Reyna að mynda meirihluta við óvenjulegar aðstæður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2018 14:09 Ólafur segist vera bjartsýnn um að flokkarnir nái saman en segir þó að vissulega sé um óvenjulegar aðstæður að ræða vegna sameiningar bæjarfélaganna. T.v. Ólafur. T.h. Stefán karlsson Óvenjulegar aðstæður eru uppi í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs, hvar fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Jákvæðs samfélags reyna að ná saman um myndun meirihluta. Auk meirihlutaviðræðna bíða þeirra stór verkefni sem fylgja sameiningu sveitarfélaganna. D-Listi Sjálfstæðisflokksins og H-listi fólksins ræddu upphaflega saman eftir sveitarstjórnarkosningar en upp úr þeim viðræðum slitnaði um miðja síðustu viku. Í kjölfarið sneri Sjálfstæðisflokkurinn sér til J-lista Jákvæðs samfélags en fulltrúarnir hafa átt í viðræðum síðan fyrir helgi. Ganga þær vel að sögn Ólafs Þórs Ólafssonar, oddvita Jákvæðs samfélags. D-listi og J-listi eru tveir stærstu flokkarnir í Sandgerði og Garði en Sjálfstæðisflokkurinn hlaut alls 43,5% atkvæða og fékk 3 menn kjörna. Jákvætt samfélag fékk 29,2% atkvæða og 3 menn kjörna, líkt og D-listi. Það er kannski táknrænt fyrir sameiningu sveitarfélaganna að flokksleiðtogarnir tveir hafa aðsetur hvor í sínum bænum. Einar Þór Pálsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, býr í Garði og Ólafur, oddviti jákvæðs samfélags, býr í Sandgerði.Stór verkefni bíða stjórnmálaflokka í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis.Vísir/anton brinkTáknrænar meirihlutaviðræðurÓlafur segist vera bjartsýnn um að flokkarnir nái saman en segir þó að vissulega sé um óvenjulegar aðstæður að ræða vegna sameiningar bæjarfélaganna. „Við erum í þessari sérstöku stöðu og við erum ekki bara að mynda nýjan meirihluta heldur nýjan meirihluta í nýju sveitarfélagi þannig að flækjustigið er með þeim hætti að það eru fleiri fletir á þessu heldur en við venjulegar aðstæður. Nýja sveitarfélagið verður til á sunnudaginn og þá gefast 14 dagar til þess að boða saman bæjarstjórn og við erum að vinna í því að ná því svo þetta smelli allt saman,“ segir Ólafur. Stóra verkefnið sem bíður nýrrar bæjarstjórnar er nýtt aðalskipulag sem mun þá ráða miklu um það hvernig bæjarfélagið byggist upp á næstu árum. Efst á blaði hjá þeim sem eiga í viðræðunum eru leikskólamál og að tengja byggðarkjarnana tvo betur saman og að tryggja umferðaröryggi á milli þeirra. Eins og víða annars staðar um land er það Ólafi keppikefli að í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs „byggist upp gott samfélag sem gott sé að búa í“ Aðspurður hvort það hafi verið heillaspor að sameina bæjarfélögin svarar Ólafur: „Já ég held það. Til langs tíma litið er það gott fyrir þessi tvö bæjarfélög að koma saman í eitt sterkt sem getur þá tekist á við stærri verkefni og hefur meiri burði. “ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Verða íbúar Sandgerðis og Garðs Útnesjamenn? Skiptar skoðanir eru meðal íbúa í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis um valkostina fimm sem koma til greina sem nafn sveitarfélagsins. 5. maí 2018 10:30 Dræm þátttaka í kosningu um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðis og Garðs 500 kusu, 176 völdu Heiðarbyggð, 100 völdu Suðurbyggð en 224 skiluðu auðu. 18. maí 2018 12:03 Sveitarfélögum fækkar um tvö Sveitarfélögum landsins fækkar um tvö eftir næstu sveitarstjórnarkosningar og verða þá alls 72. 28. mars 2018 06:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Óvenjulegar aðstæður eru uppi í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs, hvar fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Jákvæðs samfélags reyna að ná saman um myndun meirihluta. Auk meirihlutaviðræðna bíða þeirra stór verkefni sem fylgja sameiningu sveitarfélaganna. D-Listi Sjálfstæðisflokksins og H-listi fólksins ræddu upphaflega saman eftir sveitarstjórnarkosningar en upp úr þeim viðræðum slitnaði um miðja síðustu viku. Í kjölfarið sneri Sjálfstæðisflokkurinn sér til J-lista Jákvæðs samfélags en fulltrúarnir hafa átt í viðræðum síðan fyrir helgi. Ganga þær vel að sögn Ólafs Þórs Ólafssonar, oddvita Jákvæðs samfélags. D-listi og J-listi eru tveir stærstu flokkarnir í Sandgerði og Garði en Sjálfstæðisflokkurinn hlaut alls 43,5% atkvæða og fékk 3 menn kjörna. Jákvætt samfélag fékk 29,2% atkvæða og 3 menn kjörna, líkt og D-listi. Það er kannski táknrænt fyrir sameiningu sveitarfélaganna að flokksleiðtogarnir tveir hafa aðsetur hvor í sínum bænum. Einar Þór Pálsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, býr í Garði og Ólafur, oddviti jákvæðs samfélags, býr í Sandgerði.Stór verkefni bíða stjórnmálaflokka í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis.Vísir/anton brinkTáknrænar meirihlutaviðræðurÓlafur segist vera bjartsýnn um að flokkarnir nái saman en segir þó að vissulega sé um óvenjulegar aðstæður að ræða vegna sameiningar bæjarfélaganna. „Við erum í þessari sérstöku stöðu og við erum ekki bara að mynda nýjan meirihluta heldur nýjan meirihluta í nýju sveitarfélagi þannig að flækjustigið er með þeim hætti að það eru fleiri fletir á þessu heldur en við venjulegar aðstæður. Nýja sveitarfélagið verður til á sunnudaginn og þá gefast 14 dagar til þess að boða saman bæjarstjórn og við erum að vinna í því að ná því svo þetta smelli allt saman,“ segir Ólafur. Stóra verkefnið sem bíður nýrrar bæjarstjórnar er nýtt aðalskipulag sem mun þá ráða miklu um það hvernig bæjarfélagið byggist upp á næstu árum. Efst á blaði hjá þeim sem eiga í viðræðunum eru leikskólamál og að tengja byggðarkjarnana tvo betur saman og að tryggja umferðaröryggi á milli þeirra. Eins og víða annars staðar um land er það Ólafi keppikefli að í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs „byggist upp gott samfélag sem gott sé að búa í“ Aðspurður hvort það hafi verið heillaspor að sameina bæjarfélögin svarar Ólafur: „Já ég held það. Til langs tíma litið er það gott fyrir þessi tvö bæjarfélög að koma saman í eitt sterkt sem getur þá tekist á við stærri verkefni og hefur meiri burði. “
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Verða íbúar Sandgerðis og Garðs Útnesjamenn? Skiptar skoðanir eru meðal íbúa í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis um valkostina fimm sem koma til greina sem nafn sveitarfélagsins. 5. maí 2018 10:30 Dræm þátttaka í kosningu um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðis og Garðs 500 kusu, 176 völdu Heiðarbyggð, 100 völdu Suðurbyggð en 224 skiluðu auðu. 18. maí 2018 12:03 Sveitarfélögum fækkar um tvö Sveitarfélögum landsins fækkar um tvö eftir næstu sveitarstjórnarkosningar og verða þá alls 72. 28. mars 2018 06:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Verða íbúar Sandgerðis og Garðs Útnesjamenn? Skiptar skoðanir eru meðal íbúa í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis um valkostina fimm sem koma til greina sem nafn sveitarfélagsins. 5. maí 2018 10:30
Dræm þátttaka í kosningu um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðis og Garðs 500 kusu, 176 völdu Heiðarbyggð, 100 völdu Suðurbyggð en 224 skiluðu auðu. 18. maí 2018 12:03
Sveitarfélögum fækkar um tvö Sveitarfélögum landsins fækkar um tvö eftir næstu sveitarstjórnarkosningar og verða þá alls 72. 28. mars 2018 06:00