Íslenski boltinn

Stjörnumenn þrefölduðu stigafjöldann í fyrsta leiknum í júní

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stjörnumenn fagna sigri á Blikum.
Stjörnumenn fagna sigri á Blikum. Vísir/Bára
Júnímánuður hefur verið mikill vandræðamánuður fyrir Stjörnumenn eftir að þeir tryggðu sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil sumarið 2014 en nú lítur út fyrir að breyting verði á því.

Stjarnan byrjaði júnímánuð 2018 mjög vel eða með 1-0 útisigri á toppliði Breiðabliks á Kópavogisvellinum í gærkvöldi.

Stjörnuliðið er þar með búið að þrefalda stigafjölda júnímánaðar í fyrra þegar Garðabæjarliðið fékk aðeins eitt stig í fjórum leikjum.

Stjarnan var á toppnum þegar júnímánuður rann í garð í fyrra (13 stig í 5 leikjum) en tapaði síðan þremur fyrstu leikjunum sínum í júní og missti í kjölfarið af lestinni í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.

Sigurinn í gærkvöldi sá hinsvegar til þess að Garðbæjarliðið er komið aftur inn í toppbaráttunni eftir rólega byrjun.

Stjörnumenn eru líka komnir með jafnmörg stig í júní í ár og þeir fengu allan júnímánuð sumar 2016.

Þetta er jafnframt í fyrsta sinn síðan 2014 sem Stjarnan fær stig í fyrsta leik júnímánaðar og fyrsta sinn síðan 2013 sem Garðabæjarliðið fagnar sigri í fyrsta leik sínum í júní.

Stjarnan í júnímánuði síðustu sumur:

2014 - 11 stig af 15 mögulegum

2015 - 6 stig af 12 mögulegum

2016 - 3 stig af 9 mögulegum

2017 - 1 stig af 12 mögulegum

2018 - 3 stig af 3 mögulegum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×