Nýr forstjóri NASA búinn að skipta um skoðun á loftslagsbreytingum Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2018 10:23 Bridenstine vefengdi loftslagsvísindi eins og flokkssystkini sín þegar hann var þingmaður. Nú segir hann að honum sé orðið ljóst að menn beri ábyrgð á loftslagsbreytingum. Vísir/EPA Fyrrverandi þingmaður repúblikana sem tók við stöðu forstjóra bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA í vor segist nú gera sér grein fyrir að losun manna á gróðurhúsalofttegundum sé orsök loftslagsbreytinga. Hann hafi skipt um skoðun frá því að hann lýsti efasemdum um loftslagsvísindi. Bandaríkjaþing staðfesti skipan James Bridenstine sem forstjóra NASA í síðasta mánuði með minnsta mögulega mun. Demókratar gagnrýndu að hann skorti reynslu af stjórnun og bakgrunn í vísindum. Margir rifjuðu einnig upp umdeild ummæli Bridenstine þegar hann var þingmaður Oklahoma-ríkis þar sem hann vefengdi loftslagsvísindi. Í þingræðu árið 2013 fullyrti hann meðal annars ranglega að meðalhiti jarðar hefði hætt að hækka fyrir tíu árum. Bridenstine sagði þingnefndinni sem fjallaði um skipan hans að skoðanir hans á loftslagsbreytingum hefðu „þróast“ frá því að hann lét þau ummæli falla. Nú samþykkti hann að losun manna væri orsök hnattrænnar hlýnunar.Hlustaði á sérfræðinga og las sér til Í flestum löndum þætti það ekki í frásögu færandi að yfirmaður vísindastofnunar sem rannsakar loftslagsbreytingar trúi niðurstöðum hennar. Stór hluti Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum hefur hins vegar lengi sáð fræjum efasemda um loftslagsvísindi. Ríkisstjórn Donalds Trump hefur jafnframt stigið fjölda skrefa til að gera lítið úr loftslagsbreytingum og vinda ofan af aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. The Guardian sagði frá því á dögunum að NASA hefði dregið verulega úr magni upplýsinga um loftslagsbreytingar sem stofnunin deilir með almenningi eftir að Trump tók við sem forseti í fyrra. Hafði blaðið eftir fyrrverandi starfsmanni NASA sem sá um að deila efni á samfélagsmiðlum að hún hefði verið vöruð við því að nota hugtakið „loftslagsbreytingar“ af yfirboðurum sínum. Í viðtali við Washington Post í gær sagði Bridenstine að það hafi ekki verið neitt eitt sem taldi honum hughvarf um loftslagsbreytingar. Þegar hann var formaður umhverfisnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefði hann hlusta að framburð fjölda vitna, hann hafi heyrt í sérfræðingum og lesið sér mikið til. „Ég komst að þeirri niðurstöðu sjálfur að koltvísýringur væri gróðurhúsalofttegund sem við erum að setja út í lofthjúpinn í miklu magni og þess vegna höfum við lagt til þeirrar hnattrænu hlýnunar sem við höfum séð. Og við höfum gert það á virkilega umtalsverðan hátt,“ segir Bridenstine. Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28 Flestir þeirra sem Trump tilnefnir í vísindastöður eru ekki með æðri vísindamenntun Þeir sem eru með æðri menntun í vísindum hafa í mörgum tilfellum verið tengdir iðnaðinum sem þeir eiga nú að hafa eftirlit með fyrir hönd stjórnvalda. 6. desember 2017 16:15 Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39 Efasemdamaður um loftslagsbreytingar tilnefndur í forstjórastól NASA Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn sem gegnir embættinu. 3. september 2017 09:43 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Fyrrverandi þingmaður repúblikana sem tók við stöðu forstjóra bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA í vor segist nú gera sér grein fyrir að losun manna á gróðurhúsalofttegundum sé orsök loftslagsbreytinga. Hann hafi skipt um skoðun frá því að hann lýsti efasemdum um loftslagsvísindi. Bandaríkjaþing staðfesti skipan James Bridenstine sem forstjóra NASA í síðasta mánuði með minnsta mögulega mun. Demókratar gagnrýndu að hann skorti reynslu af stjórnun og bakgrunn í vísindum. Margir rifjuðu einnig upp umdeild ummæli Bridenstine þegar hann var þingmaður Oklahoma-ríkis þar sem hann vefengdi loftslagsvísindi. Í þingræðu árið 2013 fullyrti hann meðal annars ranglega að meðalhiti jarðar hefði hætt að hækka fyrir tíu árum. Bridenstine sagði þingnefndinni sem fjallaði um skipan hans að skoðanir hans á loftslagsbreytingum hefðu „þróast“ frá því að hann lét þau ummæli falla. Nú samþykkti hann að losun manna væri orsök hnattrænnar hlýnunar.Hlustaði á sérfræðinga og las sér til Í flestum löndum þætti það ekki í frásögu færandi að yfirmaður vísindastofnunar sem rannsakar loftslagsbreytingar trúi niðurstöðum hennar. Stór hluti Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum hefur hins vegar lengi sáð fræjum efasemda um loftslagsvísindi. Ríkisstjórn Donalds Trump hefur jafnframt stigið fjölda skrefa til að gera lítið úr loftslagsbreytingum og vinda ofan af aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. The Guardian sagði frá því á dögunum að NASA hefði dregið verulega úr magni upplýsinga um loftslagsbreytingar sem stofnunin deilir með almenningi eftir að Trump tók við sem forseti í fyrra. Hafði blaðið eftir fyrrverandi starfsmanni NASA sem sá um að deila efni á samfélagsmiðlum að hún hefði verið vöruð við því að nota hugtakið „loftslagsbreytingar“ af yfirboðurum sínum. Í viðtali við Washington Post í gær sagði Bridenstine að það hafi ekki verið neitt eitt sem taldi honum hughvarf um loftslagsbreytingar. Þegar hann var formaður umhverfisnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefði hann hlusta að framburð fjölda vitna, hann hafi heyrt í sérfræðingum og lesið sér mikið til. „Ég komst að þeirri niðurstöðu sjálfur að koltvísýringur væri gróðurhúsalofttegund sem við erum að setja út í lofthjúpinn í miklu magni og þess vegna höfum við lagt til þeirrar hnattrænu hlýnunar sem við höfum séð. Og við höfum gert það á virkilega umtalsverðan hátt,“ segir Bridenstine.
Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28 Flestir þeirra sem Trump tilnefnir í vísindastöður eru ekki með æðri vísindamenntun Þeir sem eru með æðri menntun í vísindum hafa í mörgum tilfellum verið tengdir iðnaðinum sem þeir eiga nú að hafa eftirlit með fyrir hönd stjórnvalda. 6. desember 2017 16:15 Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39 Efasemdamaður um loftslagsbreytingar tilnefndur í forstjórastól NASA Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn sem gegnir embættinu. 3. september 2017 09:43 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28
Flestir þeirra sem Trump tilnefnir í vísindastöður eru ekki með æðri vísindamenntun Þeir sem eru með æðri menntun í vísindum hafa í mörgum tilfellum verið tengdir iðnaðinum sem þeir eiga nú að hafa eftirlit með fyrir hönd stjórnvalda. 6. desember 2017 16:15
Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39
Efasemdamaður um loftslagsbreytingar tilnefndur í forstjórastól NASA Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn sem gegnir embættinu. 3. september 2017 09:43