Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson skrifar 4. júní 2018 07:00 Það var engin tilviljun sem réði því að ríkisstjórnin afréð að koma ekki með frumvarpið um lækkun veiðigjalda fyrr en eftir byggðakosningarnar. Ríkisstjórnin veit að hún á óuppgerð mál við kjósendur. Reyndar telja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sig ekki eiga neitt óuppgert við kjósendur þegar kemur að veiðigjöldunum, lág veiðigjöld á núverandi formi er þeirra meðvitaða stefna og vilja þeir helst engu breyta frá núverandi fyrirkomulagi. Vinstri græn töluðu aftur á móti fjálglega fyrir kosningar fyrir hækkun veiðigjalda. Efndirnar eru lækkun gjaldanna.Skattaspor heimilanna Hugtakið „skattaspor“ er óspart notað af útgerðinni og málsvörum hennar og á að vera einhvers konar réttlæting á því að útgerðinni er ekki gert að greiða sams konar veiðigjald til þjóðarinnar og hún greiðir fyrir öll önnur aðföng þ.m.t. olíu til olíufélaganna og veiðarfæri til veiðarfærasalanna. Þjóðin á aftur á móti að þurfa að sætta sig við að notkunargjald fiskimiðanna sé ákvarðað á Alþingi. Þegar útgerðin og málsvarar útgerðanna tala um „skattaspor“ þá eru talin upp þau opinberu gjöld sem útgerðirnar greiða sem er að mestu leyti skattar og gjöld sem öll fyrirtæki á Íslandi greiða hvort sem er, útgerðir sem og önnur fyrirtæki. En „skattaspor“ má skoða með ýmsu móti. Þannig má til sanns vegar færa að „skattaspor“ hjóna með tvö börn á skólaaldri sé hlutfallslega stærra heldur en „skattaspor“ sjávarútvegsins. Hjónin þurfa að greiða beina skatta af launum sínum auk óbeinna skatta af öllum keyptum vörum til heimilisins til að fæða og klæða börn sín og sig sjálf. Hlutfallslegur kostnaður þeirra af opinberum gjöldum er síst minni heldur en sá kostnaður sem sjávarútvegurinn greiðir hinu opinbera. Vegna umfangs sjávarútvegsins nema greiðslur útgerðarinnar háum fjárhæðum. Málsvarar útgerðanna sjá svo um að tíunda þetta reglulega eins og að hér sé um einhvers konar ölmusu að ræða sem sjávarútvegurinn af góðsemi einni saman greiðir í ríkissjóð en ekki greiðsla sem þeim ber að inna af hendi nákvæmlega eins og hjónum með tvö börn er gert að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bolli Héðinsson Sjávarútvegur Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Sjá meira
Það var engin tilviljun sem réði því að ríkisstjórnin afréð að koma ekki með frumvarpið um lækkun veiðigjalda fyrr en eftir byggðakosningarnar. Ríkisstjórnin veit að hún á óuppgerð mál við kjósendur. Reyndar telja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sig ekki eiga neitt óuppgert við kjósendur þegar kemur að veiðigjöldunum, lág veiðigjöld á núverandi formi er þeirra meðvitaða stefna og vilja þeir helst engu breyta frá núverandi fyrirkomulagi. Vinstri græn töluðu aftur á móti fjálglega fyrir kosningar fyrir hækkun veiðigjalda. Efndirnar eru lækkun gjaldanna.Skattaspor heimilanna Hugtakið „skattaspor“ er óspart notað af útgerðinni og málsvörum hennar og á að vera einhvers konar réttlæting á því að útgerðinni er ekki gert að greiða sams konar veiðigjald til þjóðarinnar og hún greiðir fyrir öll önnur aðföng þ.m.t. olíu til olíufélaganna og veiðarfæri til veiðarfærasalanna. Þjóðin á aftur á móti að þurfa að sætta sig við að notkunargjald fiskimiðanna sé ákvarðað á Alþingi. Þegar útgerðin og málsvarar útgerðanna tala um „skattaspor“ þá eru talin upp þau opinberu gjöld sem útgerðirnar greiða sem er að mestu leyti skattar og gjöld sem öll fyrirtæki á Íslandi greiða hvort sem er, útgerðir sem og önnur fyrirtæki. En „skattaspor“ má skoða með ýmsu móti. Þannig má til sanns vegar færa að „skattaspor“ hjóna með tvö börn á skólaaldri sé hlutfallslega stærra heldur en „skattaspor“ sjávarútvegsins. Hjónin þurfa að greiða beina skatta af launum sínum auk óbeinna skatta af öllum keyptum vörum til heimilisins til að fæða og klæða börn sín og sig sjálf. Hlutfallslegur kostnaður þeirra af opinberum gjöldum er síst minni heldur en sá kostnaður sem sjávarútvegurinn greiðir hinu opinbera. Vegna umfangs sjávarútvegsins nema greiðslur útgerðarinnar háum fjárhæðum. Málsvarar útgerðanna sjá svo um að tíunda þetta reglulega eins og að hér sé um einhvers konar ölmusu að ræða sem sjávarútvegurinn af góðsemi einni saman greiðir í ríkissjóð en ekki greiðsla sem þeim ber að inna af hendi nákvæmlega eins og hjónum með tvö börn er gert að gera.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun