WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júní 2018 08:28 Gengi íslensku flugfélaganna er ólíkt í nýrri úttekt Air Help. Vísir/Vilhelm Flugfélagið WOW Air er í neðsta sæti á nýjum lista fyrirtækisins AirHelp yfir bestu flugfélög heims. Fyrirtækið, sem sérhæfir sig í að aðstoða fólk við að sækja bætur frá flugfélögum, greinir árlega frá því hvaða flugfélög þykja þau bestu í heiminum þegar kemur að stundvísi, gæðum þjónustu og viðbrögðum við kvörtunum. Íslensku flugfélögin WOW og Icelandair rata bæði á hinn 72 flugfélaga lista AirHelp, sem opinberaður var á dögunum. Gengi þeirra er þó ólíkt, Icelandair ratar í 45. sæti listans en WOW rekur lestina og er í neðsta sætinu, því 72. AirHelp veitir flugfélögum einkunn út frá þremur, jafn veigamiklum kvörðum. Sá fyrsti er stundvísi en í útskýringu á vefsíðu félagsins eru skekkjumörkin sögð 15 mínútur. Leggi 85 prósent flugferða tiltekins félags af stað á réttum tíma hlýtur félagið einkunnina 8.5 í þessum lið.Íslensku flugfélögin hlutu sambærilega einkunn á þessum kvarða, Icelandair hlaut 7,8 í einkunn og WOW 7,5. Næsti kvarði lýtur að gæði þjónustunnar sem flugfélögin veita. AirHelp segir að þessi liður byggi á margvíslegum gögnum, þar með töldum þúsundum athugasemda frá viðskiptavinum. Þegar kemur að gæðum þjónustunnar hlaut Icelandair einkunnina 6,3 og WOW fékk 6,0. Aftur mjög sambærileg einkunn. Síðasti kvarðinn, viðbrögð við kvörtunum, byggir á þremur þáttum að sögn AirHelp: Hversu hratt flugfélag bregst við ábendingum, hversu skilvirkt flugfélagið er að vinna úr kvörtunum og hvað það er síðan lengi að greiða út bætur til farþega. Hér er hins vegar nokkur munur á einkunnum íslensku félaganna. Icelandair hlýtur einkunnina 8 fyrir viðbrögð sín við kvörtunum en WOW ekki nema 1,7. Aðeins Royal Jordanian Airlines og Easyjet fá lægri einkunn en WOW í þessum lið. Heildareinkunn Icelandair er 7,36 en WOW hlýtur heildareinkunnina 5,04 - sem er sú lægsta af flugfélögunum 72. Bestu flugfélögin, út frá þessum þremur kvörðum AirHelp, eru Qatar Airways sem fær 9,08 í heildareinkunn, Lufthansa með 8,57 og Etihad Airways sem hlaut 8,3.Með því að smella hér má nánar fræðast um mat AirHelp. Listann í heild sinni má svo nálgast hér. Fréttir af flugi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Flugfélagið WOW Air er í neðsta sæti á nýjum lista fyrirtækisins AirHelp yfir bestu flugfélög heims. Fyrirtækið, sem sérhæfir sig í að aðstoða fólk við að sækja bætur frá flugfélögum, greinir árlega frá því hvaða flugfélög þykja þau bestu í heiminum þegar kemur að stundvísi, gæðum þjónustu og viðbrögðum við kvörtunum. Íslensku flugfélögin WOW og Icelandair rata bæði á hinn 72 flugfélaga lista AirHelp, sem opinberaður var á dögunum. Gengi þeirra er þó ólíkt, Icelandair ratar í 45. sæti listans en WOW rekur lestina og er í neðsta sætinu, því 72. AirHelp veitir flugfélögum einkunn út frá þremur, jafn veigamiklum kvörðum. Sá fyrsti er stundvísi en í útskýringu á vefsíðu félagsins eru skekkjumörkin sögð 15 mínútur. Leggi 85 prósent flugferða tiltekins félags af stað á réttum tíma hlýtur félagið einkunnina 8.5 í þessum lið.Íslensku flugfélögin hlutu sambærilega einkunn á þessum kvarða, Icelandair hlaut 7,8 í einkunn og WOW 7,5. Næsti kvarði lýtur að gæði þjónustunnar sem flugfélögin veita. AirHelp segir að þessi liður byggi á margvíslegum gögnum, þar með töldum þúsundum athugasemda frá viðskiptavinum. Þegar kemur að gæðum þjónustunnar hlaut Icelandair einkunnina 6,3 og WOW fékk 6,0. Aftur mjög sambærileg einkunn. Síðasti kvarðinn, viðbrögð við kvörtunum, byggir á þremur þáttum að sögn AirHelp: Hversu hratt flugfélag bregst við ábendingum, hversu skilvirkt flugfélagið er að vinna úr kvörtunum og hvað það er síðan lengi að greiða út bætur til farþega. Hér er hins vegar nokkur munur á einkunnum íslensku félaganna. Icelandair hlýtur einkunnina 8 fyrir viðbrögð sín við kvörtunum en WOW ekki nema 1,7. Aðeins Royal Jordanian Airlines og Easyjet fá lægri einkunn en WOW í þessum lið. Heildareinkunn Icelandair er 7,36 en WOW hlýtur heildareinkunnina 5,04 - sem er sú lægsta af flugfélögunum 72. Bestu flugfélögin, út frá þessum þremur kvörðum AirHelp, eru Qatar Airways sem fær 9,08 í heildareinkunn, Lufthansa með 8,57 og Etihad Airways sem hlaut 8,3.Með því að smella hér má nánar fræðast um mat AirHelp. Listann í heild sinni má svo nálgast hér.
Fréttir af flugi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira