Íslenski boltinn

Pepsimörkin: „Hann tekur þessa fáránlegu ákvörðun undir engri pressu“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pepsimörkin fjölluðu ítarlega um sjöundu umferð Pepsi-deildar karla í gærkvöldi og tóku meðal annars fyrir seinna mark Keflavíkur í 2-2 jafntefli við FH í Kaplakrika.

Markið kom eftir hornspyrnu en að mati Reynis Leóssonar, sérfræðings Pepsi-markanna, þá átti FH aldrei að gefa þá hornspyrnu.

„Halldór Orri er þarna aleinn og það er langt í næsta mann. Mér sýnist líka Gunnar í markinu vera að láta hann vita að hann sé einn. Hann tekur þessa fáránlegu ákvörðun undir engri pressu að gefa horn,“ sagði Reynir.

„Við kölluðum það félagararnir þegar við vorum að horfa á leikinn, ekki að við séum gáfuðust knattspyrnuspekingar í heimi, að þeir myndu skora eftir þessi mistök,“ sagði Reynir.

„Þið sögðuð meira að segja Marc McAusland,“ skaut Hörður Magnússon inn í.

 „Ég sagði: Þeir skora eftir þessi mistök hjá Halldóri Orra en Gunni kallaði Marc McAusland,“ sagði Reynir og vísaði þar til Gunnars Jarls Jónssonar sem var með honum í Pepsimörkunum í gær.

Það má sjá þessa gjöf Halldórs Orra og markið hans Marc McAusland í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×