Nei, ekki ljósaperu! Fjalar Sigurðarson skrifar 7. júní 2018 07:00 Hún er lífseig sú árátta að skreyta umræðu um nýsköpun með mynd af glóperu, gömlu góðu ljósaperunni. Margt gefur tilefni til að endurskoða þessa klisju. Í fyrsta lagi þá þrengja klisjur að hugsun. Þegar seilst er eftir klisju sleppir fólk því að hugsa, situr fast í gömlu fari og missir af tækifæri til að fá nýjar og spennandi hugmyndir. Glóperan er aldargömul og er tákn um úrelta og orkufreka tækni á hraðri útleið. En meginástæðan fyrir því að glópera hentar illa sem tákn fyrir nýsköpun er að nýsköpun þarf alls ekki að vera uppfinning. Nýnæmið er oft fólgið í því að nota þekkta tækni eða hugmyndir á nýjan hátt. Með því að vitna ítrekað í glóperu Edisons er nýsköpun jafnað við uppfinningu, og það enga smá uppfinningu. Mark nýsköpunar er þannig sett svo hátt að samlíkingin gæti dregið kjark úr þeim sem ætla sér ekki endilega að gjörbylta lífsháttum margra kynslóða. Snjallt hugvitsfólk þarf ekki að bera sig saman við Edison eða aðra uppfinningamenn. Hagnýtar og snjallar lausnir koma í öllum stærðum og gerðum. Fyrsta skrefið er að móta hugmyndina og kynna sér skrefin sem þarf að stíga og í hvaða röð þarf að stíga þau.Heimsækið vefinn okkar Á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands www.nmi.is er mikið af hentugu efni til að kynna sér og fara í gegnum þegar unnið er með nýsköpun og nýjar hugmyndir. Auk upplýsinga eru þar sniðmát fyrir hugmyndavinnu og reiknilíkön fyrir rekstrar- og viðskiptaáætlanir. Fyrsta skref þitt sem frumkvöðull ætti að vera að heimsækja vefinn okkar www.nmi.is – og stíga fyrstu skrefin í að útfæra hugmyndina þína, hversu stór eða smá sem hún er. Útfærslan og nánari vinna er sú deigla sem mun skera úr um gildi hugmyndarinnar. Og hún þarf alls ekki að vera glópera.Höfundur er markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hún er lífseig sú árátta að skreyta umræðu um nýsköpun með mynd af glóperu, gömlu góðu ljósaperunni. Margt gefur tilefni til að endurskoða þessa klisju. Í fyrsta lagi þá þrengja klisjur að hugsun. Þegar seilst er eftir klisju sleppir fólk því að hugsa, situr fast í gömlu fari og missir af tækifæri til að fá nýjar og spennandi hugmyndir. Glóperan er aldargömul og er tákn um úrelta og orkufreka tækni á hraðri útleið. En meginástæðan fyrir því að glópera hentar illa sem tákn fyrir nýsköpun er að nýsköpun þarf alls ekki að vera uppfinning. Nýnæmið er oft fólgið í því að nota þekkta tækni eða hugmyndir á nýjan hátt. Með því að vitna ítrekað í glóperu Edisons er nýsköpun jafnað við uppfinningu, og það enga smá uppfinningu. Mark nýsköpunar er þannig sett svo hátt að samlíkingin gæti dregið kjark úr þeim sem ætla sér ekki endilega að gjörbylta lífsháttum margra kynslóða. Snjallt hugvitsfólk þarf ekki að bera sig saman við Edison eða aðra uppfinningamenn. Hagnýtar og snjallar lausnir koma í öllum stærðum og gerðum. Fyrsta skrefið er að móta hugmyndina og kynna sér skrefin sem þarf að stíga og í hvaða röð þarf að stíga þau.Heimsækið vefinn okkar Á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands www.nmi.is er mikið af hentugu efni til að kynna sér og fara í gegnum þegar unnið er með nýsköpun og nýjar hugmyndir. Auk upplýsinga eru þar sniðmát fyrir hugmyndavinnu og reiknilíkön fyrir rekstrar- og viðskiptaáætlanir. Fyrsta skref þitt sem frumkvöðull ætti að vera að heimsækja vefinn okkar www.nmi.is – og stíga fyrstu skrefin í að útfæra hugmyndina þína, hversu stór eða smá sem hún er. Útfærslan og nánari vinna er sú deigla sem mun skera úr um gildi hugmyndarinnar. Og hún þarf alls ekki að vera glópera.Höfundur er markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar