Popúlistaflokkarnir loks teknir við völdum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. júní 2018 07:00 Luigi Di Maio, formaður Fimm stjörnu hreyfingarinnar, er nýr vinnumála- og iðnaðarráðherra Vísir/Getty Popúlistaflokkarnir taka við völdum á Ítalíu eftir þriggja mánaða stjórnarkreppu. Ætla ekki að kasta evrunni fyrir borð en vilja lækka skatta og vísa hálfri milljón óskráðra innflytjenda, sem eru mestmegnis flóttamenn, úr landi. Ný ríkisstjórn popúlistaflokkanna Fimmstjörnuhreyfingarinnar og Bandalagsins tók við völdum á Ítalíu í gær. Þar með lauk þriggja mánaða langri stjórnarkreppu. Flokkarnir hafa heitið skattalækkunum, tekjum fyrir atvinnulausa og fátæka og brottflutningi hálfrar milljónar flóttamanna, svo fátt eitt sé nefnt. Ljóst var að stjórnarmyndun yrði erfið þegar niðurstöður þingkosninga lágu fyrir í byrjun mars. Hvorki kosningabandalag hægri né vinstri flokka fékk hreinan meirihluta og spilaði Fimmstjörnuhreyfingin þar stórt hlutverk, enda flokkurinn frá stofnun barist gegn „hinni rótgrónu elítu“. Svo fór að þessir stærstu og mestu popúlistaflokkar Ítalíu hófu stjórnarmyndunarviðræður. Aðrir flokkar kosningabandalags hægri flokka, sem Bandalagið tilheyrði, sátu því eftir með sárt ennið. Stjórnarmyndun hefur þó ekki gengið snurðulaust fyrir sig. Fyrr í vikunni höfðu flokkarnir skilað ráðherralistanum til Sergios Mattarella forseta. Forsetinn neitaði þó að samþykkja fjármálaráðherrann vegna andstöðu við evruna og sagðist ætla að skipa starfsstjórn og fór fram á að boðað yrði til kosninga á ný. Popúlistaflokkarnir snöggreiddust, töldu Mattarella með þessu fara út fyrir valdsvið sitt. Í gær afhenti Giuseppe Conte, forsætisráðherraefni flokkanna, Mattarella svo nýjan ráðherralista með nýju fjármálaráðherraefni, Giovanni Tria, sem er hlynntur evrunni. Mattarella féllst á listann og lauk því mánaðalangri stjórnarkreppu. Fyrir liggur að hvorki Fimmstjörnuhreyfingin né Bandalagið eru hlynnt evrunni. Bandalagsmenn hafa verið harðir í þessari andstöðu sinni og hefur formaðurinn Matteo Salvini lýst því yfir að það hafi verið mistök að taka upp evru. Fimmstjörnuhreyfingin hefur áður sagst vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. En þótt evran sé ekki í uppáhaldi hjá þessari nýju ríkisstjórn lítur ekki út fyrir að gjaldmiðillinn sé á útleið á Ítalíu í bráð. Samkvæmt BBC vilja flokkarnir ekki yfirgefa evrusvæðið á kjörtímabilinu, vilja heldur einbeita sér að því að breyta því innan frá. Sé horft til annarra efnahagsmála vill hin nýja ríkisstjórn taka upp nærri hundrað þúsund króna mánaðarlegar greiðslur til fátækra og atvinnulausra og lækka tekjuskattinn. Tekjuskattþrepin verði tvö, fimmtán og tuttugu prósent. Hæsta skattþrepið nú er tæp fimmtíu prósent. Sterk afstaða Bandalagsmanna á móti innflytjendum fær að njóta sín í stjórnarsáttmálanum. Stjórnin ætlar nefnilega að setja í forgang að vísa hálfri milljón óskráðra innflytjenda úr landi. Um er nær eingöngu að ræða flóttamenn frá Afríku og Mið-Austurlöndum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Áframhaldandi óvissa í ítölskum stjórnmálum Hlutabréfamarkaðir hafa tekið dýfu og skuldakostnaður Ítalíu hækkað vegna pattstöðu sem upp er komin í stjórnmálum í landinu. 30. maí 2018 11:18 Popúlistar mynda ríkisstjórn á Ítalíu eftir allt saman Flokkarnir tveir sem mynda ríkisstjórnina eru báðir gagnrýnir á Evrópusambandið og evruna. 31. maí 2018 22:26 Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Popúlistaflokkarnir taka við völdum á Ítalíu eftir þriggja mánaða stjórnarkreppu. Ætla ekki að kasta evrunni fyrir borð en vilja lækka skatta og vísa hálfri milljón óskráðra innflytjenda, sem eru mestmegnis flóttamenn, úr landi. Ný ríkisstjórn popúlistaflokkanna Fimmstjörnuhreyfingarinnar og Bandalagsins tók við völdum á Ítalíu í gær. Þar með lauk þriggja mánaða langri stjórnarkreppu. Flokkarnir hafa heitið skattalækkunum, tekjum fyrir atvinnulausa og fátæka og brottflutningi hálfrar milljónar flóttamanna, svo fátt eitt sé nefnt. Ljóst var að stjórnarmyndun yrði erfið þegar niðurstöður þingkosninga lágu fyrir í byrjun mars. Hvorki kosningabandalag hægri né vinstri flokka fékk hreinan meirihluta og spilaði Fimmstjörnuhreyfingin þar stórt hlutverk, enda flokkurinn frá stofnun barist gegn „hinni rótgrónu elítu“. Svo fór að þessir stærstu og mestu popúlistaflokkar Ítalíu hófu stjórnarmyndunarviðræður. Aðrir flokkar kosningabandalags hægri flokka, sem Bandalagið tilheyrði, sátu því eftir með sárt ennið. Stjórnarmyndun hefur þó ekki gengið snurðulaust fyrir sig. Fyrr í vikunni höfðu flokkarnir skilað ráðherralistanum til Sergios Mattarella forseta. Forsetinn neitaði þó að samþykkja fjármálaráðherrann vegna andstöðu við evruna og sagðist ætla að skipa starfsstjórn og fór fram á að boðað yrði til kosninga á ný. Popúlistaflokkarnir snöggreiddust, töldu Mattarella með þessu fara út fyrir valdsvið sitt. Í gær afhenti Giuseppe Conte, forsætisráðherraefni flokkanna, Mattarella svo nýjan ráðherralista með nýju fjármálaráðherraefni, Giovanni Tria, sem er hlynntur evrunni. Mattarella féllst á listann og lauk því mánaðalangri stjórnarkreppu. Fyrir liggur að hvorki Fimmstjörnuhreyfingin né Bandalagið eru hlynnt evrunni. Bandalagsmenn hafa verið harðir í þessari andstöðu sinni og hefur formaðurinn Matteo Salvini lýst því yfir að það hafi verið mistök að taka upp evru. Fimmstjörnuhreyfingin hefur áður sagst vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. En þótt evran sé ekki í uppáhaldi hjá þessari nýju ríkisstjórn lítur ekki út fyrir að gjaldmiðillinn sé á útleið á Ítalíu í bráð. Samkvæmt BBC vilja flokkarnir ekki yfirgefa evrusvæðið á kjörtímabilinu, vilja heldur einbeita sér að því að breyta því innan frá. Sé horft til annarra efnahagsmála vill hin nýja ríkisstjórn taka upp nærri hundrað þúsund króna mánaðarlegar greiðslur til fátækra og atvinnulausra og lækka tekjuskattinn. Tekjuskattþrepin verði tvö, fimmtán og tuttugu prósent. Hæsta skattþrepið nú er tæp fimmtíu prósent. Sterk afstaða Bandalagsmanna á móti innflytjendum fær að njóta sín í stjórnarsáttmálanum. Stjórnin ætlar nefnilega að setja í forgang að vísa hálfri milljón óskráðra innflytjenda úr landi. Um er nær eingöngu að ræða flóttamenn frá Afríku og Mið-Austurlöndum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Áframhaldandi óvissa í ítölskum stjórnmálum Hlutabréfamarkaðir hafa tekið dýfu og skuldakostnaður Ítalíu hækkað vegna pattstöðu sem upp er komin í stjórnmálum í landinu. 30. maí 2018 11:18 Popúlistar mynda ríkisstjórn á Ítalíu eftir allt saman Flokkarnir tveir sem mynda ríkisstjórnina eru báðir gagnrýnir á Evrópusambandið og evruna. 31. maí 2018 22:26 Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Áframhaldandi óvissa í ítölskum stjórnmálum Hlutabréfamarkaðir hafa tekið dýfu og skuldakostnaður Ítalíu hækkað vegna pattstöðu sem upp er komin í stjórnmálum í landinu. 30. maí 2018 11:18
Popúlistar mynda ríkisstjórn á Ítalíu eftir allt saman Flokkarnir tveir sem mynda ríkisstjórnina eru báðir gagnrýnir á Evrópusambandið og evruna. 31. maí 2018 22:26