Erlent

Enn mótmælt í Jórdaníu

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Mótmælendur segja að nú verði ekki aftur snúið.
Mótmælendur segja að nú verði ekki aftur snúið. Vísir/AP
Þrátt fyrir að Abdúlla Jórdaníukonungur hafi skipt um forsætisráðherra vegna mikillar andstöðu almennings við fyrirhugaðar skattahækkanir og hávær mótmæli er enn mótmælt á götum höfuðborgarinnar Amman, sem og víðar.

Mótmælin hófust í síðustu viku og fóru rúmlega þrjátíu verkalýðsfélög í allsherjarverkfall í mótmælaskyni. Þegar Abdúlla konungur skipaði Omar al-Razzaz, sem áður starfaði sem hagfræðingur hjá Alþjóðabankanum, á miðvikudag lægði öldurnar nokkuð.

Enn eru þó nokkur verkalýðsfélög í allsherjarverkfalli og voru ýmsar verslanir og apótek lokuð í höfuðborginni í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×