Vilja ógilda úrslit kosninganna í Árneshreppi Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júní 2018 05:57 Í Djúpavík á Ströndum VÍSIR/STEFÁN Jónasi Guðmundssyni, sýslumanninum á Vestfjörðum, hefur borist kæra vegna gildis kjörskrár hreppsnefndarkosningum í Árneshreppi á Ströndum. Kærendur telja að ekki hafi rétt verið staðið að kosningunum og að gallar á framkvæmdinni hafi verið slíkir að líklegt verður að teljast að það hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Í kærunni, sem greint er frá í Morgunblaðinu í dag, er málsmeðferð hreppsnefndar, oddvita hreppsnefndar og Þjóðskrár Íslands sögð vera gagnrýnd harðlega. Árneshreppur hefur verið fyrirferðamikill í fréttum að undanförnu vegna lögheimilisflutninga í aðdraganda nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga. Í hreppnum er tekist á um byggingu Hvalárvirkjunnar og ætlað var að lögheimilisflutningarnir væru til að hafa áhrif á úrslit kosninganna. Að endingu felldi Þjóðskrá úr gildi lögheimilisflutning tæplega 20 einstaklinga.Sjá einnig: Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í ÁrneshreppiÍ fyrrnefndri kæru er hreppsnefnd sögð hafa brotið gegn ákvæðum um að taka til meðferðar athugasemdir frá öðrum en Þjóðskrá og ákvæðum laga um leiðréttingar á kjörskrá, er fram kemur í Morgunblaðinu. Jafnframt hafa kærendur ýmislegt við framlagningu kjörskrárinnar að athuga, ásamt því að vanda málsmeðferð Þjóðskrár ekki kveðjurnar. Í kærunni er því einnig haldið fram að skilyrði séu uppfyllt fyrir að ógilda niðurstöður kosninganna. Vísa kærendurnir til ákvörðunar Hæstaréttar frá 2011 um lögmæti kosninga til stjórnlagaráðs, máli sínu til stuðnings. Árneshreppur Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hvalárvirkjun ýmist sögð falleg eða hervirki gegn náttúrunni Hrafn Jökulsson kallar Hvalárvirkjun hervirki gegn náttúrunni sem aðeins erlendir auðkýfingar hagnist á. Oddviti Árneshrepps segir að þetta verði falleg virkjun sem komi öllum Vestfjörðum til góða. 30. maí 2018 23:15 Vefja náttsloppunum fastar utan um sig þegar við mætum með skóflurnar Árneshreppur á Ströndum er búinn að stela sviðsljósinu fyrir þessar kosningar. Bóndinn í Steinstúni vandar lögheimilisflytjendum ekki kveðjurnar. 23. maí 2018 22:15 Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í Árneshreppi "Mér líst bara vel á þetta nema það er náttúrulega ekkert gaman að vera kominn í hreppsnefndina,“ segir Björn Torfason bóndi léttur. 26. maí 2018 20:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Jónasi Guðmundssyni, sýslumanninum á Vestfjörðum, hefur borist kæra vegna gildis kjörskrár hreppsnefndarkosningum í Árneshreppi á Ströndum. Kærendur telja að ekki hafi rétt verið staðið að kosningunum og að gallar á framkvæmdinni hafi verið slíkir að líklegt verður að teljast að það hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Í kærunni, sem greint er frá í Morgunblaðinu í dag, er málsmeðferð hreppsnefndar, oddvita hreppsnefndar og Þjóðskrár Íslands sögð vera gagnrýnd harðlega. Árneshreppur hefur verið fyrirferðamikill í fréttum að undanförnu vegna lögheimilisflutninga í aðdraganda nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga. Í hreppnum er tekist á um byggingu Hvalárvirkjunnar og ætlað var að lögheimilisflutningarnir væru til að hafa áhrif á úrslit kosninganna. Að endingu felldi Þjóðskrá úr gildi lögheimilisflutning tæplega 20 einstaklinga.Sjá einnig: Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í ÁrneshreppiÍ fyrrnefndri kæru er hreppsnefnd sögð hafa brotið gegn ákvæðum um að taka til meðferðar athugasemdir frá öðrum en Þjóðskrá og ákvæðum laga um leiðréttingar á kjörskrá, er fram kemur í Morgunblaðinu. Jafnframt hafa kærendur ýmislegt við framlagningu kjörskrárinnar að athuga, ásamt því að vanda málsmeðferð Þjóðskrár ekki kveðjurnar. Í kærunni er því einnig haldið fram að skilyrði séu uppfyllt fyrir að ógilda niðurstöður kosninganna. Vísa kærendurnir til ákvörðunar Hæstaréttar frá 2011 um lögmæti kosninga til stjórnlagaráðs, máli sínu til stuðnings.
Árneshreppur Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hvalárvirkjun ýmist sögð falleg eða hervirki gegn náttúrunni Hrafn Jökulsson kallar Hvalárvirkjun hervirki gegn náttúrunni sem aðeins erlendir auðkýfingar hagnist á. Oddviti Árneshrepps segir að þetta verði falleg virkjun sem komi öllum Vestfjörðum til góða. 30. maí 2018 23:15 Vefja náttsloppunum fastar utan um sig þegar við mætum með skóflurnar Árneshreppur á Ströndum er búinn að stela sviðsljósinu fyrir þessar kosningar. Bóndinn í Steinstúni vandar lögheimilisflytjendum ekki kveðjurnar. 23. maí 2018 22:15 Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í Árneshreppi "Mér líst bara vel á þetta nema það er náttúrulega ekkert gaman að vera kominn í hreppsnefndina,“ segir Björn Torfason bóndi léttur. 26. maí 2018 20:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Hvalárvirkjun ýmist sögð falleg eða hervirki gegn náttúrunni Hrafn Jökulsson kallar Hvalárvirkjun hervirki gegn náttúrunni sem aðeins erlendir auðkýfingar hagnist á. Oddviti Árneshrepps segir að þetta verði falleg virkjun sem komi öllum Vestfjörðum til góða. 30. maí 2018 23:15
Vefja náttsloppunum fastar utan um sig þegar við mætum með skóflurnar Árneshreppur á Ströndum er búinn að stela sviðsljósinu fyrir þessar kosningar. Bóndinn í Steinstúni vandar lögheimilisflytjendum ekki kveðjurnar. 23. maí 2018 22:15
Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í Árneshreppi "Mér líst bara vel á þetta nema það er náttúrulega ekkert gaman að vera kominn í hreppsnefndina,“ segir Björn Torfason bóndi léttur. 26. maí 2018 20:23