Trump vill að Bee hljóti sömu örlög og Roseanne Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júní 2018 15:00 Samantha Bee er vinsæll þáttastjórnandi í Bandaríkjunum. Vísir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að þáttur Samantha Bee verði tekin af dagskrá eftir að hún lét ónærgætin ummæli falla um dóttur Trump í þætti hennar. Bee stýrir þættinum Full Frontal þar sem hún fjallar á hispurslausan og gagnrýninn hátt um stjórnmál og málefni líðandi stundar. Í þætti í vikunni tók hún fyrir fréttir sem berast nú af landamæravörðum sem aðskilja börn frá foreldrum sínum við komuna til Bandaríkjanna. Tók hún Ivönku Trump sérstaklega fyrir en fjölmargir netverjar gagnrýndu dóttur forsetans fyrir að birta mynd af sér og tveggja ára syni sínum í gærmorgun, á sama tíma og það sem væri í gangi á landamærum Bandaríkjanna. Hvatti hún Ivönku til þess að beita áhrifum sínum en lét þau ummæli falla að Ivanka væri „gagnslaus t****“. Bee hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir ummælin og baðst hún afsökunar á þeim í dag. Það virðist hins vegar ekki vera nóg fyrir Trump sem á Twitter í dag kallaði eftir því að þáttur Bee yrði tekin af dagskrá. Velti hann því fyrir sér af hverju þáttur hennar yrði ekki tekin af dagskrá á sama tíma og þáttur Roseanne Barr var tekinn af dagskrá eftir rasískt tíst hennar. Barr tísti um að Valerie Jarrett, sem er svört, væri barn Bræðralags múslima, egypsk flokks íslamista, og kvikmyndanna um Apaplánetuna. Hún hefur síðan eytt tístinu og beðist afsökunar á lélegum brandara.Why aren't they firing no talent Samantha Bee for the horrible language used on her low ratings show? A total double standard but that's O.K., we are Winning, and will be doing so for a long time to come!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 1, 2018 Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Kennir svefnpillum um rasískt tíst Bandaríska leikkonan Roseanne Barr tísti svívirðingum um að Valerie Jarrett, fyrrverandi ráðgjafi Barack Obama, væri api. 30. maí 2018 14:25 Roseanne tekin af dagskrá eftir rasískt tíst Leikkonan íhaldssama líkti ráðgjafa Obama forseta við íslamískan apa á Twitter. 29. maí 2018 18:24 Segja rasisma ekki vera fylgikvilla Ambien Leikkonan Roseanne Barr sagði í dag að hún hefði skrifað rasískt tíst sem leiddu til þess að hætt var með sjónvarpsþáttar hennar vegna þess að hún hefði verið undir áhrifum svefnlyfsins Ambien. 30. maí 2018 18:29 Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að þáttur Samantha Bee verði tekin af dagskrá eftir að hún lét ónærgætin ummæli falla um dóttur Trump í þætti hennar. Bee stýrir þættinum Full Frontal þar sem hún fjallar á hispurslausan og gagnrýninn hátt um stjórnmál og málefni líðandi stundar. Í þætti í vikunni tók hún fyrir fréttir sem berast nú af landamæravörðum sem aðskilja börn frá foreldrum sínum við komuna til Bandaríkjanna. Tók hún Ivönku Trump sérstaklega fyrir en fjölmargir netverjar gagnrýndu dóttur forsetans fyrir að birta mynd af sér og tveggja ára syni sínum í gærmorgun, á sama tíma og það sem væri í gangi á landamærum Bandaríkjanna. Hvatti hún Ivönku til þess að beita áhrifum sínum en lét þau ummæli falla að Ivanka væri „gagnslaus t****“. Bee hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir ummælin og baðst hún afsökunar á þeim í dag. Það virðist hins vegar ekki vera nóg fyrir Trump sem á Twitter í dag kallaði eftir því að þáttur Bee yrði tekin af dagskrá. Velti hann því fyrir sér af hverju þáttur hennar yrði ekki tekin af dagskrá á sama tíma og þáttur Roseanne Barr var tekinn af dagskrá eftir rasískt tíst hennar. Barr tísti um að Valerie Jarrett, sem er svört, væri barn Bræðralags múslima, egypsk flokks íslamista, og kvikmyndanna um Apaplánetuna. Hún hefur síðan eytt tístinu og beðist afsökunar á lélegum brandara.Why aren't they firing no talent Samantha Bee for the horrible language used on her low ratings show? A total double standard but that's O.K., we are Winning, and will be doing so for a long time to come!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 1, 2018
Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Kennir svefnpillum um rasískt tíst Bandaríska leikkonan Roseanne Barr tísti svívirðingum um að Valerie Jarrett, fyrrverandi ráðgjafi Barack Obama, væri api. 30. maí 2018 14:25 Roseanne tekin af dagskrá eftir rasískt tíst Leikkonan íhaldssama líkti ráðgjafa Obama forseta við íslamískan apa á Twitter. 29. maí 2018 18:24 Segja rasisma ekki vera fylgikvilla Ambien Leikkonan Roseanne Barr sagði í dag að hún hefði skrifað rasískt tíst sem leiddu til þess að hætt var með sjónvarpsþáttar hennar vegna þess að hún hefði verið undir áhrifum svefnlyfsins Ambien. 30. maí 2018 18:29 Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Kennir svefnpillum um rasískt tíst Bandaríska leikkonan Roseanne Barr tísti svívirðingum um að Valerie Jarrett, fyrrverandi ráðgjafi Barack Obama, væri api. 30. maí 2018 14:25
Roseanne tekin af dagskrá eftir rasískt tíst Leikkonan íhaldssama líkti ráðgjafa Obama forseta við íslamískan apa á Twitter. 29. maí 2018 18:24
Segja rasisma ekki vera fylgikvilla Ambien Leikkonan Roseanne Barr sagði í dag að hún hefði skrifað rasískt tíst sem leiddu til þess að hætt var með sjónvarpsþáttar hennar vegna þess að hún hefði verið undir áhrifum svefnlyfsins Ambien. 30. maí 2018 18:29