Búið að semja um myndun nýs meirihluta á Akranesi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. júní 2018 13:24 Sjálfstæðisflokkurinn var með hreinan meirihluta á Akranesi á síðasta kjörtímabili. Vísir/GVA Samfylkingin og Framsókn og frjálsir á Akranesi hafa gengið frá málefnasamningi um myndun nýs meirihluta á Akranesi. Samningurinn verður lagður fyrir félagsmenn í kvöld. Sævar Freyr Þráinsson mun áfram verða bæjarstjóri sveitarfélagsins. Elsa Lára Arnarsdóttir oddviti Framsóknar og áháðra staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Framsókn og frjálsir og Samfylkingin eru búin að ganga frá samningi sín á milli um meirihlutasamstarf. Það eru félagsfundir hjá báðum félögunum klukkan átta í kvöld og þá verður samningurinn lagður fyrir félagsmenn. Þá kemur í ljós hvað verður.“ Kjörnir bæjarfulltrúar flokkanna á Akranesi hafa fundað saman síðustu daga. Búist er við að samningurinn verði undirritaður fljótlega. „Við höfum verið í sambandi við okkar fólk og höfum landað málefnasamningi sem að við erum öll sátt við, mjög sátt við. Hann verður borinn undir félagsmenn í kvöld og ef samþykki fæst þá verður skrifað undir.“ Elsa segir að það sé vilji beggja flokka að Sævar Freyr verði áfram bæjarstjóri og það sé komið samkomulag um það við hann sjálfan.Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóriSkjáskot/Stöð2Áhersla á fjölskyldur Sjálfstæðisflokkurinn var í hreinum meirihluta á síðasta kjörtímabili og hlaut 41,4 prósent í kosningunum um síðustu helgi og missti því einn bæjarfulltrúa. Samfylkingin hlaut 31,2 prósent atkvæða og Framsóknarflokkurinn 21,8 prósent. Níu manns skipa bæjarstjórn á Akranesi. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn inn, Samfylkingin þrjá og Framsókn tvo. Miðflokkurinn hlaut aðeins 5,7 prósent atkvæða og náði ekki manni inn. Því var ljóst strax að mynda þyrfti nýjan meirihluta á Skaganum en Elsa Lára segir að umræðurnar síðustu daga hafi gengið mjög vel og flokkarnir náðu vel saman um stærstu málefnin. „Við leggjum mjög mikla áherslu á Akranes sem fjölskylduvænt samfélag. Það er að horfa inn í menntamál, inn í dagvistunarmál, inn í velferðarmálin. Auk þess leggjum við mikla áherslu á atvinnumál því ef við eigum að eiga inni fyrir uppbyggingu og sækja fram í velferðar- og fjölskyldumálum þá þarf atvinnan að vera til staðar.“Bæjarfulltrúar á AkranesiVísir/GvendurLíkar stefnuskrár Hún segir að enginn ágreiningur hafi komið upp á milli fulltrúa flokkanna tveggja. „Þetta hefur í rauninni bara gengið ótrúlega vel og við höfum verið mjög samstíga í öllum málum og búin að þurfa mjög erfið mál í þessu. Stefnuskrárnar voru allar mjög líkar og mjög líkar hjá okkur báðum og málefnasamningurinn endurspeglar þau atriði.“ Aðspurð hvort samstarf með Sjálfstæðisflokki hafi komið til greina svarar Elsa: „Við kölluðum þau á fund okkar og buðum þeim ákveðin sæti en þau ákváðu að taka það ekki og þar við situr bara.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Lokatölur frá Akranesi: Mynda þarf nýjan meirihluta á Skaganum Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur á Akranesi en náði ekki hreinum meirihluta. 27. maí 2018 01:16 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Sjá meira
Samfylkingin og Framsókn og frjálsir á Akranesi hafa gengið frá málefnasamningi um myndun nýs meirihluta á Akranesi. Samningurinn verður lagður fyrir félagsmenn í kvöld. Sævar Freyr Þráinsson mun áfram verða bæjarstjóri sveitarfélagsins. Elsa Lára Arnarsdóttir oddviti Framsóknar og áháðra staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Framsókn og frjálsir og Samfylkingin eru búin að ganga frá samningi sín á milli um meirihlutasamstarf. Það eru félagsfundir hjá báðum félögunum klukkan átta í kvöld og þá verður samningurinn lagður fyrir félagsmenn. Þá kemur í ljós hvað verður.“ Kjörnir bæjarfulltrúar flokkanna á Akranesi hafa fundað saman síðustu daga. Búist er við að samningurinn verði undirritaður fljótlega. „Við höfum verið í sambandi við okkar fólk og höfum landað málefnasamningi sem að við erum öll sátt við, mjög sátt við. Hann verður borinn undir félagsmenn í kvöld og ef samþykki fæst þá verður skrifað undir.“ Elsa segir að það sé vilji beggja flokka að Sævar Freyr verði áfram bæjarstjóri og það sé komið samkomulag um það við hann sjálfan.Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóriSkjáskot/Stöð2Áhersla á fjölskyldur Sjálfstæðisflokkurinn var í hreinum meirihluta á síðasta kjörtímabili og hlaut 41,4 prósent í kosningunum um síðustu helgi og missti því einn bæjarfulltrúa. Samfylkingin hlaut 31,2 prósent atkvæða og Framsóknarflokkurinn 21,8 prósent. Níu manns skipa bæjarstjórn á Akranesi. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn inn, Samfylkingin þrjá og Framsókn tvo. Miðflokkurinn hlaut aðeins 5,7 prósent atkvæða og náði ekki manni inn. Því var ljóst strax að mynda þyrfti nýjan meirihluta á Skaganum en Elsa Lára segir að umræðurnar síðustu daga hafi gengið mjög vel og flokkarnir náðu vel saman um stærstu málefnin. „Við leggjum mjög mikla áherslu á Akranes sem fjölskylduvænt samfélag. Það er að horfa inn í menntamál, inn í dagvistunarmál, inn í velferðarmálin. Auk þess leggjum við mikla áherslu á atvinnumál því ef við eigum að eiga inni fyrir uppbyggingu og sækja fram í velferðar- og fjölskyldumálum þá þarf atvinnan að vera til staðar.“Bæjarfulltrúar á AkranesiVísir/GvendurLíkar stefnuskrár Hún segir að enginn ágreiningur hafi komið upp á milli fulltrúa flokkanna tveggja. „Þetta hefur í rauninni bara gengið ótrúlega vel og við höfum verið mjög samstíga í öllum málum og búin að þurfa mjög erfið mál í þessu. Stefnuskrárnar voru allar mjög líkar og mjög líkar hjá okkur báðum og málefnasamningurinn endurspeglar þau atriði.“ Aðspurð hvort samstarf með Sjálfstæðisflokki hafi komið til greina svarar Elsa: „Við kölluðum þau á fund okkar og buðum þeim ákveðin sæti en þau ákváðu að taka það ekki og þar við situr bara.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Lokatölur frá Akranesi: Mynda þarf nýjan meirihluta á Skaganum Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur á Akranesi en náði ekki hreinum meirihluta. 27. maí 2018 01:16 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Sjá meira
Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15
Lokatölur frá Akranesi: Mynda þarf nýjan meirihluta á Skaganum Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur á Akranesi en náði ekki hreinum meirihluta. 27. maí 2018 01:16