Sport

Trump hætti við að bjóða NFL-meisturunum í Hvíta húsið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þessi vill að leikstjórnandi Eagles, Nick Foles, verði forseti.
Þessi vill að leikstjórnandi Eagles, Nick Foles, verði forseti. vísir/getty
Það var tilkynnt í gær að ekkert yrði af heimsókn NFL-meistara Philadelphia Eagles í Hvíta húsið. Donald Trump Bandaríkjaforseti blés heimsóknina af.

Trump hefur undanfarið ár sett mikla pressu á eigendur NFL-liðanna að refsa þeim leikmönnum sem neiti að standa þegar þjóðsöngurinn er spilaður fyrir leiki. Það endaði með því að reglunum var breytt og leikmönnum verður refsað ef þeir standa ekki.

Þeir sem vilja ekki standa eru vinsamlegast beðnir um að bíða inn í klefa. Það finnst Trump líka vera dónaskapur.





Fjölmargir leikmenn Eagles ætluðu ekki að mæta í Hvíta húsið og þá sérstaklega ekki blökkumennirnir í liðinu. Þeir ætluðu nánast allir að skrópa.

Trump sagði að aðdáendur ættu betra skilið og hætti því við heimboðið. Hann ætlar samt að vera með partí þar sem lúðrasveit og kór hersins leika fyrir dansi. Stuð.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ekkert verður af meistaraheimsókn til Trump. Til að mynda komu NBA-meistarar Golden State ekki heldur í heimsókn á árinu vegna þess að þeir eru ósáttir við forsetann.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×