en í íslenska hópnum hlupu þeir Kristinn Torfason, Ari Bragi, Kolbeinn Höður og Ívar Kristinn. Þeir komu í mark á 1:52,71 sekúndum en í öðru sæti var Moldóva á 1:53,63. Í 100 metra spretthlaupi kom Kolbeinn Höður sá þriðji í mark en hann hljóp á 10,79 sekúndum. Haldhafi Íslandsmetins, Ari Bragi Kárason, lenti í fimmta sætinu á 10,94 sekúndum. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir nældi sér í brons í hástökkvi kvenna. Hún stökk hæst 1,73 og var jöfn Despoina Charalambous frá Kýpur sem stökk jafn hátt. Thelma Lind Kristjánsdóttir nældi sér í silfur í kringlukasti er hún kastaði 52,80 metra. Gullið tók Dimitriana Surdu sem kastaði 53,13. Þórdís Eva Steinsdóttir, hlaupari úr FH, fékk brons í 400 metra hlaupi. Hún kom í mark á 56,49 sekúndum en gullið tók Kalliopi Kountouri frá Kýpur á 54,64 sekúndum. Íslenska sveitin í boðhlaupi kvenna nældi sér í silfur. Tíana Ósk, Þórdís Eva, Hrafnhild Hermóðsdóttir og Guðbjörg Bjarnadóttir hlupu fyrir Íslands hönd. Þær komu í mark á 2:11,36 en fremstar voru stelpurnar frá Kýpur. Frjálsar íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Íslenska frjálsíþróttafólkið okkar nældi sér í fjögur gull á Smáþjóðameistaramótinu í frjálsum íþróttum en keppt var í Liechtenstein í dag. Kolbeinn Höður Gunnarsson nældi ser í gull í 200 metra hlaupi en hann kom fyrstur í mark á 20,98 sekúndum. Hann var þrettán sekúndubrotum á ndan Paisios Dimitradis frá Kýpur. Ívar Kristinn Jasonarson nældi sér einnig í gull en það var í 400 metra hlaupi. Hann hljóp á 47,76 sekúndum. Næstur kom Vincent Karger frá Lúxemborg á 48,01. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir vann til silfurverðlauna í 200 metra hlaupi kvenna en hún kom í mark á 23,61 sekúndu. Guðbjörg vann ekki bara silfur heldur bætti hún einnig 21 árs gamalt Íslandsmet Guðrúnar Arnardóttur. Guðrún hljóp á 23,81 í Óðinsvé sumarið 1997 en nú bætir Guðbjörg Jóna metið. Guðbjörg er sautján ára gömul og tími hennar er sá besti í Evrópu, í átján ára og yngri, á þessu ári. Magnaður árangur. Guðni Valur Guðnason kastaði lengst í kringlukasti en hann kastaði 60,25 metra. Hann kastaði nokkur lengra en næsti maður, Rafail Antoniou, sem kastaði 58,99 metra. Íslenska sveitin í boðhlaupi kom fyrst í mark en í íslenska hópnum hlupu þeir Kristinn Torfason, Ari Bragi, Kolbeinn Höður og Ívar Kristinn. Þeir komu í mark á 1:52,71 sekúndum en í öðru sæti var Moldóva á 1:53,63. Í 100 metra spretthlaupi kom Kolbeinn Höður sá þriðji í mark en hann hljóp á 10,79 sekúndum. Haldhafi Íslandsmetins, Ari Bragi Kárason, lenti í fimmta sætinu á 10,94 sekúndum. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir nældi sér í brons í hástökkvi kvenna. Hún stökk hæst 1,73 og var jöfn Despoina Charalambous frá Kýpur sem stökk jafn hátt. Thelma Lind Kristjánsdóttir nældi sér í silfur í kringlukasti er hún kastaði 52,80 metra. Gullið tók Dimitriana Surdu sem kastaði 53,13. Þórdís Eva Steinsdóttir, hlaupari úr FH, fékk brons í 400 metra hlaupi. Hún kom í mark á 56,49 sekúndum en gullið tók Kalliopi Kountouri frá Kýpur á 54,64 sekúndum. Íslenska sveitin í boðhlaupi kvenna nældi sér í silfur. Tíana Ósk, Þórdís Eva, Hrafnhild Hermóðsdóttir og Guðbjörg Bjarnadóttir hlupu fyrir Íslands hönd. Þær komu í mark á 2:11,36 en fremstar voru stelpurnar frá Kýpur.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira