Bátasmiðjan Rafnar hættir rekstri á Íslandi Kristinn Ingi Jónsson og Sveinn Arnarsson skrifa 6. júní 2018 06:00 Fyrirtækið hefur hannað byltingarkenndan skrokk sem vakið hefur heilmikla athygli erlendis Vísir/Stefán Bátasmiðjan Rafnar ehf. hefur sagt upp öllu starfsfólki sínu og flytur fyrirtækið til útlanda. Í rúman áratug hefur fyrirtækið þróað, hannað og smíðað nýja tegund báta og hefur skrokkhönnun þeirra náð athygli erlendra aðila. Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Rafnars, segir þetta erfiða en nauðsynlega aðgerð í þróun fyrirtækisins. „Það má segja að fyrirtækið sé að slíta barnskónum og er að verða að fullvaxta einstaklingi. Markaður fyrirtækisins er erlendis og það er erfitt að standa í þessum rekstri hér á landi og eiga við íslenskan gjaldmiðil,“ segir Björn í samtali við Markaðinn. Síðustu ár hafa frumgerðir báta fyrirtækisins verið smíðaðar á Kársnesi í Kópavogi og í framhaldi hafa bátarnir verið kynntir og seldir innlendum aðilum á borð við Landhelgisgæslu Íslands og til ýmissa björgunarsveita, og til erlendra stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. „Við höfum fengið afar góðar viðtökur erlendis og þessi nýja hönnun okkar hefur reynst afar vel. Því eru núna uppi viðræður um að smíði þessara skipa verði fram haldið erlendis fyrir erlendan markað,“ segir Björn. Ekki samkeppnishæft um verð Ástæður þess að fyrirtækið hættir rekstri sínum hér á landi eru að mestu vegna erfiðra skilyrða í íslensku efnahagslífi, að sögn Björns. „Það umhverfi sem við búum við hér á landi, með sterku gengi krónunnar og að vera svona langt frá okkar meginmörkuðum, veldur því að við erum ekki samkeppnishæfir um verð,“ bætir Björn við. „Þessir þættir sem og og óhagstæð viðskiptakjör birgja fyrir lítinn íslenskan markað valda því að við þurfum að endurskoða fyrirtækið.“Hugarfóstur stoðtækjarisa Björn segir það þyngst að þurfa að segja upp því góða starfsfólki sem hefur starfað hjá fyrirtækinu. „Það er auðvitað sárast að þurfa að segja öllum upp og loka starfsstöðinni hér í Kópavogi. Hér munu allir starfsmenn hætta að mér meðtöldum. En því miður teljum við þetta skref óhjákvæmilegan hlut í þróun fyrirtækisins.“ Rafnar tapaði tæpum 436 milljónum króna árið 2016 en tapið var um 513 milljónir árið áður. Félagið hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir síðasta ár. Eignirnar námu rúmlega 663 milljónum króna í lok árs 2016 en á sama tíma var eigið fé um 368 milljónir og eiginfjárhlutfallið 56 prósent. Alls starfaði 21 starfsmaður hjá fyrirtækinu í lok síðasta árs. Rafnar er hugarfóstur Össurar Kristinssonar, stofnanda stoð tækjaframleiðandans Össurar, en hann hefur fjármagnað uppbyggingu fyrirtækisins frá stofnun árið 2005. Fram kom í Morgunblaðinu í desember í fyrra að heildarframlag Össurar til fyrirtækisins næmi um fimm milljörðum. Össur sagðist í viðtali við blaðið hafa óbilandi trú á fyrirtækinu og framleiðslunni sem það byggir grundvöll sinn á. Hins vegar væri komið að þeim tímapunkti að fleiri kæmu að enda væri það nauðsynlegt til þess að fyrirtækið gæti þróast áfram. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Aldrei meiri hætta á flutningi fyrirtækja úr landi Ekki örvænta – stærstu útflutningsfyrirtæki landsins voru ekki að tilkynna um flutning úr landi. 30. maí 2018 07:00 Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum 4. maí 2018 06:00 Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Bátasmiðjan Rafnar ehf. hefur sagt upp öllu starfsfólki sínu og flytur fyrirtækið til útlanda. Í rúman áratug hefur fyrirtækið þróað, hannað og smíðað nýja tegund báta og hefur skrokkhönnun þeirra náð athygli erlendra aðila. Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Rafnars, segir þetta erfiða en nauðsynlega aðgerð í þróun fyrirtækisins. „Það má segja að fyrirtækið sé að slíta barnskónum og er að verða að fullvaxta einstaklingi. Markaður fyrirtækisins er erlendis og það er erfitt að standa í þessum rekstri hér á landi og eiga við íslenskan gjaldmiðil,“ segir Björn í samtali við Markaðinn. Síðustu ár hafa frumgerðir báta fyrirtækisins verið smíðaðar á Kársnesi í Kópavogi og í framhaldi hafa bátarnir verið kynntir og seldir innlendum aðilum á borð við Landhelgisgæslu Íslands og til ýmissa björgunarsveita, og til erlendra stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. „Við höfum fengið afar góðar viðtökur erlendis og þessi nýja hönnun okkar hefur reynst afar vel. Því eru núna uppi viðræður um að smíði þessara skipa verði fram haldið erlendis fyrir erlendan markað,“ segir Björn. Ekki samkeppnishæft um verð Ástæður þess að fyrirtækið hættir rekstri sínum hér á landi eru að mestu vegna erfiðra skilyrða í íslensku efnahagslífi, að sögn Björns. „Það umhverfi sem við búum við hér á landi, með sterku gengi krónunnar og að vera svona langt frá okkar meginmörkuðum, veldur því að við erum ekki samkeppnishæfir um verð,“ bætir Björn við. „Þessir þættir sem og og óhagstæð viðskiptakjör birgja fyrir lítinn íslenskan markað valda því að við þurfum að endurskoða fyrirtækið.“Hugarfóstur stoðtækjarisa Björn segir það þyngst að þurfa að segja upp því góða starfsfólki sem hefur starfað hjá fyrirtækinu. „Það er auðvitað sárast að þurfa að segja öllum upp og loka starfsstöðinni hér í Kópavogi. Hér munu allir starfsmenn hætta að mér meðtöldum. En því miður teljum við þetta skref óhjákvæmilegan hlut í þróun fyrirtækisins.“ Rafnar tapaði tæpum 436 milljónum króna árið 2016 en tapið var um 513 milljónir árið áður. Félagið hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir síðasta ár. Eignirnar námu rúmlega 663 milljónum króna í lok árs 2016 en á sama tíma var eigið fé um 368 milljónir og eiginfjárhlutfallið 56 prósent. Alls starfaði 21 starfsmaður hjá fyrirtækinu í lok síðasta árs. Rafnar er hugarfóstur Össurar Kristinssonar, stofnanda stoð tækjaframleiðandans Össurar, en hann hefur fjármagnað uppbyggingu fyrirtækisins frá stofnun árið 2005. Fram kom í Morgunblaðinu í desember í fyrra að heildarframlag Össurar til fyrirtækisins næmi um fimm milljörðum. Össur sagðist í viðtali við blaðið hafa óbilandi trú á fyrirtækinu og framleiðslunni sem það byggir grundvöll sinn á. Hins vegar væri komið að þeim tímapunkti að fleiri kæmu að enda væri það nauðsynlegt til þess að fyrirtækið gæti þróast áfram.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Aldrei meiri hætta á flutningi fyrirtækja úr landi Ekki örvænta – stærstu útflutningsfyrirtæki landsins voru ekki að tilkynna um flutning úr landi. 30. maí 2018 07:00 Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum 4. maí 2018 06:00 Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Aldrei meiri hætta á flutningi fyrirtækja úr landi Ekki örvænta – stærstu útflutningsfyrirtæki landsins voru ekki að tilkynna um flutning úr landi. 30. maí 2018 07:00
Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum 4. maí 2018 06:00
Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00