Benedikt Guðmundsson líkir stuðningsmönnum Stólanna við Ragnar Reykás Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2018 13:44 Brynjar Þór Björnsson í leik með KR á móti Tindastól. vísir/ernir Hinn margreyndi körfuboltaþjálfari Benedikt Guðmundsson freistaðist til að skjóta aðeins á stuðningsmenn Tindastóls á Twitter þegar fréttist af skiptum Brynjars Þórs Björnssonar frá KR til Tindastóls. Brynjar skrifaði undir samning við Tindastól í dag og kveður Vesturbæinn eftir þrettán tímabil með KR-liðinu. Enginn annar hefur spilað fleiri leiki, skorað fleiri stig eða orðið oftast Íslandsmeistari með KR en eimitt Brynjar. Benedikt Guðmundsson er einn af mönnunum á bak við gullkynslóð KR-liðsins sem hefur nú unnið Íslandsmeistaratitilinn fimm ár í röð. Hann kom kvennaliði KR aftur í hóp þeirra bestu á nýloknu tímabili. Benedikt líkir stuðningsmönnum Stólanna við Ragnar Reykás í umræddri færslu sinni á Twitter en mikið var gert úr óánægju Tindastólsfólksins með Brynjar Þór Björnsson í lokaúrslitunum í vor. KR vann þá 3-1 sigur á Tindastól og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn en þetta var enn eitt árið sem meistaradraumar Sólanna deyja í höndunum á KR-ingum. Ragnar Reykás er ein þekktasta persóna Spaugstofunnar en þessi lágvaxni alþýðumaður var búinn til og leikinn af Sigurði Sigurjónssyni. Ragnar hefur miklar skoðanir á málunum en í miðjum viðtölunum við hann þá gerist eitthvað sem verður til þess að hann skiptir snögglega og algjörlega um skoðun. Hér fyrir neðan má sjá þessa broslegu færslu Benna á Twitter.Sumir stuðningsmenn Tindastóls fyrir rúmum mánuði: ,,Þetta er meiri helv ruddinn þessi Brynjar. Hann á ekki heima á körfuboltavelli.” Sömu stuðningsmenn í dag: ,,Frábært að fá þennan frábæra leikmann. Núna verðum við Íslandsmeistarar.”#körfuboltipic.twitter.com/JRC7JWZPyj — Benedikt Guðmundsson (@BenediktGumund1) June 7, 2018 Dominos-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Sjá meira
Hinn margreyndi körfuboltaþjálfari Benedikt Guðmundsson freistaðist til að skjóta aðeins á stuðningsmenn Tindastóls á Twitter þegar fréttist af skiptum Brynjars Þórs Björnssonar frá KR til Tindastóls. Brynjar skrifaði undir samning við Tindastól í dag og kveður Vesturbæinn eftir þrettán tímabil með KR-liðinu. Enginn annar hefur spilað fleiri leiki, skorað fleiri stig eða orðið oftast Íslandsmeistari með KR en eimitt Brynjar. Benedikt Guðmundsson er einn af mönnunum á bak við gullkynslóð KR-liðsins sem hefur nú unnið Íslandsmeistaratitilinn fimm ár í röð. Hann kom kvennaliði KR aftur í hóp þeirra bestu á nýloknu tímabili. Benedikt líkir stuðningsmönnum Stólanna við Ragnar Reykás í umræddri færslu sinni á Twitter en mikið var gert úr óánægju Tindastólsfólksins með Brynjar Þór Björnsson í lokaúrslitunum í vor. KR vann þá 3-1 sigur á Tindastól og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn en þetta var enn eitt árið sem meistaradraumar Sólanna deyja í höndunum á KR-ingum. Ragnar Reykás er ein þekktasta persóna Spaugstofunnar en þessi lágvaxni alþýðumaður var búinn til og leikinn af Sigurði Sigurjónssyni. Ragnar hefur miklar skoðanir á málunum en í miðjum viðtölunum við hann þá gerist eitthvað sem verður til þess að hann skiptir snögglega og algjörlega um skoðun. Hér fyrir neðan má sjá þessa broslegu færslu Benna á Twitter.Sumir stuðningsmenn Tindastóls fyrir rúmum mánuði: ,,Þetta er meiri helv ruddinn þessi Brynjar. Hann á ekki heima á körfuboltavelli.” Sömu stuðningsmenn í dag: ,,Frábært að fá þennan frábæra leikmann. Núna verðum við Íslandsmeistarar.”#körfuboltipic.twitter.com/JRC7JWZPyj — Benedikt Guðmundsson (@BenediktGumund1) June 7, 2018
Dominos-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Sjá meira