Farþegar WOW strandaglópar á Írlandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. júní 2018 06:15 Farþegar vörðu alls um 5 klukkustundum á flugvellinum í Shannon, áður en þeim var loks komið fyrir á hóteli í hálftíma fjarlægð. WOW Air Farþegar í flugi WOW Air frá Barcelona til Keflavíkur furða sig á takmarkaðri upplýsingagjöf frá flugfélaginu. Þeir eru nú strandaglópar í Shannon á Írlandi og gera ekki ráð fyrir að koma til Íslands fyrr en í kvöld, um sólarhring eftir að ferðalag þeirra hófst. Upplýsingafulltrúi WOW segir að unnið sé hörðum höndum að því að koma farþegum til síns heima. Í samtali við Vísi segir einn farþegi vélarinnar, sem ekki vill láta nafn síns getið, að vélinni hafi verið beint til Írlands eftir um tveggja klukkustunda flug. Lagt var af stað frá Barcelona klukkan 21:20 að íslenskum tíma og fyrirhugað var að lenda í Keflavík um kl. 01:40 í nótt. Flugmaður vélarinnar hafi tjáð farþegum að ástæðan fyrir útúrdúrnum væri þykk þoka í Keflavík, skyggnið væri svo lítið að ekki væri talið óhætt að lenda vélinni. Farþeginn bendir blaðamanni á að sú skýring haldi varla vatni. Önnur vél WOW Air, sem flaug frá Varsjá í Póllandi, lenti í Keflavík um klukkan 01:40 - sama tíma og fyrirhugað var að lenda vélinni frá Barcelona. Ekki er að sjá á vef Keflavíkurflugvallar að öðrum vélum hafi þurft að vísa frá Keflavík vegna þoku - aðeins fluginu frá Barcelona, sem nú hefur verið aflýst. Þegar til Shannon var komið þurftu farþegar að bíða í vélinni í um þrjár klukkustundir áður en þeim var hleypt inn í flugstöðina. Þegar farþegar bentu áhafnarmeðlimum á að aðrar vélar virtust hafa geta lent í Keflavík, þrátt fyrir meinta þoku, var þeim tjáð að viðkomuna á Írlandi mætti í raun rekja til eldsneytisskorts. Ákveðið hafi verið að lenda í Shannon til að fylla á tank vélarinnar. Þessa stundina eru starfsmenn vallarins í óðaönn við að flytja farþega á hótel í Limerick og ætlað er að þeir verði komnir inn á herbergi um klukkan 07:00. Þeir gera ekki ráð fyrir öðru en að dvelja þar næstu 10 tímana hið minnsta, enda þarf áhöfn vélarinnar að uppfylla lögbundinn hvíldartíma. Farþegar vélarinnar sem Vísir hefur rætt við eru argir vegna samskiptanna við flugfélagið, en þeir lýsa upplýsingagjöfinni sem „lélegri og misvísandi.“Aðstæður geti breyst hratt Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir í tölvupósti til Vísis að það hafi verið ákvörðun flugstjórans að lenda ekki í Keflavík. Ástæðan hafi verið þoka og undirstrikar Svanhvít að aðstæður geti breyst mjög hratt. Öryggi farþega sé ávallt í fyrirrúmi og því hafi flugstjórinn ekki viljað hætta á lendingu í Keflavík. Svanhvít segir jafnframt að WOW vinni nú „hörðum höndum að því að koma farþegum til landsins.“ Í tilkynningu WOW Air til farþega sem send var á tíunda tímanum í morgun kemur fram að reiknað sé með því að flugvélin fari í loftið klukkan 16:30 að staðartíma í dag. Beðist er velvirðingar á óþægindunum.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 09:43 eftir tilkynningu WOW Air til farþega. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Sjá meira
Farþegar í flugi WOW Air frá Barcelona til Keflavíkur furða sig á takmarkaðri upplýsingagjöf frá flugfélaginu. Þeir eru nú strandaglópar í Shannon á Írlandi og gera ekki ráð fyrir að koma til Íslands fyrr en í kvöld, um sólarhring eftir að ferðalag þeirra hófst. Upplýsingafulltrúi WOW segir að unnið sé hörðum höndum að því að koma farþegum til síns heima. Í samtali við Vísi segir einn farþegi vélarinnar, sem ekki vill láta nafn síns getið, að vélinni hafi verið beint til Írlands eftir um tveggja klukkustunda flug. Lagt var af stað frá Barcelona klukkan 21:20 að íslenskum tíma og fyrirhugað var að lenda í Keflavík um kl. 01:40 í nótt. Flugmaður vélarinnar hafi tjáð farþegum að ástæðan fyrir útúrdúrnum væri þykk þoka í Keflavík, skyggnið væri svo lítið að ekki væri talið óhætt að lenda vélinni. Farþeginn bendir blaðamanni á að sú skýring haldi varla vatni. Önnur vél WOW Air, sem flaug frá Varsjá í Póllandi, lenti í Keflavík um klukkan 01:40 - sama tíma og fyrirhugað var að lenda vélinni frá Barcelona. Ekki er að sjá á vef Keflavíkurflugvallar að öðrum vélum hafi þurft að vísa frá Keflavík vegna þoku - aðeins fluginu frá Barcelona, sem nú hefur verið aflýst. Þegar til Shannon var komið þurftu farþegar að bíða í vélinni í um þrjár klukkustundir áður en þeim var hleypt inn í flugstöðina. Þegar farþegar bentu áhafnarmeðlimum á að aðrar vélar virtust hafa geta lent í Keflavík, þrátt fyrir meinta þoku, var þeim tjáð að viðkomuna á Írlandi mætti í raun rekja til eldsneytisskorts. Ákveðið hafi verið að lenda í Shannon til að fylla á tank vélarinnar. Þessa stundina eru starfsmenn vallarins í óðaönn við að flytja farþega á hótel í Limerick og ætlað er að þeir verði komnir inn á herbergi um klukkan 07:00. Þeir gera ekki ráð fyrir öðru en að dvelja þar næstu 10 tímana hið minnsta, enda þarf áhöfn vélarinnar að uppfylla lögbundinn hvíldartíma. Farþegar vélarinnar sem Vísir hefur rætt við eru argir vegna samskiptanna við flugfélagið, en þeir lýsa upplýsingagjöfinni sem „lélegri og misvísandi.“Aðstæður geti breyst hratt Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir í tölvupósti til Vísis að það hafi verið ákvörðun flugstjórans að lenda ekki í Keflavík. Ástæðan hafi verið þoka og undirstrikar Svanhvít að aðstæður geti breyst mjög hratt. Öryggi farþega sé ávallt í fyrirrúmi og því hafi flugstjórinn ekki viljað hætta á lendingu í Keflavík. Svanhvít segir jafnframt að WOW vinni nú „hörðum höndum að því að koma farþegum til landsins.“ Í tilkynningu WOW Air til farþega sem send var á tíunda tímanum í morgun kemur fram að reiknað sé með því að flugvélin fari í loftið klukkan 16:30 að staðartíma í dag. Beðist er velvirðingar á óþægindunum.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 09:43 eftir tilkynningu WOW Air til farþega.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent