Fótboltaveislan Óttar Guðmundsson skrifar 9. júní 2018 09:00 Á árunum fyrir hrun voru íslenskir bankamenn þjóðhetjur enda afburðasnjallir í meðferð peninga og fjárfestingum. Um tíma voru frægastu vöruhús og hótel Dana í eigu íslenskra athafnamanna. Bankarnir opnuðu fjölmörg útibú erlendis og lögðu undir sig fjármálaheiminn. Ráðamenn þjóðarinnar mærðu mjög hina talnaglöggu bankamenn. Forsetinn sagði að þeir hefðu alist upp við Hávamál og sagnaarf sem skýrði snarræði þeirra og æðruleysi. Þeir voru með réttu kallaðir útrásarvíkingar til að tengja þá inn í heim Íslendingasagna. Íslendingar fóru ekki lengur í víking vopnaðir sverði og spjóti heldur Apple-tölvu og excelskjölum. Síðan hrundi allt eins og fyrir galdur og bæði þjóð og misskildir snillingar sátu eftir með sárt ennið. Nú er kominn nýr dagur og enn skal haldið í víking. Í þetta sinn standa ekki jakkafataklæddir bankamenn í stafni heldur fótboltamenn í stuttbuxum og bláhvítri treyju. Ísland tekur í fyrsta sinn þátt í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. Nú er tími til kominn að hefna ófaranna í hruninu og segja heiminum að Íslendingar hafi náð vopnum sínum á nýjan leik. Landslið Argentínu, Nígeríu og Króatíu verða lítið mál fyrir víkingana úr norðri. Síðan þarf að vinna milliriðlana og koma sér í sjálfan úrslitaleikinn. Sigur í heimsmeistarakeppninni mundi hleypa miklu lífi í túrismann. Þjóðinni gengi betur að selja fisk og hvalaafurðir útum allan heim og íslenskt hugvit yrði aftur eftirsótt. Það gæti rutt brautina fyrir nýja útrás íslensku bankanna með stórkostlegum fjárfestingum og miklum sigrum á fjármálasviðinu. Íslenskir bankamenn fengju uppreisn æru. Heimsyfirráð eru í sjónmáli ef íslenska landsliðinu tekst að standa í lappirnar í 6 knattspyrnuleikjum eða 540 mínútur. Það ætti ekki að vera mikið mál fyrir unga víkinga sem drukku í sig Hávamál með móðurmjólkinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Á árunum fyrir hrun voru íslenskir bankamenn þjóðhetjur enda afburðasnjallir í meðferð peninga og fjárfestingum. Um tíma voru frægastu vöruhús og hótel Dana í eigu íslenskra athafnamanna. Bankarnir opnuðu fjölmörg útibú erlendis og lögðu undir sig fjármálaheiminn. Ráðamenn þjóðarinnar mærðu mjög hina talnaglöggu bankamenn. Forsetinn sagði að þeir hefðu alist upp við Hávamál og sagnaarf sem skýrði snarræði þeirra og æðruleysi. Þeir voru með réttu kallaðir útrásarvíkingar til að tengja þá inn í heim Íslendingasagna. Íslendingar fóru ekki lengur í víking vopnaðir sverði og spjóti heldur Apple-tölvu og excelskjölum. Síðan hrundi allt eins og fyrir galdur og bæði þjóð og misskildir snillingar sátu eftir með sárt ennið. Nú er kominn nýr dagur og enn skal haldið í víking. Í þetta sinn standa ekki jakkafataklæddir bankamenn í stafni heldur fótboltamenn í stuttbuxum og bláhvítri treyju. Ísland tekur í fyrsta sinn þátt í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. Nú er tími til kominn að hefna ófaranna í hruninu og segja heiminum að Íslendingar hafi náð vopnum sínum á nýjan leik. Landslið Argentínu, Nígeríu og Króatíu verða lítið mál fyrir víkingana úr norðri. Síðan þarf að vinna milliriðlana og koma sér í sjálfan úrslitaleikinn. Sigur í heimsmeistarakeppninni mundi hleypa miklu lífi í túrismann. Þjóðinni gengi betur að selja fisk og hvalaafurðir útum allan heim og íslenskt hugvit yrði aftur eftirsótt. Það gæti rutt brautina fyrir nýja útrás íslensku bankanna með stórkostlegum fjárfestingum og miklum sigrum á fjármálasviðinu. Íslenskir bankamenn fengju uppreisn æru. Heimsyfirráð eru í sjónmáli ef íslenska landsliðinu tekst að standa í lappirnar í 6 knattspyrnuleikjum eða 540 mínútur. Það ætti ekki að vera mikið mál fyrir unga víkinga sem drukku í sig Hávamál með móðurmjólkinni.
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar