Tækifæri í fúskinu Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 9. júní 2018 09:00 Niðurstaðan í veiðigjaldamálinu svokallaða sem hefur verið fyrirferðarmikið í umræðunni undanfarnar vikur er sú að heimild til innheimtu gjaldanna óbreyttra skuli framlengd til áramóta. Hermt er að þessar málalyktir, ef málalyktir skyldi kalla, séu til komnar að frumkvæði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Vinstri grænna. Skyldi engan undra enda hafa þau átt í vök að verjast vegna málsins. Auðvitað er það óboðlegt að umdeilt mál sem þetta komi fram með ekki lengri fyrirvara. Varla héldu Vinstri græn og samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn að málið myndi sigla athugasemdalaust gegnum þingið? Seint verða það heldur talin góð vinnubrögð að slá málinu einfaldlega á frest. Reikningar úr heimilisbókhaldinu hverfa ekki þótt þeim sé stungið ofan í skúffu. Þá þarf að greiða að endingu og þá með dráttarvöxtum og vanskilagjöldum. Viðbúið er að veiðigjaldamálið komi aftur fyrir Alþingi í haust. Þetta er jákvæður fylgifiskur klaufagangs ríkisstjórnarinnar. Þá gefst vonandi færi á að ræða innheimtu veiðigjalda heildstætt. Það er staðreynd að kvótinn hefur safnast á fárra hendur undanfarna áratugi. Óhjákvæmilegur fylgifiskur þess hefur verið að áður blómleg sjávarpláss hafa átt erfiða tíma. Sjálfsagt er og eðlilegt að í löggjöf um stjórn sé innbyggt kerfi sem hyglir smærri útgerðum í dreifðum byggðum landsins. Hluti af því gæti verið að slíkar útgerðir fengju afslátt eða jafnvel niðurfellingu veiðigjalda í einhverjum tilvikum. Önnur staðreynd er sú að stóru útgerðirnar í landinu hafa búið við arðsemi sem ekki þekkist annars staðar í atvinnulífinu. Jafnvel að loknu samdráttarskeiði undanfarinna ára er munurinn sláandi. Eigendur þessara sömu útgerða hafa einnig verið að hasla sér völl annars staðar í atvinnulífinu. Þau hafa keypt fjölmiðla, heildsölur og verða brátt fyrirferðarmikil í stærsta smásölufélagi landsins. Einboðið er að þessi þróun haldi áfram enda þurfa peningar að finna sér farveg. Ástæðan fyrir gríðarlegri arðsemi þessara fyrirtækja er ekki einungis sú að þeim stýrir fólk sem kann sitt fag, þótt sú sé vissulega raunin. Nei, munurinn liggur fyrst og fremst í því að útgerðin greiðir smánarlegt gjald fyrir vöru sína – fiskinn í sjónum. Á tyllidögum er sagt að fiskurinn sé sameign þjóðarinnar. Er þá ekki eðlilegt að þjóðin innheimti eðlilegt gjald fyrir framsal á þessari eign? Hvað mætti byggja marga Landspítala ef sú væri raunin? Það er þessi spurning sem þingmenn þurfa að svara og velta fyrir sér þegar þing kemur saman. Flumbrugangurinn nú varð þó til þess að rúmur tími og tækifæri munu gefast til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Niðurstaðan í veiðigjaldamálinu svokallaða sem hefur verið fyrirferðarmikið í umræðunni undanfarnar vikur er sú að heimild til innheimtu gjaldanna óbreyttra skuli framlengd til áramóta. Hermt er að þessar málalyktir, ef málalyktir skyldi kalla, séu til komnar að frumkvæði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Vinstri grænna. Skyldi engan undra enda hafa þau átt í vök að verjast vegna málsins. Auðvitað er það óboðlegt að umdeilt mál sem þetta komi fram með ekki lengri fyrirvara. Varla héldu Vinstri græn og samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn að málið myndi sigla athugasemdalaust gegnum þingið? Seint verða það heldur talin góð vinnubrögð að slá málinu einfaldlega á frest. Reikningar úr heimilisbókhaldinu hverfa ekki þótt þeim sé stungið ofan í skúffu. Þá þarf að greiða að endingu og þá með dráttarvöxtum og vanskilagjöldum. Viðbúið er að veiðigjaldamálið komi aftur fyrir Alþingi í haust. Þetta er jákvæður fylgifiskur klaufagangs ríkisstjórnarinnar. Þá gefst vonandi færi á að ræða innheimtu veiðigjalda heildstætt. Það er staðreynd að kvótinn hefur safnast á fárra hendur undanfarna áratugi. Óhjákvæmilegur fylgifiskur þess hefur verið að áður blómleg sjávarpláss hafa átt erfiða tíma. Sjálfsagt er og eðlilegt að í löggjöf um stjórn sé innbyggt kerfi sem hyglir smærri útgerðum í dreifðum byggðum landsins. Hluti af því gæti verið að slíkar útgerðir fengju afslátt eða jafnvel niðurfellingu veiðigjalda í einhverjum tilvikum. Önnur staðreynd er sú að stóru útgerðirnar í landinu hafa búið við arðsemi sem ekki þekkist annars staðar í atvinnulífinu. Jafnvel að loknu samdráttarskeiði undanfarinna ára er munurinn sláandi. Eigendur þessara sömu útgerða hafa einnig verið að hasla sér völl annars staðar í atvinnulífinu. Þau hafa keypt fjölmiðla, heildsölur og verða brátt fyrirferðarmikil í stærsta smásölufélagi landsins. Einboðið er að þessi þróun haldi áfram enda þurfa peningar að finna sér farveg. Ástæðan fyrir gríðarlegri arðsemi þessara fyrirtækja er ekki einungis sú að þeim stýrir fólk sem kann sitt fag, þótt sú sé vissulega raunin. Nei, munurinn liggur fyrst og fremst í því að útgerðin greiðir smánarlegt gjald fyrir vöru sína – fiskinn í sjónum. Á tyllidögum er sagt að fiskurinn sé sameign þjóðarinnar. Er þá ekki eðlilegt að þjóðin innheimti eðlilegt gjald fyrir framsal á þessari eign? Hvað mætti byggja marga Landspítala ef sú væri raunin? Það er þessi spurning sem þingmenn þurfa að svara og velta fyrir sér þegar þing kemur saman. Flumbrugangurinn nú varð þó til þess að rúmur tími og tækifæri munu gefast til þess.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun