Berst fyrir því að nota kannabis í NFL Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. júní 2018 06:00 James í leik með Tampa Bay vísir/getty Bandaríski NFL leikmaðurinn Mike James segist þurfa að neyta kannabisefna til þess að spila íþróttina og vill fá leyfi til þess að spila með kannabis í blóðinu. James, sem er samningslaus eins og er, hefur lagt inn formlega beiðni um undanþágu frá banni á kannabis. Beiðninni var hafnað vegna ófullnægjandi sannanna um að hann þyrfti í raun á efnunum að halda en James á enn í viðræðum við forráðamenn deildarinnar. „Það að leggja inn beiðnina var mikil áhætta og gæti hafa kostað mig ferilinn,“ sagði James við BBC. „En þetta var eitthvað sem ég þurfti að gera. Ég er í þeirri stöðu að ég verð að gera þetta til að endurheimta líf mitt og ég get hjálpað leikmönnunum í deildinni með þessu.“ James var valinn sjötti í nýliðavalinu árið 2013 af Tampa Bay Buccaneers en hann brotnaði á ökkla á sínu fyrsta tímabili og hefur ferill hans aldrei náð almennilega af stað eftir það þar sem James hefur glímt við mikla verki í ökklanum síðan þá og varð háður verkjalyfjum. „Ég datt í þann pakka að gera hvað sem ég gat til þess að komast inn á völlinn en ég var farin að hafa skaðleg áhrif á líf mitt fyrir utan völlinn. Fíkn er erfiður sjúkdómur en kannabis gefur mér annan valkost.“ Kannabis er löglegt í Flórídafylki og segir James neyslu þess hafa hjálpað sér mjög mikið að slá á verkina og fíknina. Efnið er hins vegar ekki leyfilegt í NFL deildinni. James segir að þrátt fyrir að efnið sé ólöglegt sé líklega meira en helmingur leikmanna deildarinnar sem noti kannabis og margir styðji við bakið á honum í baráttunni við að fá að nota kannabis. NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leik Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sjá meira
Bandaríski NFL leikmaðurinn Mike James segist þurfa að neyta kannabisefna til þess að spila íþróttina og vill fá leyfi til þess að spila með kannabis í blóðinu. James, sem er samningslaus eins og er, hefur lagt inn formlega beiðni um undanþágu frá banni á kannabis. Beiðninni var hafnað vegna ófullnægjandi sannanna um að hann þyrfti í raun á efnunum að halda en James á enn í viðræðum við forráðamenn deildarinnar. „Það að leggja inn beiðnina var mikil áhætta og gæti hafa kostað mig ferilinn,“ sagði James við BBC. „En þetta var eitthvað sem ég þurfti að gera. Ég er í þeirri stöðu að ég verð að gera þetta til að endurheimta líf mitt og ég get hjálpað leikmönnunum í deildinni með þessu.“ James var valinn sjötti í nýliðavalinu árið 2013 af Tampa Bay Buccaneers en hann brotnaði á ökkla á sínu fyrsta tímabili og hefur ferill hans aldrei náð almennilega af stað eftir það þar sem James hefur glímt við mikla verki í ökklanum síðan þá og varð háður verkjalyfjum. „Ég datt í þann pakka að gera hvað sem ég gat til þess að komast inn á völlinn en ég var farin að hafa skaðleg áhrif á líf mitt fyrir utan völlinn. Fíkn er erfiður sjúkdómur en kannabis gefur mér annan valkost.“ Kannabis er löglegt í Flórídafylki og segir James neyslu þess hafa hjálpað sér mjög mikið að slá á verkina og fíknina. Efnið er hins vegar ekki leyfilegt í NFL deildinni. James segir að þrátt fyrir að efnið sé ólöglegt sé líklega meira en helmingur leikmanna deildarinnar sem noti kannabis og margir styðji við bakið á honum í baráttunni við að fá að nota kannabis.
NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leik Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sjá meira