Alvarleg staða blasir við á Landspítalanum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. júní 2018 12:37 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands vonaðist til þess að næsta samningalota við samninganefnd ríkisins lyki fyrir næstu mánaðamót en hins vegar væri nokkuð langt í land. Vísir/Vilhelm Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. Alvarleg staða blasi við á spítalanum um næstu mánaðamót þegar 19 uppsagnir ljósmæðra taki gildi náist ekki samningar fyrir þann tíma. Ljósmæður felldu nýgerðan kjarasamning í gær. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands vonaðist til þess að næsta samningalota við samninganefnd ríkisins lyki fyrir næstu mánaðamót en hins vegar væri nokkuð langt í land. „Já, það ber töluvert mikið í milli,“ segir Katrín. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans óttast að uppsagnir ljósmæðra, sem taka eiga gildi hinn 1. júlí, muni gera það. Hann segir alvarlega stöðu blasa við. „Þetta eru mikil vonbrigði. Það er ekki gott að vera með kjaradeilur inn í heilbrigðisstarfsemi. Hún er mjög truflandi og skapar óöryggi hjá sjúklingum og starfsfólki. Þannig að þetta er alls ekki sú staða sem við viljum hafa,“ segir Páll.Finnur þú að þetta sé farið að hafa áhrif á starfsemi á þeim deildum þar sem ljósmæður eru að starfa? „Nei, það eru enn nokkrar vikur í þetta. En auðvitað er spenna og áhyggjur. Hins vegar er verkefni deiluaðila að finna lausn á næstu vikum og drífa sig að setjast að samningaborðinu. Á meðan að okkar verkefni er að finna leiðir til að mæta þessum uppsögnum, ef af þeim verður. Ég fundaði í gær með stjórnendum kvennadeildar, til að fara yfir hvernig það yrði best gert.“ Hann segir að flestar uppsagnir sem taka gildi næstu mánaðamót séu meðgöngu- og sængurlegudeild, þar sem konur í áhættumeðgöngu dvelja ásamt konum sem ekki geta útskrifast heim strax að fæðingu lokinni. „Þetta eru 19 uppsagnir fyrsta júlí, af um 150 stöðugildum en þær dreifast ójafnt og erfiðast verður á meðgöngu og sængurlegudeild, þar sem var líka skortur á ljósmæðrum fyrir. Þar verður áskorun að mæta þessum uppsögnum ef af verða og verulegur þjónustubrestur. Þannig að ég verð bara að hvetja aðila til að ná sáttum,“ segir Páll. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir 19 ljósmæður hætta um mánaðamótin Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands felldu í gær kjarasamning sem kjaranefnd ljósmæðra og ríkið undirrituðu í síðustu viku. 9. júní 2018 08:00 Ljósmæður felldu samninginn 67 prósent sögðu nei. 8. júní 2018 12:42 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. Alvarleg staða blasi við á spítalanum um næstu mánaðamót þegar 19 uppsagnir ljósmæðra taki gildi náist ekki samningar fyrir þann tíma. Ljósmæður felldu nýgerðan kjarasamning í gær. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands vonaðist til þess að næsta samningalota við samninganefnd ríkisins lyki fyrir næstu mánaðamót en hins vegar væri nokkuð langt í land. „Já, það ber töluvert mikið í milli,“ segir Katrín. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans óttast að uppsagnir ljósmæðra, sem taka eiga gildi hinn 1. júlí, muni gera það. Hann segir alvarlega stöðu blasa við. „Þetta eru mikil vonbrigði. Það er ekki gott að vera með kjaradeilur inn í heilbrigðisstarfsemi. Hún er mjög truflandi og skapar óöryggi hjá sjúklingum og starfsfólki. Þannig að þetta er alls ekki sú staða sem við viljum hafa,“ segir Páll.Finnur þú að þetta sé farið að hafa áhrif á starfsemi á þeim deildum þar sem ljósmæður eru að starfa? „Nei, það eru enn nokkrar vikur í þetta. En auðvitað er spenna og áhyggjur. Hins vegar er verkefni deiluaðila að finna lausn á næstu vikum og drífa sig að setjast að samningaborðinu. Á meðan að okkar verkefni er að finna leiðir til að mæta þessum uppsögnum, ef af þeim verður. Ég fundaði í gær með stjórnendum kvennadeildar, til að fara yfir hvernig það yrði best gert.“ Hann segir að flestar uppsagnir sem taka gildi næstu mánaðamót séu meðgöngu- og sængurlegudeild, þar sem konur í áhættumeðgöngu dvelja ásamt konum sem ekki geta útskrifast heim strax að fæðingu lokinni. „Þetta eru 19 uppsagnir fyrsta júlí, af um 150 stöðugildum en þær dreifast ójafnt og erfiðast verður á meðgöngu og sængurlegudeild, þar sem var líka skortur á ljósmæðrum fyrir. Þar verður áskorun að mæta þessum uppsögnum ef af verða og verulegur þjónustubrestur. Þannig að ég verð bara að hvetja aðila til að ná sáttum,“ segir Páll.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir 19 ljósmæður hætta um mánaðamótin Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands felldu í gær kjarasamning sem kjaranefnd ljósmæðra og ríkið undirrituðu í síðustu viku. 9. júní 2018 08:00 Ljósmæður felldu samninginn 67 prósent sögðu nei. 8. júní 2018 12:42 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
19 ljósmæður hætta um mánaðamótin Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands felldu í gær kjarasamning sem kjaranefnd ljósmæðra og ríkið undirrituðu í síðustu viku. 9. júní 2018 08:00