Vilja ógilda úrslit kosninganna í Árneshreppi Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júní 2018 05:57 Í Djúpavík á Ströndum VÍSIR/STEFÁN Jónasi Guðmundssyni, sýslumanninum á Vestfjörðum, hefur borist kæra vegna gildis kjörskrár hreppsnefndarkosningum í Árneshreppi á Ströndum. Kærendur telja að ekki hafi rétt verið staðið að kosningunum og að gallar á framkvæmdinni hafi verið slíkir að líklegt verður að teljast að það hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Í kærunni, sem greint er frá í Morgunblaðinu í dag, er málsmeðferð hreppsnefndar, oddvita hreppsnefndar og Þjóðskrár Íslands sögð vera gagnrýnd harðlega. Árneshreppur hefur verið fyrirferðamikill í fréttum að undanförnu vegna lögheimilisflutninga í aðdraganda nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga. Í hreppnum er tekist á um byggingu Hvalárvirkjunnar og ætlað var að lögheimilisflutningarnir væru til að hafa áhrif á úrslit kosninganna. Að endingu felldi Þjóðskrá úr gildi lögheimilisflutning tæplega 20 einstaklinga.Sjá einnig: Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í ÁrneshreppiÍ fyrrnefndri kæru er hreppsnefnd sögð hafa brotið gegn ákvæðum um að taka til meðferðar athugasemdir frá öðrum en Þjóðskrá og ákvæðum laga um leiðréttingar á kjörskrá, er fram kemur í Morgunblaðinu. Jafnframt hafa kærendur ýmislegt við framlagningu kjörskrárinnar að athuga, ásamt því að vanda málsmeðferð Þjóðskrár ekki kveðjurnar. Í kærunni er því einnig haldið fram að skilyrði séu uppfyllt fyrir að ógilda niðurstöður kosninganna. Vísa kærendurnir til ákvörðunar Hæstaréttar frá 2011 um lögmæti kosninga til stjórnlagaráðs, máli sínu til stuðnings. Árneshreppur Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hvalárvirkjun ýmist sögð falleg eða hervirki gegn náttúrunni Hrafn Jökulsson kallar Hvalárvirkjun hervirki gegn náttúrunni sem aðeins erlendir auðkýfingar hagnist á. Oddviti Árneshrepps segir að þetta verði falleg virkjun sem komi öllum Vestfjörðum til góða. 30. maí 2018 23:15 Vefja náttsloppunum fastar utan um sig þegar við mætum með skóflurnar Árneshreppur á Ströndum er búinn að stela sviðsljósinu fyrir þessar kosningar. Bóndinn í Steinstúni vandar lögheimilisflytjendum ekki kveðjurnar. 23. maí 2018 22:15 Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í Árneshreppi "Mér líst bara vel á þetta nema það er náttúrulega ekkert gaman að vera kominn í hreppsnefndina,“ segir Björn Torfason bóndi léttur. 26. maí 2018 20:23 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir RÚV hættir með tíufréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Jónasi Guðmundssyni, sýslumanninum á Vestfjörðum, hefur borist kæra vegna gildis kjörskrár hreppsnefndarkosningum í Árneshreppi á Ströndum. Kærendur telja að ekki hafi rétt verið staðið að kosningunum og að gallar á framkvæmdinni hafi verið slíkir að líklegt verður að teljast að það hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Í kærunni, sem greint er frá í Morgunblaðinu í dag, er málsmeðferð hreppsnefndar, oddvita hreppsnefndar og Þjóðskrár Íslands sögð vera gagnrýnd harðlega. Árneshreppur hefur verið fyrirferðamikill í fréttum að undanförnu vegna lögheimilisflutninga í aðdraganda nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga. Í hreppnum er tekist á um byggingu Hvalárvirkjunnar og ætlað var að lögheimilisflutningarnir væru til að hafa áhrif á úrslit kosninganna. Að endingu felldi Þjóðskrá úr gildi lögheimilisflutning tæplega 20 einstaklinga.Sjá einnig: Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í ÁrneshreppiÍ fyrrnefndri kæru er hreppsnefnd sögð hafa brotið gegn ákvæðum um að taka til meðferðar athugasemdir frá öðrum en Þjóðskrá og ákvæðum laga um leiðréttingar á kjörskrá, er fram kemur í Morgunblaðinu. Jafnframt hafa kærendur ýmislegt við framlagningu kjörskrárinnar að athuga, ásamt því að vanda málsmeðferð Þjóðskrár ekki kveðjurnar. Í kærunni er því einnig haldið fram að skilyrði séu uppfyllt fyrir að ógilda niðurstöður kosninganna. Vísa kærendurnir til ákvörðunar Hæstaréttar frá 2011 um lögmæti kosninga til stjórnlagaráðs, máli sínu til stuðnings.
Árneshreppur Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hvalárvirkjun ýmist sögð falleg eða hervirki gegn náttúrunni Hrafn Jökulsson kallar Hvalárvirkjun hervirki gegn náttúrunni sem aðeins erlendir auðkýfingar hagnist á. Oddviti Árneshrepps segir að þetta verði falleg virkjun sem komi öllum Vestfjörðum til góða. 30. maí 2018 23:15 Vefja náttsloppunum fastar utan um sig þegar við mætum með skóflurnar Árneshreppur á Ströndum er búinn að stela sviðsljósinu fyrir þessar kosningar. Bóndinn í Steinstúni vandar lögheimilisflytjendum ekki kveðjurnar. 23. maí 2018 22:15 Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í Árneshreppi "Mér líst bara vel á þetta nema það er náttúrulega ekkert gaman að vera kominn í hreppsnefndina,“ segir Björn Torfason bóndi léttur. 26. maí 2018 20:23 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir RÚV hættir með tíufréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Hvalárvirkjun ýmist sögð falleg eða hervirki gegn náttúrunni Hrafn Jökulsson kallar Hvalárvirkjun hervirki gegn náttúrunni sem aðeins erlendir auðkýfingar hagnist á. Oddviti Árneshrepps segir að þetta verði falleg virkjun sem komi öllum Vestfjörðum til góða. 30. maí 2018 23:15
Vefja náttsloppunum fastar utan um sig þegar við mætum með skóflurnar Árneshreppur á Ströndum er búinn að stela sviðsljósinu fyrir þessar kosningar. Bóndinn í Steinstúni vandar lögheimilisflytjendum ekki kveðjurnar. 23. maí 2018 22:15
Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í Árneshreppi "Mér líst bara vel á þetta nema það er náttúrulega ekkert gaman að vera kominn í hreppsnefndina,“ segir Björn Torfason bóndi léttur. 26. maí 2018 20:23