Skora á ríkisstjórnina að „gera upp skuld sína við Þjóðkirkjuna“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júní 2018 11:55 Kópavogskirkja er innan Reykjavíkurprófastskjördæmis eystra, sem jafnframt er stærsta prófastsdæmi landsins. VÍSIR/STEFÁN Héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra, sem haldinn var í Guðríðarkirkju þann 30. maí síðastliðinn, skorar á ríkisstjórnina að leiðrétta sóknargjöld í þá upphæð sem þau eiga að vera samkvæmt lögum og „gera upp skuld sína við Þjóðkirkjuna vegna skerðingar sóknargjalda undanfarin tíu ár.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá héraðsfundinum, sem jafnframt er aðalfundur prófastsdæmisins. Í tilkynningu segir að ekki sé von á leiðréttingu á „þeirri gríðarlegu skerðingu sóknargjaldsins sem viðgengist hefur frá árinu 2009.“ Þá hafi skerðingin leitt til þess að sóknargjaldið sé nú 931 króna á mánuði fyrir hvern meðlim en „ætti skv. lögum að vera 1556 krónur eða 625 krónum hærra á mánuði.“Sjá einnig: Framlög til þjóðkirkjunnar aukast „Nú er svo komið, að ákveðnir söfnuðir virðast endanlega vera að komast í þrot fjárhagslega. Sumir söfnuðir hafa ekki getað sinnt brýnasta viðhaldi eigna og eru nú, nærri tíu árum eftir hrunið, að segja upp starfsfólki, lækka starfshlutfall og draga úr starfi,“ segir í tilkynningu enda hafi sóknargjaldið aðeins hækkað um 59 kr. á mánuði frá árinu 2008 eða um 6,8%. Vísitala neysluverðs hafi hins vegar hækkað um u.þ.b. 60,2% á sama tíma. Því sé ákaflega brýnt að viðræður ríkisvaldsins við kirkjuna um fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju verði til lykta leiddar sem allra fyrst. Þjóðkirkjumeðlimir í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra eru um 63 þúsund talsins og er það því fjölmennasta prófastsdæmi landsins. Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Meðlimum í þjóðkirkjunni fækkar enn Rúmlega sex hundruð fleiri gengu úr kirkjunni en í hana á fyrsta ársfjórðungi 2018. 14. apríl 2018 08:00 Biskup Íslands segir ríkið vera í aðför að kirkjunni Íslenska þjóðkirkjan íhugar að stefna ríkinu fyrir vangoldin sóknargjöld. 25. janúar 2017 07:00 Kirkjusóknir reknar með miklum hagnaði 15. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra, sem haldinn var í Guðríðarkirkju þann 30. maí síðastliðinn, skorar á ríkisstjórnina að leiðrétta sóknargjöld í þá upphæð sem þau eiga að vera samkvæmt lögum og „gera upp skuld sína við Þjóðkirkjuna vegna skerðingar sóknargjalda undanfarin tíu ár.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá héraðsfundinum, sem jafnframt er aðalfundur prófastsdæmisins. Í tilkynningu segir að ekki sé von á leiðréttingu á „þeirri gríðarlegu skerðingu sóknargjaldsins sem viðgengist hefur frá árinu 2009.“ Þá hafi skerðingin leitt til þess að sóknargjaldið sé nú 931 króna á mánuði fyrir hvern meðlim en „ætti skv. lögum að vera 1556 krónur eða 625 krónum hærra á mánuði.“Sjá einnig: Framlög til þjóðkirkjunnar aukast „Nú er svo komið, að ákveðnir söfnuðir virðast endanlega vera að komast í þrot fjárhagslega. Sumir söfnuðir hafa ekki getað sinnt brýnasta viðhaldi eigna og eru nú, nærri tíu árum eftir hrunið, að segja upp starfsfólki, lækka starfshlutfall og draga úr starfi,“ segir í tilkynningu enda hafi sóknargjaldið aðeins hækkað um 59 kr. á mánuði frá árinu 2008 eða um 6,8%. Vísitala neysluverðs hafi hins vegar hækkað um u.þ.b. 60,2% á sama tíma. Því sé ákaflega brýnt að viðræður ríkisvaldsins við kirkjuna um fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju verði til lykta leiddar sem allra fyrst. Þjóðkirkjumeðlimir í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra eru um 63 þúsund talsins og er það því fjölmennasta prófastsdæmi landsins.
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Meðlimum í þjóðkirkjunni fækkar enn Rúmlega sex hundruð fleiri gengu úr kirkjunni en í hana á fyrsta ársfjórðungi 2018. 14. apríl 2018 08:00 Biskup Íslands segir ríkið vera í aðför að kirkjunni Íslenska þjóðkirkjan íhugar að stefna ríkinu fyrir vangoldin sóknargjöld. 25. janúar 2017 07:00 Kirkjusóknir reknar með miklum hagnaði 15. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Meðlimum í þjóðkirkjunni fækkar enn Rúmlega sex hundruð fleiri gengu úr kirkjunni en í hana á fyrsta ársfjórðungi 2018. 14. apríl 2018 08:00
Biskup Íslands segir ríkið vera í aðför að kirkjunni Íslenska þjóðkirkjan íhugar að stefna ríkinu fyrir vangoldin sóknargjöld. 25. janúar 2017 07:00