Andri Rúnar Bjarnason og félagar í Helsinborg eru í fjórða sæti sænsku B-deildarinnar eftir 1-1 jafntefli við Gefle í kvöld.
Erik Toernros kom Gefle yfir á 38. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Carl Johansson jafnaði metin fyrir Helsingborg í síðari hálfleik og lokatölur 1-1.
Helsingborg er í fjórða sæti deildarinnar, eins og áður segir, með 21 stig. Þeir eiga einn leik til góða en eru þremur stigum á eftir Falkenbergs sem er á toppnum.
Gefle er í fjórtánda sæti deildarinnar með níu stig eftir ellefu stig, í umspili um fall, eins og staðan er núna.
Andri Rúnar hefur skorað fjögur mörk í fyrstu tíu leikjunum í deildinni en hann spilaði allan leikinn í kvöld.
Fótbolti