Skutu mann vopnaðan öxi til bana á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 4. júní 2018 11:41 Umfangsmikil mótmæli hafa verið daglegt brauð á Gasa síðan 30. mars og hafa ísraelskir hermenn skotið minnst 120 Palestínumenn til bana á þeim tíma. Vísir/AP Ísraelskir hermenn skutu Palestínumann til bana í morgun. Herinn segir manninn hafa reynt að komast yfir landamæri Ísrael og Gasa og hann hafi verið vopnaður öxi. Annar Palestínumaður er sagður hafa flúið særður af vettvangi. Mennirnir munu hafa verið að brjóta sér leið í gegnum girðingu á landamærunum. Samkvæmt Times of Israel er maðurinn sem skotinn var sagður heita Ramzi Najjar. Nú á föstudaginn skutu ísraelskir hermenn 21 árs gamla konu sem hét Razan Najjar til bana. Þau munu einnig hafa verið frá sama bæ en ekki er vitað með vissu hvort þau tengdust fjölskylduböndum. Umfangsmikil mótmæli hafa verið daglegt brauð á Gasa síðan 30. mars og hafa ísraelskir hermenn skotið minnst 120 Palestínumenn til bana á þeim tíma. Ísraelsmenn segja meirihluta þeirra vera meðlimi Hamas og aðra vígamenn sem reynt hafi að nota mótmælin sem skjól til að gera árásir eða komast yfir landamærin. Palestínumenn segja hina látnu hafa verið óvopnaða mótmælendur. Þá hefur fjölda sprengja verið varpað í báðar áttir yfir landamærin. Átök á svæðinu hafa í raun ekki verið meiri frá stríðinu á Gasa árið 2014. Sjá einnig: Sprengjum rignir yfir Ísrael og Gasa.Samkvæmt Reuters eru rúmlega tvær milljónir Palestínumanna á Gasa og er fátækt mikil og atvinnuleysi hátt. Ísraelsmenn drógu hermenn sína og íbúa frá Gasa árið 2005 en hafa síðan þá stjórnað landamærum svæðisins og segja það gert vegna öryggisáhyggja. Í suðri er Gasa með landamæri að Egyptalandi en Egyptar fylgjast einnig náið með landamærunum og koma í veg fyrir ferðir fólks þar yfir.A short while ago, IDF troops stopped two terrorists who attempted to infiltrate Israeli territory from the Gaza Strip while armed with an axe pic.twitter.com/V1XG4LwGdH— IDF (@IDFSpokesperson) June 4, 2018 Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Viðkvæmt vopnahlé tekur gildi á Gaza ströndinni Vopnahlé tók gildi á milli Ísraels og palestínskra skæruliða á Gaza ströndinni í morgun. Það mun vera afrakstur leynilegra viðræðna Hamas samtakanna við ísraelska stjórnarerindreka. 31. maí 2018 10:21 Ung kona skotin til bana af hermönnum á Gasa Alls hafa 123 Palestínumenn verið skotnir af hermönnum frá því í mars. 1. júní 2018 18:52 Palestínumenn kæra Ísrael til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag Yfirvöld í Palestínu hafa kært Ísraelsríki til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag fyrir meinta stríðsglæpi Ísraela í Palestínu. Ísraelar vísa ásökunum um stríðsglæpi aftur á móti á bug. 23. maí 2018 19:30 Einangruð Bandaríki beittu neitunarvaldi í öryggisráðinu Sendiherra Bandaríkjanna beitti fyrst neitunarvaldi gegn ályktun um ofbeldi gegn Palestínumönnum og fékk síðan ekki stuðning neins annars ríki við sína tillögu. 1. júní 2018 23:30 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Ísraelskir hermenn skutu Palestínumann til bana í morgun. Herinn segir manninn hafa reynt að komast yfir landamæri Ísrael og Gasa og hann hafi verið vopnaður öxi. Annar Palestínumaður er sagður hafa flúið særður af vettvangi. Mennirnir munu hafa verið að brjóta sér leið í gegnum girðingu á landamærunum. Samkvæmt Times of Israel er maðurinn sem skotinn var sagður heita Ramzi Najjar. Nú á föstudaginn skutu ísraelskir hermenn 21 árs gamla konu sem hét Razan Najjar til bana. Þau munu einnig hafa verið frá sama bæ en ekki er vitað með vissu hvort þau tengdust fjölskylduböndum. Umfangsmikil mótmæli hafa verið daglegt brauð á Gasa síðan 30. mars og hafa ísraelskir hermenn skotið minnst 120 Palestínumenn til bana á þeim tíma. Ísraelsmenn segja meirihluta þeirra vera meðlimi Hamas og aðra vígamenn sem reynt hafi að nota mótmælin sem skjól til að gera árásir eða komast yfir landamærin. Palestínumenn segja hina látnu hafa verið óvopnaða mótmælendur. Þá hefur fjölda sprengja verið varpað í báðar áttir yfir landamærin. Átök á svæðinu hafa í raun ekki verið meiri frá stríðinu á Gasa árið 2014. Sjá einnig: Sprengjum rignir yfir Ísrael og Gasa.Samkvæmt Reuters eru rúmlega tvær milljónir Palestínumanna á Gasa og er fátækt mikil og atvinnuleysi hátt. Ísraelsmenn drógu hermenn sína og íbúa frá Gasa árið 2005 en hafa síðan þá stjórnað landamærum svæðisins og segja það gert vegna öryggisáhyggja. Í suðri er Gasa með landamæri að Egyptalandi en Egyptar fylgjast einnig náið með landamærunum og koma í veg fyrir ferðir fólks þar yfir.A short while ago, IDF troops stopped two terrorists who attempted to infiltrate Israeli territory from the Gaza Strip while armed with an axe pic.twitter.com/V1XG4LwGdH— IDF (@IDFSpokesperson) June 4, 2018
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Viðkvæmt vopnahlé tekur gildi á Gaza ströndinni Vopnahlé tók gildi á milli Ísraels og palestínskra skæruliða á Gaza ströndinni í morgun. Það mun vera afrakstur leynilegra viðræðna Hamas samtakanna við ísraelska stjórnarerindreka. 31. maí 2018 10:21 Ung kona skotin til bana af hermönnum á Gasa Alls hafa 123 Palestínumenn verið skotnir af hermönnum frá því í mars. 1. júní 2018 18:52 Palestínumenn kæra Ísrael til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag Yfirvöld í Palestínu hafa kært Ísraelsríki til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag fyrir meinta stríðsglæpi Ísraela í Palestínu. Ísraelar vísa ásökunum um stríðsglæpi aftur á móti á bug. 23. maí 2018 19:30 Einangruð Bandaríki beittu neitunarvaldi í öryggisráðinu Sendiherra Bandaríkjanna beitti fyrst neitunarvaldi gegn ályktun um ofbeldi gegn Palestínumönnum og fékk síðan ekki stuðning neins annars ríki við sína tillögu. 1. júní 2018 23:30 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Viðkvæmt vopnahlé tekur gildi á Gaza ströndinni Vopnahlé tók gildi á milli Ísraels og palestínskra skæruliða á Gaza ströndinni í morgun. Það mun vera afrakstur leynilegra viðræðna Hamas samtakanna við ísraelska stjórnarerindreka. 31. maí 2018 10:21
Ung kona skotin til bana af hermönnum á Gasa Alls hafa 123 Palestínumenn verið skotnir af hermönnum frá því í mars. 1. júní 2018 18:52
Palestínumenn kæra Ísrael til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag Yfirvöld í Palestínu hafa kært Ísraelsríki til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag fyrir meinta stríðsglæpi Ísraela í Palestínu. Ísraelar vísa ásökunum um stríðsglæpi aftur á móti á bug. 23. maí 2018 19:30
Einangruð Bandaríki beittu neitunarvaldi í öryggisráðinu Sendiherra Bandaríkjanna beitti fyrst neitunarvaldi gegn ályktun um ofbeldi gegn Palestínumönnum og fékk síðan ekki stuðning neins annars ríki við sína tillögu. 1. júní 2018 23:30