Norsk fótboltakona verður sú launahæsta í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2018 13:00 Ada Hegerberg gerði samning til 2021. Twitter/@AdaStolsmo Franska félagið Lyon ætlar ekki að missa aðalmarkaskorarann sinn frá sér og hefur gert við hana nýjan einstakan samning. Norska ríkissjónvarpið, NRK, segir frá því á síðu sinni að norski framherjinn Ada Hegerberg sé nú orðin launahæsta fótboltakona heims. Nýr samningur Ada Hegerberg og Lyon er til ársins 2021 og þótt að NRK fá engan tengdan henni eða félaginu til að staðfesta þessar fréttir um launahlutann opinberlega þá eru heimildir NRK sagðar vera traustar.Rekordkontrakten er signert. @AdaStolsmo blir i @OL til 2021. https://t.co/6XEEI8Kruo — NRK Sport (@NRK_Sport) June 4, 2018 Bandaríska fótboltakonan Alex Morgan og Marta frá Brasilíu hafa hingað til fengið stærstu samningana í kvennafótboltanum en ekki mikið lengur. Alex Morgan fékk 3,2 til 3,8 milljónir í mánaðarlaun hjá Lyon og Marta hefur verið með um 38 milljónir í árslaun. NRK heldur því fram að Ada Hegerberg muni fá talsvert hærri laun í nýja samningi sínum við Lyon.Très heureuse de vous annoncer que on continue l’aventure ensemble jusqu’en 2021! Did it !! Signed for another three new years with Lyon. Together let’s write new stories. #NousSommesOLPhoto: @DamienLGphotopic.twitter.com/ZKdTLMrp3s — Ada S Hegerberg (@AdaStolsmo) June 4, 2018 „Lyon er besta félagið sem ég gæti spilað fyrir. Ég hef verið hér í fjögur ár, hef gefið hundrað prósent fyrir liðið og klúbbinn og er nú að uppskera fyrir það,“ sagði Ada Hegerberg við NRK. Ada Hegerberg vann Meistaradeildina þriðja árið í röð á dögunum og setti nýtt markamet í Meistaradeildinni með því að skora fimmtán Meistaradeildarmörk á leiktíðinni. Hegerberg hefur alls unnið tíu stóra titla með Lyon þar af franska meistaratitilinn fjögur ár í röð. Hegerberg hefur skorað 168 mörk í 132 leikjum með Lyon í öllum keppnum þar af 33 mörk í 30 leikjum í Evrópukeppni og 110 mörk í 85 deildarleikjum. Ada Hegerberg ætti líka að geta einbeitt sér að Lyon því hún er hætt að gefa kost á sér í norska landsliðið.Séance photos avec Ada HEGERBERG à l'occasion de la prolongation de son contrat avec l'Olympique Lyonnais jusqu'en 2021#TeamOL#Lyon@OLpic.twitter.com/wi3l9E51dQ — (@DamienLGphoto) June 4, 2018 Fótbolti Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira
Franska félagið Lyon ætlar ekki að missa aðalmarkaskorarann sinn frá sér og hefur gert við hana nýjan einstakan samning. Norska ríkissjónvarpið, NRK, segir frá því á síðu sinni að norski framherjinn Ada Hegerberg sé nú orðin launahæsta fótboltakona heims. Nýr samningur Ada Hegerberg og Lyon er til ársins 2021 og þótt að NRK fá engan tengdan henni eða félaginu til að staðfesta þessar fréttir um launahlutann opinberlega þá eru heimildir NRK sagðar vera traustar.Rekordkontrakten er signert. @AdaStolsmo blir i @OL til 2021. https://t.co/6XEEI8Kruo — NRK Sport (@NRK_Sport) June 4, 2018 Bandaríska fótboltakonan Alex Morgan og Marta frá Brasilíu hafa hingað til fengið stærstu samningana í kvennafótboltanum en ekki mikið lengur. Alex Morgan fékk 3,2 til 3,8 milljónir í mánaðarlaun hjá Lyon og Marta hefur verið með um 38 milljónir í árslaun. NRK heldur því fram að Ada Hegerberg muni fá talsvert hærri laun í nýja samningi sínum við Lyon.Très heureuse de vous annoncer que on continue l’aventure ensemble jusqu’en 2021! Did it !! Signed for another three new years with Lyon. Together let’s write new stories. #NousSommesOLPhoto: @DamienLGphotopic.twitter.com/ZKdTLMrp3s — Ada S Hegerberg (@AdaStolsmo) June 4, 2018 „Lyon er besta félagið sem ég gæti spilað fyrir. Ég hef verið hér í fjögur ár, hef gefið hundrað prósent fyrir liðið og klúbbinn og er nú að uppskera fyrir það,“ sagði Ada Hegerberg við NRK. Ada Hegerberg vann Meistaradeildina þriðja árið í röð á dögunum og setti nýtt markamet í Meistaradeildinni með því að skora fimmtán Meistaradeildarmörk á leiktíðinni. Hegerberg hefur alls unnið tíu stóra titla með Lyon þar af franska meistaratitilinn fjögur ár í röð. Hegerberg hefur skorað 168 mörk í 132 leikjum með Lyon í öllum keppnum þar af 33 mörk í 30 leikjum í Evrópukeppni og 110 mörk í 85 deildarleikjum. Ada Hegerberg ætti líka að geta einbeitt sér að Lyon því hún er hætt að gefa kost á sér í norska landsliðið.Séance photos avec Ada HEGERBERG à l'occasion de la prolongation de son contrat avec l'Olympique Lyonnais jusqu'en 2021#TeamOL#Lyon@OLpic.twitter.com/wi3l9E51dQ — (@DamienLGphoto) June 4, 2018
Fótbolti Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira