Telur líklegt að Trump geti náðað sjálfan sig Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2018 17:30 Rudy Guiliani fer fyrir lögfræðiteymi Bandaríkjaforseta. Vísir/AFP Rudy Guilani, yfirmaður lögfræðiteymis Donald Trump Bandaríkjaforseta, telur líklegt að forsetinn hafi vald til þess að náða sjálfan sig fari rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á versta veg. Guilani segir þó að Trump hafi ekki í hyggju að náða sjálfan sig. BBC greinir frá. Mueller fer sem kunnugt er fyrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum og meðal þess sem hann rannsakar eru möguleg tengsl framboðs Trump við Rússa. Hefur teymi Mueller viljað ná tali af Trump vegna rannsóknarinnar en enn ekki orðið af því.Í bréfi sem bandaríska dagblaðið New York Times hefur birt og var skrifað af lögfræðingum Trump til Mueller er því haldið fram að ekki sé hægt að knýja forsetann til að mæta í viðtal við saksóknarann. Forsetinn hafi fullkomin yfirráð yfir bandarískri stjórnsýslu, þar á meðal rannsóknum eins og þeirri sem Muller stýrir.JUST IN: Does Pres. Trump have the power to pardon himself?"He's not, but he probably does," Rudy Giuliani tells @GStephanopoulos. "He has no intention of pardoning himself, but that doesn't say he can't." https://t.co/Dx6UsiNNiK pic.twitter.com/ULM1x7fSac— ABC News (@ABC) June 3, 2018 Guiliani hefur verið tíður gestur í spjall- og fréttaþáttum eftir að hann var skipaður í lögfræðiteymi Trump og var hann mættur í þáttinn This Week á ABC til þess að ræða bréfið sem var sent til Mueller. Var hann þar spurður hvort að lögfræðiteymið liti svo á að hann hefði vald til þes að náða sjálfan sig. Sagði Guiliani að líklega væri það svo en bætti við að Trump hefði ekki hug á slíku, enda gæti það reynst honum erfitt. „Pólitískar afleiðingar af því yrðu miklar. Að náða einhvern annan er einn hlutur, en að náða sjálfan sig. Það er allt annað,“ sagði Guiliani.Alls óvíst er hvort að forseti Bandaríkjanna hafi vald til þess að náða sjálfan sig en engin fordæmi eru fyrir slíku. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Birtu 20 síðna leynilegt bréf Bandaríska dagblaðið New York Times hafa birt bréf sem lögmenn Donalds Trumps forseta skrifuðu Robert Muller, sérstökum saksóknara. 3. júní 2018 12:56 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Rudy Guilani, yfirmaður lögfræðiteymis Donald Trump Bandaríkjaforseta, telur líklegt að forsetinn hafi vald til þess að náða sjálfan sig fari rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á versta veg. Guilani segir þó að Trump hafi ekki í hyggju að náða sjálfan sig. BBC greinir frá. Mueller fer sem kunnugt er fyrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum og meðal þess sem hann rannsakar eru möguleg tengsl framboðs Trump við Rússa. Hefur teymi Mueller viljað ná tali af Trump vegna rannsóknarinnar en enn ekki orðið af því.Í bréfi sem bandaríska dagblaðið New York Times hefur birt og var skrifað af lögfræðingum Trump til Mueller er því haldið fram að ekki sé hægt að knýja forsetann til að mæta í viðtal við saksóknarann. Forsetinn hafi fullkomin yfirráð yfir bandarískri stjórnsýslu, þar á meðal rannsóknum eins og þeirri sem Muller stýrir.JUST IN: Does Pres. Trump have the power to pardon himself?"He's not, but he probably does," Rudy Giuliani tells @GStephanopoulos. "He has no intention of pardoning himself, but that doesn't say he can't." https://t.co/Dx6UsiNNiK pic.twitter.com/ULM1x7fSac— ABC News (@ABC) June 3, 2018 Guiliani hefur verið tíður gestur í spjall- og fréttaþáttum eftir að hann var skipaður í lögfræðiteymi Trump og var hann mættur í þáttinn This Week á ABC til þess að ræða bréfið sem var sent til Mueller. Var hann þar spurður hvort að lögfræðiteymið liti svo á að hann hefði vald til þes að náða sjálfan sig. Sagði Guiliani að líklega væri það svo en bætti við að Trump hefði ekki hug á slíku, enda gæti það reynst honum erfitt. „Pólitískar afleiðingar af því yrðu miklar. Að náða einhvern annan er einn hlutur, en að náða sjálfan sig. Það er allt annað,“ sagði Guiliani.Alls óvíst er hvort að forseti Bandaríkjanna hafi vald til þess að náða sjálfan sig en engin fordæmi eru fyrir slíku.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Birtu 20 síðna leynilegt bréf Bandaríska dagblaðið New York Times hafa birt bréf sem lögmenn Donalds Trumps forseta skrifuðu Robert Muller, sérstökum saksóknara. 3. júní 2018 12:56 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00
Birtu 20 síðna leynilegt bréf Bandaríska dagblaðið New York Times hafa birt bréf sem lögmenn Donalds Trumps forseta skrifuðu Robert Muller, sérstökum saksóknara. 3. júní 2018 12:56