Stefán Árni Pálsson, umsjónamaður Ástríðunnar, heyrði í stuðningsmönnum fyrir og eftir leik og kíkti inn á Dúllubarinn og ræddi þar við sjálfan Sigga Dúllu. Móðir Hilmars Árna Halldórssonar er að vonum mjög sátt við sinn dreng eftir frábæra byrjun á mótinu. Ástríðan heyrði hljóðið í henni og fullt af skemmtilegu fólki eftir leikinn á sunnudaginn.
Hér að neðan má sjá Ástríðuinnslagið úr síðasta þætti en ávallt kemur inn mun lengri útgáfa af Ástríðunni inn á Vísi.
Hér má fylgjast með Pepsimörkunum á Facebook en þar birtast fjölmörg myndbönd úr Pepsimörkunum.