Einangruð Bandaríki beittu neitunarvaldi í öryggisráðinu Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2018 23:30 Haley greiddi ein atkvæði með tillögu sinni um að öryggisráðið skellti skuldinni á Hamas-samtökin. Vísir/AP Sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar sakaði aðildarríki þeirra um hlutdrægni gegn Ísrael eftir að ekkert ríki greiddi atkvæði með tillögu hans um að öryggisráðið kenndi Hamas-samtökunum um ofbeldi á Gasaströndinni. Áður hafði hann beitt neitunarvaldi til að fella ályktun þar sem dráp Ísraela á Palestínumönnum voru fordæmd. Kúvætar lögðu fram tillögu að ályktun í öryggisráðinu í dag þar sem ofbeldi Ísraelshers gegn palestínskum mótmælendum á Gasaströndinni undanfarnar vikur var fordæmt. Að minnsta kosti 116 Palestínumenn hafa fallið fyrir hendi ísraelskra hermanna frá 30. mars, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Frakkland, Kína, Fílabeinsströndin, Kasakstan, Bólivía, Perú, Svíþjóð og Miðbaugs-Gínea greiddu atkvæði með tillögunni en Bretland, Holland, Pólland og Eþíópía sátu hjá. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, beitti neitunvaldi gegn tillögunni. Haley lagði síðan fram eigin drög að ályktun þar sem Hamas var kennt um ofbeldi síðustu vikna og mánaða. Ekkert annað ríki greiddi atkvæði með þeirri tillögu. Þrjú ríki greiddu atkvæði gegn henni og ellefu sátu hjá. „Það er nú algerlega ljóst að Sameinuðu þjóðirnar eru vonleysislega hlutdrægar gegn Ísrael,“ sagði Haley í yfirlýsingu þar sem hún fullyrti einnig að öryggisráðið væri tilbúið að kenna Ísrael um en ekki Hamas. Bandaríkin Ísrael Miðbaugs-Gínea Palestína Tengdar fréttir Viðkvæmt vopnahlé tekur gildi á Gaza ströndinni Vopnahlé tók gildi á milli Ísraels og palestínskra skæruliða á Gaza ströndinni í morgun. Það mun vera afrakstur leynilegra viðræðna Hamas samtakanna við ísraelska stjórnarerindreka. 31. maí 2018 10:21 Sprengjum rignir yfir Ísrael og Gaza Ráðherra njósnamála í Ísrael, sagði í úrvarpsviðtali í dag að ekki hefðu verið jafn miklar líkur á stríði síðan árið 2014. 29. maí 2018 20:07 Viðbrögð Ísraela við mótmælum sögð í engu samræmi við tilefnið Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir dráp Ísraela á palestínskum mótmælendum mögulega geta talist alvarlegt brot á Genfarsáttmálanum. 18. maí 2018 12:24 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar sakaði aðildarríki þeirra um hlutdrægni gegn Ísrael eftir að ekkert ríki greiddi atkvæði með tillögu hans um að öryggisráðið kenndi Hamas-samtökunum um ofbeldi á Gasaströndinni. Áður hafði hann beitt neitunarvaldi til að fella ályktun þar sem dráp Ísraela á Palestínumönnum voru fordæmd. Kúvætar lögðu fram tillögu að ályktun í öryggisráðinu í dag þar sem ofbeldi Ísraelshers gegn palestínskum mótmælendum á Gasaströndinni undanfarnar vikur var fordæmt. Að minnsta kosti 116 Palestínumenn hafa fallið fyrir hendi ísraelskra hermanna frá 30. mars, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Frakkland, Kína, Fílabeinsströndin, Kasakstan, Bólivía, Perú, Svíþjóð og Miðbaugs-Gínea greiddu atkvæði með tillögunni en Bretland, Holland, Pólland og Eþíópía sátu hjá. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, beitti neitunvaldi gegn tillögunni. Haley lagði síðan fram eigin drög að ályktun þar sem Hamas var kennt um ofbeldi síðustu vikna og mánaða. Ekkert annað ríki greiddi atkvæði með þeirri tillögu. Þrjú ríki greiddu atkvæði gegn henni og ellefu sátu hjá. „Það er nú algerlega ljóst að Sameinuðu þjóðirnar eru vonleysislega hlutdrægar gegn Ísrael,“ sagði Haley í yfirlýsingu þar sem hún fullyrti einnig að öryggisráðið væri tilbúið að kenna Ísrael um en ekki Hamas.
Bandaríkin Ísrael Miðbaugs-Gínea Palestína Tengdar fréttir Viðkvæmt vopnahlé tekur gildi á Gaza ströndinni Vopnahlé tók gildi á milli Ísraels og palestínskra skæruliða á Gaza ströndinni í morgun. Það mun vera afrakstur leynilegra viðræðna Hamas samtakanna við ísraelska stjórnarerindreka. 31. maí 2018 10:21 Sprengjum rignir yfir Ísrael og Gaza Ráðherra njósnamála í Ísrael, sagði í úrvarpsviðtali í dag að ekki hefðu verið jafn miklar líkur á stríði síðan árið 2014. 29. maí 2018 20:07 Viðbrögð Ísraela við mótmælum sögð í engu samræmi við tilefnið Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir dráp Ísraela á palestínskum mótmælendum mögulega geta talist alvarlegt brot á Genfarsáttmálanum. 18. maí 2018 12:24 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Viðkvæmt vopnahlé tekur gildi á Gaza ströndinni Vopnahlé tók gildi á milli Ísraels og palestínskra skæruliða á Gaza ströndinni í morgun. Það mun vera afrakstur leynilegra viðræðna Hamas samtakanna við ísraelska stjórnarerindreka. 31. maí 2018 10:21
Sprengjum rignir yfir Ísrael og Gaza Ráðherra njósnamála í Ísrael, sagði í úrvarpsviðtali í dag að ekki hefðu verið jafn miklar líkur á stríði síðan árið 2014. 29. maí 2018 20:07
Viðbrögð Ísraela við mótmælum sögð í engu samræmi við tilefnið Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir dráp Ísraela á palestínskum mótmælendum mögulega geta talist alvarlegt brot á Genfarsáttmálanum. 18. maí 2018 12:24