WOW air sleppur við bætur vegna fugls Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. júní 2018 21:14 Flugi WOW var aflýst vegna skemmda á hreyfli vélarinnar. Vísir/Getty WOW air þarf ekki að greiða átta einstaklingum skaðabætur eftir að flugi flugfélagsins frá Kaupmannahafnar til Keflavíkur þann 23. október síðastliðinn var aflýst. Samgöngustofa hafnaði kröfu farþeganna. Fluginu var aflýst eftir að í ljós kom við skoðun á vélinni fyrir flugtak að alvarlegar skemmdir væru á öðrum hreyfli vélarinnar sem rekja mátti til áreksturs fugls við hreyfilinn.Líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma urðu nokkrar raskanir á leiðakerfi WOW air vegna bilunarinnar. Hluti farþega vélarinnar fékk far með öðru flugi um tólf tímum eftir áætlað flugtak en aðrir farþegar biðu í rúmlega sólarhring. Átta farþegar sem áttu bókað far með vélinni sendu inn fimm kvartanir til Samgöngustofu þar sem farið var fram á skaðabætur vegna þeirra tafa sem urðu á för þeirra vegna bilunarinnar.Flugfélagið telur sig ekki hafa stjórn á fuglum WOW air hafnaði bótaskyldu vegna allra kvartananna á þeim grundvelli að það atvik að fugl fari í hreyfil flokkist undir óviðráðanlegar aðstæður í skilningu laga. Fuglar séu hluti af náttúrunni, lúti ekki stjórn neins og að flugfélagið hafi engin úrræði til þess að koma í veg fyrir að fuglar fljúgi í hreyfla flugvéla flugfélagsins. Þá hafi flugfélagið einnig gert allt sem í sínu valdi stóð til að takmarka seinkunina. Í niðurstöðu Samgöngustofu segir stofnunin telji þau atvik þar sem fugl fer í hreyfil flugvélar vera tilviljanakennd og óviðráðanleg af hálfu viðkomandi flugfélags. Ómögulegt væri fyrir flugrekendur að afstýra slíkum atvikum. Því væri WOW air ekki skaðabótaskylt vegna þeirra tafa sem farþegarnir urðu fyrir. Segir einnig að það atvik sem olli því að fluginu var aflýst hafi gert flugvélina óflughæfa og því ekki óeðlilegt að verulega raskanir yrðu á flugferð þeirra sem kvörtuðu. WOW air hafi hins vegar gert sitt til þess að lágmarka neikvæðar afleiðingar bilunarinnar með því að bjóða farþegum endurgreiðslu eða að komast á ákvörðunarstað með öðru flugferðum sem áttu sér stað 12 eða 24 klukkutímum eftir upphaflegan brottfarartíma. Af þeim sem kvörtuðu voru tveir sem fengu far með seinni ferðinni og þurftu þeir því að bíða í 24 tíma. Þarf WOW air að greiða þeim kostnað vegna farar til og frá flugvelli, sem og dagpeninga og hótelkostnað, samtals 360 evrur, um 45 þúsund krónur. Niðurstöðu Samgöngustofu má sjá hér, hér, hér, hér og hér. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Farþegar Wow Air urðu eftir í París vegna fugls í Kaupmannahöfn "Þessar aðstæður urðu í raun enn erfiðari fyrir okkur því að ein af breiðþotum okkar er í reglubundnu viðhaldi en við hefðum annars getað nýtt hana til að leysa málið fyrr.“ 24. október 2017 15:59 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira
WOW air þarf ekki að greiða átta einstaklingum skaðabætur eftir að flugi flugfélagsins frá Kaupmannahafnar til Keflavíkur þann 23. október síðastliðinn var aflýst. Samgöngustofa hafnaði kröfu farþeganna. Fluginu var aflýst eftir að í ljós kom við skoðun á vélinni fyrir flugtak að alvarlegar skemmdir væru á öðrum hreyfli vélarinnar sem rekja mátti til áreksturs fugls við hreyfilinn.Líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma urðu nokkrar raskanir á leiðakerfi WOW air vegna bilunarinnar. Hluti farþega vélarinnar fékk far með öðru flugi um tólf tímum eftir áætlað flugtak en aðrir farþegar biðu í rúmlega sólarhring. Átta farþegar sem áttu bókað far með vélinni sendu inn fimm kvartanir til Samgöngustofu þar sem farið var fram á skaðabætur vegna þeirra tafa sem urðu á för þeirra vegna bilunarinnar.Flugfélagið telur sig ekki hafa stjórn á fuglum WOW air hafnaði bótaskyldu vegna allra kvartananna á þeim grundvelli að það atvik að fugl fari í hreyfil flokkist undir óviðráðanlegar aðstæður í skilningu laga. Fuglar séu hluti af náttúrunni, lúti ekki stjórn neins og að flugfélagið hafi engin úrræði til þess að koma í veg fyrir að fuglar fljúgi í hreyfla flugvéla flugfélagsins. Þá hafi flugfélagið einnig gert allt sem í sínu valdi stóð til að takmarka seinkunina. Í niðurstöðu Samgöngustofu segir stofnunin telji þau atvik þar sem fugl fer í hreyfil flugvélar vera tilviljanakennd og óviðráðanleg af hálfu viðkomandi flugfélags. Ómögulegt væri fyrir flugrekendur að afstýra slíkum atvikum. Því væri WOW air ekki skaðabótaskylt vegna þeirra tafa sem farþegarnir urðu fyrir. Segir einnig að það atvik sem olli því að fluginu var aflýst hafi gert flugvélina óflughæfa og því ekki óeðlilegt að verulega raskanir yrðu á flugferð þeirra sem kvörtuðu. WOW air hafi hins vegar gert sitt til þess að lágmarka neikvæðar afleiðingar bilunarinnar með því að bjóða farþegum endurgreiðslu eða að komast á ákvörðunarstað með öðru flugferðum sem áttu sér stað 12 eða 24 klukkutímum eftir upphaflegan brottfarartíma. Af þeim sem kvörtuðu voru tveir sem fengu far með seinni ferðinni og þurftu þeir því að bíða í 24 tíma. Þarf WOW air að greiða þeim kostnað vegna farar til og frá flugvelli, sem og dagpeninga og hótelkostnað, samtals 360 evrur, um 45 þúsund krónur. Niðurstöðu Samgöngustofu má sjá hér, hér, hér, hér og hér.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Farþegar Wow Air urðu eftir í París vegna fugls í Kaupmannahöfn "Þessar aðstæður urðu í raun enn erfiðari fyrir okkur því að ein af breiðþotum okkar er í reglubundnu viðhaldi en við hefðum annars getað nýtt hana til að leysa málið fyrr.“ 24. október 2017 15:59 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira
Farþegar Wow Air urðu eftir í París vegna fugls í Kaupmannahöfn "Þessar aðstæður urðu í raun enn erfiðari fyrir okkur því að ein af breiðþotum okkar er í reglubundnu viðhaldi en við hefðum annars getað nýtt hana til að leysa málið fyrr.“ 24. október 2017 15:59