Íris Róbertsdóttir verður bæjarstjóri í Eyjum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júní 2018 11:45 Íris Róbertsdóttir er nýr bæjarstjóri í Eyjum. Vísir/Stöð2 Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans, Fyrir Heimaey, verður bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Njáli Ragnarssyni, oddvita Eyjalistans, sem verður formaður bæjarráðs í Eyjum en H-listinn og Eyjalistinn mynda nýjan meirihluta í bæjarstjórninni. „Að ósk Eyjalistans mun Íris Róbertsdóttir ekki segja af sér sem bæjarfulltrúi eins og H-listinn hafði áform um, yrði oddviti hans bæjarstjóri. Málefnasamningur hins nýja meirihluta verður kynntur í næstu viku,“ segir í tilkynningunni. Íris tekur við starfinu af Elliða Vignissyni sem hefur verið bæjarstjóri í Eyjum frá árinu 2006.Óánægja með að ekkert varð af prófkjöri Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum náði Elliði ekki inn í bæjarstjórn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn náði aðeins þremur mönnum inn en Elliði skipaði 5. sætið á lista flokksins. Mikil óánægja var með það á meðal Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum að ekki skyldi haldið prófkjör hjá flokknum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna. Litlu mátti muna að prófkjör færi fram í fyrsta skipti í 28 ár hjá flokknum í Eyjum en niðurstaðan var sú að aðal-og varamenn í fulltrúaráði flokksins í bænum kusu á milli frambjóðenda í svokallaðri „röðun.“ Íris var einn helsti talsmaður prófkjörsins en var boðið þriðja sæti á lista Sjálfstæðismanna sem hún þáði ekki. Fór það síðan svo að hún leiddi lista nýja framboðsins Fyrir Heimaey, sem náði þremur mönnum í bæjarstjórn Eyja í kosningunum á laugardag, líkt og Sjálfstæðisflokkurinn. Samstarfsflokkur Fyrir Heimaey, Eyjalistinn, er með einn mann í bæjarstjórn.Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00 Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30 Óánægðir Sjálfstæðismenn í Eyjum ræða sérframboð Líklegt er talið að Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum sem eru ósáttir við að ekki var haldið prófkjör hjá flokknum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga í vor bjóði fram sérlista. 7. febrúar 2018 08:45 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans, Fyrir Heimaey, verður bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Njáli Ragnarssyni, oddvita Eyjalistans, sem verður formaður bæjarráðs í Eyjum en H-listinn og Eyjalistinn mynda nýjan meirihluta í bæjarstjórninni. „Að ósk Eyjalistans mun Íris Róbertsdóttir ekki segja af sér sem bæjarfulltrúi eins og H-listinn hafði áform um, yrði oddviti hans bæjarstjóri. Málefnasamningur hins nýja meirihluta verður kynntur í næstu viku,“ segir í tilkynningunni. Íris tekur við starfinu af Elliða Vignissyni sem hefur verið bæjarstjóri í Eyjum frá árinu 2006.Óánægja með að ekkert varð af prófkjöri Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum náði Elliði ekki inn í bæjarstjórn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn náði aðeins þremur mönnum inn en Elliði skipaði 5. sætið á lista flokksins. Mikil óánægja var með það á meðal Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum að ekki skyldi haldið prófkjör hjá flokknum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna. Litlu mátti muna að prófkjör færi fram í fyrsta skipti í 28 ár hjá flokknum í Eyjum en niðurstaðan var sú að aðal-og varamenn í fulltrúaráði flokksins í bænum kusu á milli frambjóðenda í svokallaðri „röðun.“ Íris var einn helsti talsmaður prófkjörsins en var boðið þriðja sæti á lista Sjálfstæðismanna sem hún þáði ekki. Fór það síðan svo að hún leiddi lista nýja framboðsins Fyrir Heimaey, sem náði þremur mönnum í bæjarstjórn Eyja í kosningunum á laugardag, líkt og Sjálfstæðisflokkurinn. Samstarfsflokkur Fyrir Heimaey, Eyjalistinn, er með einn mann í bæjarstjórn.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00 Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30 Óánægðir Sjálfstæðismenn í Eyjum ræða sérframboð Líklegt er talið að Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum sem eru ósáttir við að ekki var haldið prófkjör hjá flokknum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga í vor bjóði fram sérlista. 7. febrúar 2018 08:45 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00
Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30
Óánægðir Sjálfstæðismenn í Eyjum ræða sérframboð Líklegt er talið að Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum sem eru ósáttir við að ekki var haldið prófkjör hjá flokknum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga í vor bjóði fram sérlista. 7. febrúar 2018 08:45