Íslenski boltinn

Gísli og Sito verðlaunaðir í Pepsimörkunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gísli Eyjólfsson.
Gísli Eyjólfsson. S2 Sport
Blikinn Gísli Eyjólfsson og Grindvíkingurinn Jose Sito Seoane voru verðlaunaðir af Pepsimörkunum í gær. Þeir fengu tvö fyrstu einstaklingsverðlaun sumarsins hjá Stöð 2 Sport.

Þeir Gísli og Sito urðu efstir í kosningu á Vísi þar sem lesendur fengu tækifæri að kjósa um besta leikmann og besta markið í Pepsi-deild karla í apríl og maí.

Gísli var allt í öllu í liði Breiðabliks sem byrjaði tímabilið mjög vel. Hann hlaut 53 prósent atkvæða en annar var Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson með 34 prósent.

Jose Sito Seoane fékk 41 prósent atkvæða í kosningunni á besta marki Pepsi-deildar karla í apríl og maí. Hann skoraði þetta mark með skoti beint úr aukaspyrnu á móti Íslandsmeiturum Vals og tryggði Grindavík með því 2-1 sigur.

Mark Keflvíkingsins Frans Elvarssonar á móti Stjörnunni varð í öðru sæti með 30 prósent en fékk aðeins einu prósenti meira en mark Almars Ormarssonar fyrir Fjölni á móti Keflavík.

Hér fyrir neðan má sjá þá félaga fá verðlaun sín.

Besti leikmaðurinn í apríl-maí 2018
Besta markið í apríl-maí 2018



Fleiri fréttir

Sjá meira


×