Innlent

Vilja ógilda úrslit kosninganna í Árneshreppi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Í Djúpavík á Ströndum
Í Djúpavík á Ströndum VÍSIR/STEFÁN
Jónasi Guðmundssyni, sýslumanninum á Vestfjörðum, hefur borist kæra vegna gildis kjörskrár hreppsnefndarkosningum í Árneshreppi á Ströndum. Kærendur telja að ekki hafi rétt verið staðið að kosningunum og að gallar á framkvæmdinni hafi verið slíkir að líklegt verður að teljast að það hafi haft áhrif á úrslit kosninganna.

Í kærunni, sem greint er frá í Morgunblaðinu í dag, er málsmeðferð hreppsnefndar, oddvita hreppsnefndar og Þjóðskrár Íslands sögð vera gagnrýnd harðlega. Árneshreppur hefur verið fyrirferðamikill í fréttum að undanförnu vegna lögheimilisflutninga í aðdraganda nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga.

Í hreppnum er tekist á um byggingu Hvalárvirkjunnar og ætlað var að lögheimilisflutningarnir væru til að hafa áhrif á úrslit kosninganna. Að endingu felldi Þjóðskrá úr gildi lögheimilisflutning tæplega 20 einstaklinga.

Sjá einnig: Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í Árneshreppi

Í fyrrnefndri kæru er hreppsnefnd sögð hafa brotið gegn ákvæðum um að taka til meðferðar at­huga­semd­ir frá öðrum en Þjóðskrá og ákvæðum laga um leiðrétt­ing­ar á kjör­skrá, er fram kemur í Morgunblaðinu.

Jafnframt hafa kærendur ýmislegt við framlagningu kjörskrárinnar að athuga, ásamt því að vanda málsmeðferð Þjóðskrár ekki kveðjurnar.

Í kærunni er því einnig haldið fram að skilyrði séu uppfyllt fyrir að ógilda niðurstöður kosninganna. Vísa kærendurnir til ákvörðunar Hæsta­rétt­ar frá 2011 um lög­mæti kosn­inga til stjórn­lagaráðs, máli sínu til stuðnings.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×