Trump stal senunni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. júní 2018 09:00 Angela Merkel ræðir við Trump, ef til vill um tollamálið. Vísir/AP Líkt og svo oft áður voru allra augu á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar hann mætti á fund leiðtoga G7-ríkjanna í bænum La Malbaie í Quebec í Kanada í gær. Undanfarnar vikur hafa Bandaríkin átt í útistöðum við Evrópusambandsríki, Mexíkó og Kanada vegna tolla sem Bandaríkin settu á ál og stál sem og mótvægisaðgerða fyrrnefndra ríkja. Á leið til fundar sagði Trump að hann myndi taka á „ósanngjörnum viðskiptaháttum“ Evrópusambandsins og Kanada. „Við munum ræða um þessa ósanngjörnu viðskiptahætti. Ef þú skoðar hvað Kanada, Mexíkó og Evrópusambandið hafa verið að gera okkur undanfarna áratugi. Við verðum að breyta því. Og þau skilja að það er að fara að gerast,“ sagði forsetinn. En tollamálin eru ekki eini ásteytingarsteinninn í samskiptum Bandaríkjanna og annarra stórvelda um þessar mundir. Langt er á milli Trumps og annarra leiðtoga G7-ríkjanna þegar kemur að kjarnorkusamningnum við Íran og loftslagsmálunum. Þá sagði Trump einnig að Rússar ættu að fá að koma aftur að borðinu. Rússum var vikið úr hópnum, sem þá kallaðist G8, árið 2014 eftir innlimun Krímskaga. Ríkin sem eftir standa eru Kanada, Bandaríkin, Ítalía, Frakkland, Japan, Þýskaland og Bretland. „Rússland ætti að vera á fundinum. Af hverju erum við að funda án Rússa? Þið vitið það, hvort sem ykkur líkar það betur eða verr, og það er kannski engin pólitísk rétthugsun fólgin í því, en við þurfum að stjórna þessari veröld. Og á vettvangi G7, sem var áður G8, hentu þau Rússum út. Þau ættu að leyfa Rússum að koma aftur inn. Rússar ættu að fá sæti við borðið,“ sagði Trump. Rússar virðast hins vegar ekki hafa eins mikinn áhuga og Trump. Dmítrí Peskov, fjölmiðlafulltrúi Rússlandsstjórnar, var áhugalítill þegar blaðamenn spurðu hann út í orð Trumps. „Við erum að einbeita okkur að öðru,“ sagði Peskov sem var í fylgd Vladímírs Pútín forseta í Kína. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Líkt og svo oft áður voru allra augu á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar hann mætti á fund leiðtoga G7-ríkjanna í bænum La Malbaie í Quebec í Kanada í gær. Undanfarnar vikur hafa Bandaríkin átt í útistöðum við Evrópusambandsríki, Mexíkó og Kanada vegna tolla sem Bandaríkin settu á ál og stál sem og mótvægisaðgerða fyrrnefndra ríkja. Á leið til fundar sagði Trump að hann myndi taka á „ósanngjörnum viðskiptaháttum“ Evrópusambandsins og Kanada. „Við munum ræða um þessa ósanngjörnu viðskiptahætti. Ef þú skoðar hvað Kanada, Mexíkó og Evrópusambandið hafa verið að gera okkur undanfarna áratugi. Við verðum að breyta því. Og þau skilja að það er að fara að gerast,“ sagði forsetinn. En tollamálin eru ekki eini ásteytingarsteinninn í samskiptum Bandaríkjanna og annarra stórvelda um þessar mundir. Langt er á milli Trumps og annarra leiðtoga G7-ríkjanna þegar kemur að kjarnorkusamningnum við Íran og loftslagsmálunum. Þá sagði Trump einnig að Rússar ættu að fá að koma aftur að borðinu. Rússum var vikið úr hópnum, sem þá kallaðist G8, árið 2014 eftir innlimun Krímskaga. Ríkin sem eftir standa eru Kanada, Bandaríkin, Ítalía, Frakkland, Japan, Þýskaland og Bretland. „Rússland ætti að vera á fundinum. Af hverju erum við að funda án Rússa? Þið vitið það, hvort sem ykkur líkar það betur eða verr, og það er kannski engin pólitísk rétthugsun fólgin í því, en við þurfum að stjórna þessari veröld. Og á vettvangi G7, sem var áður G8, hentu þau Rússum út. Þau ættu að leyfa Rússum að koma aftur inn. Rússar ættu að fá sæti við borðið,“ sagði Trump. Rússar virðast hins vegar ekki hafa eins mikinn áhuga og Trump. Dmítrí Peskov, fjölmiðlafulltrúi Rússlandsstjórnar, var áhugalítill þegar blaðamenn spurðu hann út í orð Trumps. „Við erum að einbeita okkur að öðru,“ sagði Peskov sem var í fylgd Vladímírs Pútín forseta í Kína.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira