Vladímír Pútín forspár Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. júní 2018 06:00 Vladímír Pútín segist hafa haft rétt fyrir sér. Vísir/AFP Vladímír Pútín Rússlandsforseti sagðist í gær hafa varað Evrópu, Kanada og Mexíkó við því að Bandaríkin myndu ná sér niðri á þeim líkt og þau gera núna með nýjum viðskiptatollum. Ummælin lét Pútín falla í árlegum símatíma með rússnesku þjóðinni sem sýnt var frá í sjónvarpi. „Árið 2007 sagði ég í München að Bandaríkin væru að útvíkka lögsögu sína út fyrir landamæri sín og sagði það óásættanlegt. Þetta er að gerast núna, ekki bara í okkar garð heldur bitnar þetta á vinum okkar í Evrópu og víðar,“ sagði Pútín og líkti tollunum við þær viðskiptaþvinganir sem Bandaríkin hafa sett á Rússa. Rússinn var jafnframt spurður um möguleikann á þriðju heimsstyrjöldinni, sem hann sagði að myndi marka endalok mannlegrar siðmenningar, yrði hún háð. „Hættan á sameiginlegri gereyðingu hefur alltaf haldið aftur af stórveldum heimsins og knúið þau til að virða hvert annað. Úrsagnir Bandaríkjamanna úr samningum, til að mynda um eldflaugakerfi, eru tilraun til að binda enda á það jafnvægi sem hefur ríkt,“ sagði Pútín í svari sínu við spurningunni. Þá sagði Pútín að þótt ekki stefndi í fleiri meiri háttar hernaðaraðgerðir Rússa í Sýrlandi væri ekki á dagskrá að draga úr viðveru Rússa þar í landi í bili. Ekki væri þó stefnt að því að hafa þar varanlega viðveru. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rússar styðja Kim í að halda kjarnavopnum sínum í bili Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hitti í dag Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Þetta er í fyrsta sinn sem svo hátt settur rússneskur ráðamaður hittir Kim. 31. maí 2018 15:00 Segja þvinganirnar glæp Viðskiptaþvinganir sem Bandaríkin innleiddu gegn Venesúelamönnum í kjölfar forsetakosninga helgarinnar eru "glæpur gegn mannkyninu“. 23. maí 2018 06:00 Pútín segist ekki vilja sundra ESB Rússlandsforsetinn Vladímír Pútín segir það ekki markmið sitt að kljúfa Evrópusambandið í herðar niður. 5. júní 2018 06:48 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Sjá meira
Vladímír Pútín Rússlandsforseti sagðist í gær hafa varað Evrópu, Kanada og Mexíkó við því að Bandaríkin myndu ná sér niðri á þeim líkt og þau gera núna með nýjum viðskiptatollum. Ummælin lét Pútín falla í árlegum símatíma með rússnesku þjóðinni sem sýnt var frá í sjónvarpi. „Árið 2007 sagði ég í München að Bandaríkin væru að útvíkka lögsögu sína út fyrir landamæri sín og sagði það óásættanlegt. Þetta er að gerast núna, ekki bara í okkar garð heldur bitnar þetta á vinum okkar í Evrópu og víðar,“ sagði Pútín og líkti tollunum við þær viðskiptaþvinganir sem Bandaríkin hafa sett á Rússa. Rússinn var jafnframt spurður um möguleikann á þriðju heimsstyrjöldinni, sem hann sagði að myndi marka endalok mannlegrar siðmenningar, yrði hún háð. „Hættan á sameiginlegri gereyðingu hefur alltaf haldið aftur af stórveldum heimsins og knúið þau til að virða hvert annað. Úrsagnir Bandaríkjamanna úr samningum, til að mynda um eldflaugakerfi, eru tilraun til að binda enda á það jafnvægi sem hefur ríkt,“ sagði Pútín í svari sínu við spurningunni. Þá sagði Pútín að þótt ekki stefndi í fleiri meiri háttar hernaðaraðgerðir Rússa í Sýrlandi væri ekki á dagskrá að draga úr viðveru Rússa þar í landi í bili. Ekki væri þó stefnt að því að hafa þar varanlega viðveru.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rússar styðja Kim í að halda kjarnavopnum sínum í bili Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hitti í dag Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Þetta er í fyrsta sinn sem svo hátt settur rússneskur ráðamaður hittir Kim. 31. maí 2018 15:00 Segja þvinganirnar glæp Viðskiptaþvinganir sem Bandaríkin innleiddu gegn Venesúelamönnum í kjölfar forsetakosninga helgarinnar eru "glæpur gegn mannkyninu“. 23. maí 2018 06:00 Pútín segist ekki vilja sundra ESB Rússlandsforsetinn Vladímír Pútín segir það ekki markmið sitt að kljúfa Evrópusambandið í herðar niður. 5. júní 2018 06:48 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Sjá meira
Rússar styðja Kim í að halda kjarnavopnum sínum í bili Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hitti í dag Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Þetta er í fyrsta sinn sem svo hátt settur rússneskur ráðamaður hittir Kim. 31. maí 2018 15:00
Segja þvinganirnar glæp Viðskiptaþvinganir sem Bandaríkin innleiddu gegn Venesúelamönnum í kjölfar forsetakosninga helgarinnar eru "glæpur gegn mannkyninu“. 23. maí 2018 06:00
Pútín segist ekki vilja sundra ESB Rússlandsforsetinn Vladímír Pútín segir það ekki markmið sitt að kljúfa Evrópusambandið í herðar niður. 5. júní 2018 06:48